Við þurfum (ekki) að velja Óskar Steinn Ómarsson skrifar 19. desember 2015 07:00 Auðvitað viljum við taka á móti flóttamönnum en við verðum að átta okkur á einu. Ef við opnum faðminn fyrir öllum þeim sem hingað vilja koma þá hrynur heilbrigðiskerfið. Hver á að borga undir öll veiku flóttamannabörnin? Við þurfum fyrst að lækna íslensk börn. Ég vona að flestum ykkar hafi svelgst á kaffinu við þennan lestur. Þessi málflutningur gefur það nefnilega í skyn að útlendingar séu annars flokks. Hann málar mynd af flóttamönnum sem óæskilegri ógn við heilbrigðiskerfið okkar. Eins og við þurfum að velja á milli þess hvort við aðstoðum flóttamenn eða Íslendinga. Þetta er tilraun til þess að skapa átök á milli tveggja viðkvæmra hópa í samfélaginu, flóttamanna annars vegar og fólks sem þarfnast aðstoðar heilbrigðiskerfisins hins vegar. Sem betur fer hefur þessi málflutningur hingað til einskorðast við kommentakerfið og símatíma Útvarps Sögu. Svíþjóðardemókratar, Danski þjóðarflokkurinn og Sannir Finnar hafa haldið þessum málflutningi á lofti á Norðurlöndum en hann hefur ekki áður heyrst frá stjórnmálamönnum hérlendis. Það breyttist síðastliðinn föstudag, þegar þingmennirnir Brynjar Níelsson (Sjálfstæðisflokki) og Katrín Júlíusdóttir (Samfylkingu) tókust á í Morgunútvarpi Rásar 2. Tilefni umræðunnar var mál albönsku fjölskyldnanna tveggja sem sendar voru úr landi ásamt öðrum hælisleitendum í síðustu viku. Um málið sagði Brynjar: „Hvernig halda menn að kerfið verði ef við erum bara með opinn faðminn fyrir hverjum sem er? Þá verður ekkert kerfi og það verður heldur ekkert heilbrigðiskerfi. Ég segi eins og forsetinn; þetta er barnaleg einfeldni.“Ekki barnaleg einfeldni Það er áhugavert að Brynjar Níelsson telji flóttamenn ógna íslensku heilbrigðiskerfi. Sýrlensku flóttamennirnir 55 eru ekki einu sinni komnir til landsins en samt virðist ríkisstjórn Brynjars á góðri leið með að rústa heilbrigðiskerfinu ein og óstudd. Getur verið að stærsta ógnin við heilbrigðiskerfið sé ekki þolendur stríðs og ofsókna sem hér fá skjól heldur ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks? Það er ekki barnaleg einfeldni að halda að við getum gert bæði í einu, veitt stríðshrjáðum flóttamönnum skjól og rekið almennilegt heilbrigðiskerfi. Við getum aukið aðstoð við flóttamenn, við getum bætt kjör öryrkja og aldraðra og við getum tryggt Landspítalanum nauðsynlegt fjármagn. Þá getum við bætt sálfræðiþjónustu, barist gegn kynbundnu ofbeldi og tryggt öllum jafnan rétt til menntunar. Allt þetta getum við gert. Um þessi mál þurfum við ekki að velja. Mikilvægasta val okkar mun eiga sér stað í kjörklefanum vorið 2017. Þá fáum við tækifæri til að hafna málflutningi Brynjars Níelssonar og velja mannúðlegri stefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Auðvitað viljum við taka á móti flóttamönnum en við verðum að átta okkur á einu. Ef við opnum faðminn fyrir öllum þeim sem hingað vilja koma þá hrynur heilbrigðiskerfið. Hver á að borga undir öll veiku flóttamannabörnin? Við þurfum fyrst að lækna íslensk börn. Ég vona að flestum ykkar hafi svelgst á kaffinu við þennan lestur. Þessi málflutningur gefur það nefnilega í skyn að útlendingar séu annars flokks. Hann málar mynd af flóttamönnum sem óæskilegri ógn við heilbrigðiskerfið okkar. Eins og við þurfum að velja á milli þess hvort við aðstoðum flóttamenn eða Íslendinga. Þetta er tilraun til þess að skapa átök á milli tveggja viðkvæmra hópa í samfélaginu, flóttamanna annars vegar og fólks sem þarfnast aðstoðar heilbrigðiskerfisins hins vegar. Sem betur fer hefur þessi málflutningur hingað til einskorðast við kommentakerfið og símatíma Útvarps Sögu. Svíþjóðardemókratar, Danski þjóðarflokkurinn og Sannir Finnar hafa haldið þessum málflutningi á lofti á Norðurlöndum en hann hefur ekki áður heyrst frá stjórnmálamönnum hérlendis. Það breyttist síðastliðinn föstudag, þegar þingmennirnir Brynjar Níelsson (Sjálfstæðisflokki) og Katrín Júlíusdóttir (Samfylkingu) tókust á í Morgunútvarpi Rásar 2. Tilefni umræðunnar var mál albönsku fjölskyldnanna tveggja sem sendar voru úr landi ásamt öðrum hælisleitendum í síðustu viku. Um málið sagði Brynjar: „Hvernig halda menn að kerfið verði ef við erum bara með opinn faðminn fyrir hverjum sem er? Þá verður ekkert kerfi og það verður heldur ekkert heilbrigðiskerfi. Ég segi eins og forsetinn; þetta er barnaleg einfeldni.“Ekki barnaleg einfeldni Það er áhugavert að Brynjar Níelsson telji flóttamenn ógna íslensku heilbrigðiskerfi. Sýrlensku flóttamennirnir 55 eru ekki einu sinni komnir til landsins en samt virðist ríkisstjórn Brynjars á góðri leið með að rústa heilbrigðiskerfinu ein og óstudd. Getur verið að stærsta ógnin við heilbrigðiskerfið sé ekki þolendur stríðs og ofsókna sem hér fá skjól heldur ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks? Það er ekki barnaleg einfeldni að halda að við getum gert bæði í einu, veitt stríðshrjáðum flóttamönnum skjól og rekið almennilegt heilbrigðiskerfi. Við getum aukið aðstoð við flóttamenn, við getum bætt kjör öryrkja og aldraðra og við getum tryggt Landspítalanum nauðsynlegt fjármagn. Þá getum við bætt sálfræðiþjónustu, barist gegn kynbundnu ofbeldi og tryggt öllum jafnan rétt til menntunar. Allt þetta getum við gert. Um þessi mál þurfum við ekki að velja. Mikilvægasta val okkar mun eiga sér stað í kjörklefanum vorið 2017. Þá fáum við tækifæri til að hafna málflutningi Brynjars Níelssonar og velja mannúðlegri stefnu.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun