Hvar er þetta óveður? Jakob Bjarnar skrifar 1. desember 2015 13:14 Facebook-fólkinu þótti þetta óveður heldur lélegt. Og þessir krakkar léku sér í "veðurofsanum“ eins og ekkert væri. visir/vilhelm Vart hefur það farið fram hjá nokkrum þeim sem fylgst hefur með fréttaflutningi að mikill viðbúnaður hefur verið vegna veðurofsa sem átti að ganga yfir landið nú í morgun. Var skólahald víða fellt niður vegna óveðursins sem var í vændum og var fólki ráðlagt að vera ekki á ferð. En, mörgum þeim sem tjáir sig á Facebook þykir lítið til koma. Finnst þetta reyndar fremur lélegt óveður, þar sem þeir sitja inni, grjótharðir við lyklaborðið. Gaukur Úlfarsson kvikmyndgerðarmaður er einn þessara: „Ég er að hugsa um að hringja uppá Veðurstofu og heimta endurgreiðslu,“ skrifar Gaukur á Facebooksíðu sína. Annar sem hæðist að veðrinu er útvarpsmaðurinn Rikki G.Rikki G með nýjustu fréttir af stóra storminum í Reykjavík. #lægðinPosted by FM957 on 1. desember 2015Rósmundur Magnússon FH-ingur er á því að veðurfræðingar ljúgi, eins og segir í laginu: „Held að menn ættu næst að reiða sig frekar á Reðurstofuna en veðurstofuna.Ekkert að þessu veðri hér í Firðinum fagra.“ Og þannig má tiltaka ótal dæmi. Fólk segir ekkert að færð, veður sé ekkert til að kvarta undan og það hafi enga afsökun til að húka heima. Rithöfundurinn Guðmundur Andri er reyndar fastur heima við og nota tækifærið og slær fram stöku: Fjúk á nesi, fastur er, fyrsta dese-he-hember. Ætla að lesa eitthvað hér, eða á Besastaði fer. Og annar rithöfundur, Vilhelm Anton Jónsson, rær gegn Facebookstraumi þegar hann segir: „Er fólk í alvöru að fárast yfir því að veðrið sé ekki jafn slæmt og spáð hafði verið? – það er jafn vitlaust og að vilja ekki borga lækni því hann greindi mann ekki með banvænan sjúkdóm, heldur bara kvef.“ Veður Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fleiri fréttir „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Sjá meira
Vart hefur það farið fram hjá nokkrum þeim sem fylgst hefur með fréttaflutningi að mikill viðbúnaður hefur verið vegna veðurofsa sem átti að ganga yfir landið nú í morgun. Var skólahald víða fellt niður vegna óveðursins sem var í vændum og var fólki ráðlagt að vera ekki á ferð. En, mörgum þeim sem tjáir sig á Facebook þykir lítið til koma. Finnst þetta reyndar fremur lélegt óveður, þar sem þeir sitja inni, grjótharðir við lyklaborðið. Gaukur Úlfarsson kvikmyndgerðarmaður er einn þessara: „Ég er að hugsa um að hringja uppá Veðurstofu og heimta endurgreiðslu,“ skrifar Gaukur á Facebooksíðu sína. Annar sem hæðist að veðrinu er útvarpsmaðurinn Rikki G.Rikki G með nýjustu fréttir af stóra storminum í Reykjavík. #lægðinPosted by FM957 on 1. desember 2015Rósmundur Magnússon FH-ingur er á því að veðurfræðingar ljúgi, eins og segir í laginu: „Held að menn ættu næst að reiða sig frekar á Reðurstofuna en veðurstofuna.Ekkert að þessu veðri hér í Firðinum fagra.“ Og þannig má tiltaka ótal dæmi. Fólk segir ekkert að færð, veður sé ekkert til að kvarta undan og það hafi enga afsökun til að húka heima. Rithöfundurinn Guðmundur Andri er reyndar fastur heima við og nota tækifærið og slær fram stöku: Fjúk á nesi, fastur er, fyrsta dese-he-hember. Ætla að lesa eitthvað hér, eða á Besastaði fer. Og annar rithöfundur, Vilhelm Anton Jónsson, rær gegn Facebookstraumi þegar hann segir: „Er fólk í alvöru að fárast yfir því að veðrið sé ekki jafn slæmt og spáð hafði verið? – það er jafn vitlaust og að vilja ekki borga lækni því hann greindi mann ekki með banvænan sjúkdóm, heldur bara kvef.“
Veður Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fleiri fréttir „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Sjá meira