Heilindi, siðferði og hagsmunatengsl Þorvaldur Gylfason skrifar 3. desember 2015 07:00 Hæstiréttur Íslands hefur að minni hyggju gert tvær alvarlegar bommertur undangengin ár í málum sem varða almannahag.Að snúa við blaðinu Fyrri skyssa Hæstaréttar var að snúa við fyrri dómi sínum frá 1998 í kvótamálinu. Það ár kvað Hæstiréttur upp dóm í máli Valdimars Jóhannessonar gegn ríkinu þess efnis að fyrirkomulag úthlutunar fiskveiðiheimilda fæli í sér mismunun sem bryti gegn stjórnarskránni. Tæpum tveim árum síðar kvað Hæstiréttur upp þveröfugan dóm í hliðstæðu máli, Vatneyrarmálinu, og sá þá ekkert athugavert við þá mismunun sem hann hafði skömmu áður talið brjóta gegn stjórnarskránni. Í millitíðinni höfðu ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gagnrýnt Hæstarétt harkalega vegna fyrri dómsins. Þegar 105 af 150 prófessorum í Háskóla Íslands þótti rétt að senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu til varnar sjálfstæði Hæstaréttar treysti enginn prófessor í lagadeild sér til að skrifa undir, en þeir voru þá tíu. Einn þeirra sendi mér skriflega lýsingu á refsingunum sem hann taldi sig mundu kalla yfir sig og fjölskyldu sína ef hann fylgdi sannfæringu sinni. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna staðfesti síðan fyrri dóm Hæstaréttar efnislega með bindandi áliti 2007. Stjórnvöld brugðust við álitinu með því að lofa mannréttindanefndinni nýrri stjórnarskrá með ákvæði um auðlindir í þjóðareigu, en þau eru nú á harðahlaupum frá því loforði. Mannréttindanefndin mun því væntanlega þurfa að taka málið upp aftur.Að ógilda kosningu Síðari skyssa Hæstaréttar var ákvörðun sex hæstaréttardómara um að ógilda kosninguna til stjórnlagaþings 2010. Af þessum sex dómurum höfðu fimm verið skipaðir í embætti af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins. Þessi úrskurður er einsdæmi í vestrænni réttarsögu þar eð það hefur aldrei áður gerzt í okkar heimshluta að þjóðkjör hafi verið fellt úr gildi í heilu lagi vegna meintra framkvæmdargalla sem engin áhrif gátu haft á úrslit kosningarinnar. Hæstiréttur viðurkenndi villuna í reynd árið eftir með því að vísa frá sams konar kæru vegna sveitarstjórnarkosninganna 2012. Síðari kæran var gagngert lögð fram m.a. til að afhjúpa lögleysuna og knýja Hæstarétt til að gangast við villu sinni. Það tókst.Skipun dómara Dómskerfið í landinu er laskað og nýtur eftir því lítils trausts meðal almennings. Skipun dómara heldur áfram að valda almennri hneykslan með reglulegu millibili. Þess vegna er nýtt ákvæði um skipun dómara í nýju stjórnarskránni sem kjósendur samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Þetta nýja ákvæði gerir kröfu um staðfestingu forseta Íslands eða Alþingis með auknum meiri hluta á skipun manna í dómaraembætti til að hamla getu ráðherra til að skipa flokksholla dómara upp á sitt eindæmi með gamla laginu. Ekki reyndist vanþörf á. Í marz sl. kynnti innanríkisráðherra nýtt frumvarp til dómstólalaga. Frumvarpið gaf Björgu Thorarensen lagaprófessor tilefni til að segja í sjónvarpsfréttum RÚV 4. marz 2015: „Ráðherra er í þessum drögum sem nú liggja fyrir veitt raunverulega algjörlega óheft pólitískt vald til að ákveða hvern hann skipar í dómaraembætti. Og með þessu tel ég vera horfið langt aftur til fortíðar, til tíma pólitískra embættisveitinga í dómskerfinu.“ Ríkisstjórnin vílar ekki fyrir sér að leggja fram lagafrumvörp sem brjóta gegn nýrri stjórnarskrá sem kjósendur hafa samþykkt.Ábendingar frá Greco Að því hlaut að koma að Greco, hópur ríkja Evrópuráðsins um aðgerðir gegn spillingu, léti málið til sín taka. Greco-hópurinn er Íslendingum að góðu kunnur því það var fyrir þeirra tilstilli að Alþingi sá sig loksins knúið til að setja lög um fjármál stjórnmálaflokka 2010. Þau lög duga að vísu skammt eins og undirlægjuháttur stjórnmálaflokka gagnvart fjársterkum hagsmunahópum heldur áfram að vitna um og Þröstur Ólafsson hagfræðingur lýsti vel hér í blaðinu 27. nóvember s.l. Í hitteðfyrra, 2013, skilaði Greco-hópurinn rækilegri skýrslu um ýmsa bresti á Alþingi og í dómskerfinu og lagði fram tíu markviss tilmæli um úrbætur. Tilmælin lúta m.a. að því að Alþingi setji sér siðareglur og skrái skuldir þingmanna umfram eðlilegar húsnæðisskuldir, að dómurum séu einnig settar siðareglur og þeim sé veitt þjálfun og fræðsla um heilindi, siðferði og hagsmunatengsl og að saksóknurum sé tryggt starfsöryggi. Greco-hópurinn mæltist til þess að stjórnvöld létu þýða skýrsluna á íslenzku og birta hana almenningi.Skemmst er frá því að segja að skýrslan var ekki þýdd á íslenzku svo að kannski ert þú, lesandi minn góður, að frétta af henni fyrst núna. Greco-hópurinn sendi íslenzkum stjórnvöldum kvörtun í formi nýrrar skýrslu fyrr á þessu ári vegna þess að lítið sem ekkert hafði verið gert til að bregðast við tilmælum hópsins í fyrri skýrslunni frá 2013. Nýja skýrslan var ekki heldur þýdd á íslenzku og birt almenningi eins og þau hjá Greco lögðu til. Stay tuned. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun
Hæstiréttur Íslands hefur að minni hyggju gert tvær alvarlegar bommertur undangengin ár í málum sem varða almannahag.Að snúa við blaðinu Fyrri skyssa Hæstaréttar var að snúa við fyrri dómi sínum frá 1998 í kvótamálinu. Það ár kvað Hæstiréttur upp dóm í máli Valdimars Jóhannessonar gegn ríkinu þess efnis að fyrirkomulag úthlutunar fiskveiðiheimilda fæli í sér mismunun sem bryti gegn stjórnarskránni. Tæpum tveim árum síðar kvað Hæstiréttur upp þveröfugan dóm í hliðstæðu máli, Vatneyrarmálinu, og sá þá ekkert athugavert við þá mismunun sem hann hafði skömmu áður talið brjóta gegn stjórnarskránni. Í millitíðinni höfðu ráðherrar í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks gagnrýnt Hæstarétt harkalega vegna fyrri dómsins. Þegar 105 af 150 prófessorum í Háskóla Íslands þótti rétt að senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu til varnar sjálfstæði Hæstaréttar treysti enginn prófessor í lagadeild sér til að skrifa undir, en þeir voru þá tíu. Einn þeirra sendi mér skriflega lýsingu á refsingunum sem hann taldi sig mundu kalla yfir sig og fjölskyldu sína ef hann fylgdi sannfæringu sinni. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna staðfesti síðan fyrri dóm Hæstaréttar efnislega með bindandi áliti 2007. Stjórnvöld brugðust við álitinu með því að lofa mannréttindanefndinni nýrri stjórnarskrá með ákvæði um auðlindir í þjóðareigu, en þau eru nú á harðahlaupum frá því loforði. Mannréttindanefndin mun því væntanlega þurfa að taka málið upp aftur.Að ógilda kosningu Síðari skyssa Hæstaréttar var ákvörðun sex hæstaréttardómara um að ógilda kosninguna til stjórnlagaþings 2010. Af þessum sex dómurum höfðu fimm verið skipaðir í embætti af dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins. Þessi úrskurður er einsdæmi í vestrænni réttarsögu þar eð það hefur aldrei áður gerzt í okkar heimshluta að þjóðkjör hafi verið fellt úr gildi í heilu lagi vegna meintra framkvæmdargalla sem engin áhrif gátu haft á úrslit kosningarinnar. Hæstiréttur viðurkenndi villuna í reynd árið eftir með því að vísa frá sams konar kæru vegna sveitarstjórnarkosninganna 2012. Síðari kæran var gagngert lögð fram m.a. til að afhjúpa lögleysuna og knýja Hæstarétt til að gangast við villu sinni. Það tókst.Skipun dómara Dómskerfið í landinu er laskað og nýtur eftir því lítils trausts meðal almennings. Skipun dómara heldur áfram að valda almennri hneykslan með reglulegu millibili. Þess vegna er nýtt ákvæði um skipun dómara í nýju stjórnarskránni sem kjósendur samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Þetta nýja ákvæði gerir kröfu um staðfestingu forseta Íslands eða Alþingis með auknum meiri hluta á skipun manna í dómaraembætti til að hamla getu ráðherra til að skipa flokksholla dómara upp á sitt eindæmi með gamla laginu. Ekki reyndist vanþörf á. Í marz sl. kynnti innanríkisráðherra nýtt frumvarp til dómstólalaga. Frumvarpið gaf Björgu Thorarensen lagaprófessor tilefni til að segja í sjónvarpsfréttum RÚV 4. marz 2015: „Ráðherra er í þessum drögum sem nú liggja fyrir veitt raunverulega algjörlega óheft pólitískt vald til að ákveða hvern hann skipar í dómaraembætti. Og með þessu tel ég vera horfið langt aftur til fortíðar, til tíma pólitískra embættisveitinga í dómskerfinu.“ Ríkisstjórnin vílar ekki fyrir sér að leggja fram lagafrumvörp sem brjóta gegn nýrri stjórnarskrá sem kjósendur hafa samþykkt.Ábendingar frá Greco Að því hlaut að koma að Greco, hópur ríkja Evrópuráðsins um aðgerðir gegn spillingu, léti málið til sín taka. Greco-hópurinn er Íslendingum að góðu kunnur því það var fyrir þeirra tilstilli að Alþingi sá sig loksins knúið til að setja lög um fjármál stjórnmálaflokka 2010. Þau lög duga að vísu skammt eins og undirlægjuháttur stjórnmálaflokka gagnvart fjársterkum hagsmunahópum heldur áfram að vitna um og Þröstur Ólafsson hagfræðingur lýsti vel hér í blaðinu 27. nóvember s.l. Í hitteðfyrra, 2013, skilaði Greco-hópurinn rækilegri skýrslu um ýmsa bresti á Alþingi og í dómskerfinu og lagði fram tíu markviss tilmæli um úrbætur. Tilmælin lúta m.a. að því að Alþingi setji sér siðareglur og skrái skuldir þingmanna umfram eðlilegar húsnæðisskuldir, að dómurum séu einnig settar siðareglur og þeim sé veitt þjálfun og fræðsla um heilindi, siðferði og hagsmunatengsl og að saksóknurum sé tryggt starfsöryggi. Greco-hópurinn mæltist til þess að stjórnvöld létu þýða skýrsluna á íslenzku og birta hana almenningi.Skemmst er frá því að segja að skýrslan var ekki þýdd á íslenzku svo að kannski ert þú, lesandi minn góður, að frétta af henni fyrst núna. Greco-hópurinn sendi íslenzkum stjórnvöldum kvörtun í formi nýrrar skýrslu fyrr á þessu ári vegna þess að lítið sem ekkert hafði verið gert til að bregðast við tilmælum hópsins í fyrri skýrslunni frá 2013. Nýja skýrslan var ekki heldur þýdd á íslenzku og birt almenningi eins og þau hjá Greco lögðu til. Stay tuned.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun