Vilja að túrskattur verði lækkaður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2015 11:09 Skattur á túrtappa og dömubindi er nú 24 prósent en þingmennirnir leggja til að hann verði lækkaður í 11 prósent. vísir/getty Átta þingmenn stjórnarandstöðunnar, allt karlar, hafa lagt fram frumvarp til breytingar á lögum um virðisaukaskatti þar sem lagt er til að skattur á dömubindi og túrtappur fari úr 24 prósentum í 11 prósent. Flutningsmenn frumvarpsins eru þeir Róbert Marshall, Guðmundur Steingrímsson, Óttarr Proppé og Páll Valur Björnsson, Bjartri framtíð, Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírötum, Helgi Hjörvar og Össur Skarphéðinsson, Samfylkingu, og Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum. Frumvarpið kemur í kjölfar ræðu Heiðu Kristínar Helgadóttur á Alþingi fyrir skömmu þar sem hún beindi fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og spurði einfaldlega hvers vegna væri verið að skattleggja á henni legið.Ræða Heiðu vakti mikla athygli en í henni minnti hún á að fjármálaráðherra hefði unnið að því að lækka tolla og vörugjöld á hinum ýmsum nauðsynjavörum sem hefðu bein áhrif á útgjöld heimilanna. Þá hefðu verið gerðar breytingar á virðisaukaskatti á samsvarandi vörur. Túrtappar og dömubindi bera hins vegar enn 24 prósenta skatt og spurði Heiða Bjarna hvernig á þessu stæði og hvort unnið væri að því að lækka þennan skatt. Bjarni svaraði því ekki beint en sagði að frekari breytingar á virðisaukaskattskerfinu hefðu fyrst og fremst snúið að því að fækka undanþágum og einfalda kerfið. Þá sagði hann auðvelt að telja upp ýmislegt sem ætti að bera lægri skatt en hans skoðun væri sú að virðisaukakerfið ætti að vera sterkt. Þá ætti að reyna að draga áfram úr bilum milli þrepa, fækka undanþágum og fleira. Heiða kvaðst skilja svar Bjarna á þann veg að ekki væri verið að vinna að því að lækka skatta á túrtöppum og dömubindum en nú er sem sagt komið fram frumvarp þess efnis. Spurningin er hvernig því reiðir af á þingi. Tengdar fréttir "Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, út í virðisaukaskatt. 19. nóvember 2015 13:04 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Átta þingmenn stjórnarandstöðunnar, allt karlar, hafa lagt fram frumvarp til breytingar á lögum um virðisaukaskatti þar sem lagt er til að skattur á dömubindi og túrtappur fari úr 24 prósentum í 11 prósent. Flutningsmenn frumvarpsins eru þeir Róbert Marshall, Guðmundur Steingrímsson, Óttarr Proppé og Páll Valur Björnsson, Bjartri framtíð, Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírötum, Helgi Hjörvar og Össur Skarphéðinsson, Samfylkingu, og Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri grænum. Frumvarpið kemur í kjölfar ræðu Heiðu Kristínar Helgadóttur á Alþingi fyrir skömmu þar sem hún beindi fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og spurði einfaldlega hvers vegna væri verið að skattleggja á henni legið.Ræða Heiðu vakti mikla athygli en í henni minnti hún á að fjármálaráðherra hefði unnið að því að lækka tolla og vörugjöld á hinum ýmsum nauðsynjavörum sem hefðu bein áhrif á útgjöld heimilanna. Þá hefðu verið gerðar breytingar á virðisaukaskatti á samsvarandi vörur. Túrtappar og dömubindi bera hins vegar enn 24 prósenta skatt og spurði Heiða Bjarna hvernig á þessu stæði og hvort unnið væri að því að lækka þennan skatt. Bjarni svaraði því ekki beint en sagði að frekari breytingar á virðisaukaskattskerfinu hefðu fyrst og fremst snúið að því að fækka undanþágum og einfalda kerfið. Þá sagði hann auðvelt að telja upp ýmislegt sem ætti að bera lægri skatt en hans skoðun væri sú að virðisaukakerfið ætti að vera sterkt. Þá ætti að reyna að draga áfram úr bilum milli þrepa, fækka undanþágum og fleira. Heiða kvaðst skilja svar Bjarna á þann veg að ekki væri verið að vinna að því að lækka skatta á túrtöppum og dömubindum en nú er sem sagt komið fram frumvarp þess efnis. Spurningin er hvernig því reiðir af á þingi.
Tengdar fréttir "Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, út í virðisaukaskatt. 19. nóvember 2015 13:04 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
"Hvers vegna er verið að skattleggja á mér legið?“ Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, út í virðisaukaskatt. 19. nóvember 2015 13:04