Sænska ríkisstjórnin reiðubúin að loka Eyrarsundsbrúnni Atli Ísleifsson skrifar 3. desember 2015 11:58 Eyrarsundsbrúin tengir saman Kaupmannahöfn og Malmö. Vísir/Getty Hert eftirlit sænsku lögreglunnar sem boðað er í rútum og lestum sem fara yfir Eyrarsundsbrúna hefur sætt mikilli gagnrýni. Sænska ríkisstjórnin virðist þó reiðubúin að ganga mun lengra til að stemma stigu við straum flóttafólks til landsins með því að eiga möguleika á að loka Eyrarsundsbrúnni. Þetta kemur fram í drögum að lagabreytingum ríkisstjórnarinnar sem Dagens Industri segir frá. Lestarfélagið SJ hefur greint stjórnvöldum frá því að allri lestarumferð yfir brúna verði stöðvuð, verði eftirlitið tekið upp. Sömuleiðis varar Skånetrafiken, sem sér um reglulegar lestarferðir milli Sjálands og Skánar, við að um klukkustunda seinkun gæti orðið á ferðum. Í greinargerð ríkisstjórnarinnar kemur fram að nokkuð hafi dregið úr flóttamannastraumnum til Svíþjóðar eftir að landamæraeftirlit var tekið upp. Það dugi þó ekki til. Segir að fjöldi hælisumsókna sé enn slíkur að það kunni að vera ógn við almannaheill og innra öryggi í landinu. Lagabreytingarnar, sem eiga að gilda í þrjú ár, heimila yfirvöldum ekki einungis að herða eftirlit í rútum, lestum og ferjum, heldur einnig að loka vegum og brúum. Þúsundir flóttamanna hafa komið til Svíþjóðar um Eyrarsundsbrúna síðustu mánuði. „Eyrarsundsbrúnin er ein af mikilvægustu og umferðarþyngstu tengingunum við annað land, Danmörk. Tímabundin lokun á brúnni kann að vera enn ein aðgerð til að minnka áhættu að mikill straumur hælisleitenda ógni almannaheill og innra öryggi,“ segir í greinargerðinni. Flóttamenn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Hert eftirlit sænsku lögreglunnar sem boðað er í rútum og lestum sem fara yfir Eyrarsundsbrúna hefur sætt mikilli gagnrýni. Sænska ríkisstjórnin virðist þó reiðubúin að ganga mun lengra til að stemma stigu við straum flóttafólks til landsins með því að eiga möguleika á að loka Eyrarsundsbrúnni. Þetta kemur fram í drögum að lagabreytingum ríkisstjórnarinnar sem Dagens Industri segir frá. Lestarfélagið SJ hefur greint stjórnvöldum frá því að allri lestarumferð yfir brúna verði stöðvuð, verði eftirlitið tekið upp. Sömuleiðis varar Skånetrafiken, sem sér um reglulegar lestarferðir milli Sjálands og Skánar, við að um klukkustunda seinkun gæti orðið á ferðum. Í greinargerð ríkisstjórnarinnar kemur fram að nokkuð hafi dregið úr flóttamannastraumnum til Svíþjóðar eftir að landamæraeftirlit var tekið upp. Það dugi þó ekki til. Segir að fjöldi hælisumsókna sé enn slíkur að það kunni að vera ógn við almannaheill og innra öryggi í landinu. Lagabreytingarnar, sem eiga að gilda í þrjú ár, heimila yfirvöldum ekki einungis að herða eftirlit í rútum, lestum og ferjum, heldur einnig að loka vegum og brúum. Þúsundir flóttamanna hafa komið til Svíþjóðar um Eyrarsundsbrúna síðustu mánuði. „Eyrarsundsbrúnin er ein af mikilvægustu og umferðarþyngstu tengingunum við annað land, Danmörk. Tímabundin lokun á brúnni kann að vera enn ein aðgerð til að minnka áhættu að mikill straumur hælisleitenda ógni almannaheill og innra öryggi,“ segir í greinargerðinni.
Flóttamenn Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira