Kallaði fyrirspurn um lágt veiðigjald „vitleysisfyrirspurn“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 3. desember 2015 14:39 Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, spurði Sigmund Davíð forsætisráðherra út í upphæð veiðigjalda í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Vísir/Daníel „Maður veit ekki hvernig maður á að svara svona vitleysisfyrirspurn,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í umræðum um upphæð fyrirhugaðs veiðigjalds á næsta ári. Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, spurði ráðherrann hvernig standi á því að veiðigjaldið sé í sögulegu lágmarki samkvæmt áætlun þegar sjávarútvegurinn væri í blússandi uppsiglingu. Björt spurði hvernig stæði á því að þjóðin fengi ekki krónu úr sjávarútveginum á meðan eigendur fengju milljarða arð.Vísir/AntonÁ annan tug milljarða í arð „Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja var 43 milljarðar í fyrra. Fyrirtækin greiddu sjálfum sér 13,5 milljarða kr. í arð í fyrra. Er þá eðlilegt að arðurinn til þjóðarinnar sé í raun 0 krónur?“ spurði Björt meðal annars í fyrirspurn sinni. „Er eðlilegt að gjöldin þegar svona vel gengur fari bara í sjávarútveginn sjálfan og þjóðin fái 0 krónur í sinn vasa?“ Vísaði hún til þess að heilmikill kostnaður væri hjá ríkinu vegna sjávarútvegsins og taldi meðal annars til Hafrannsóknarstofnun, sem stuðlaði að sjálfbærum veiðum, Fiskistofu og svo hluta Landhelgisgæslunnar. Milljarðar á milljarðatugi ofanSigmundur Davíð sagði þessa útreikninga Bjartrar hæpna. „Þetta er það sem í tíð Reagans Bandaríkjaforseta var kölluð vúduhagfræði eða vúdútölfræði, að fá það út að sjávarútvegur á Íslandi skili 0 krónum vegna þess að við þurfum að reka ráðuneyti og gæta fiskimiðanna og landhelginnar og vera með Hafrannsóknastofnun til að stunda sjálfbærar veiðar,“ sagði hann.Sigmundur benti á að íslenskur sjávarútvegur væri ekki niðurgreiddur af ríkinu en Björt spurði þá hvort það væri nóg.vísir/pjetur„En þar til viðbótar, og þessu virðist háttvirtur þingmaður algjörlega gleyma, skilar sjávarútvegurinn milljörðum á milljarðatugi ofan með óbeinum hætti til samfélagsins í formi fjárfestingar, launa, alls lags umsvifa bæði sjávarútvegsfyrirtækjanna sjálfra og þeirra fyrirtækja sem á einn eða annan hátt tengjast sjávarútveginum og þau eru býsna mörg,“ bætti hann svo við. Björt vísaði þessum ásökunum um vúdúhagfræði til föðurhúsanna, eins og hún orðaði það. „Þetta stendur beinlínis í frumvarpinu frá hæstvirtur fjármálaráðherra, frá þér karlinn minn, og fjármálaráðuneytið hefur bestu upplýsingar um þessa stöðu hverju sinni,“ sagði hún.Enginn ríkisstyrkur Sigmundur minnti þá einnig á að sjávarútvegur sé víðast hvar ríkisstyrktur; meðal annars í Noregi þar sem forsætisráðherra sagði að 20 þúsund íslenskar krónur, eða því sem nemur, sé greitt með hverju lönduðu tonni. Björt spurði þá hvort það væri nógu gott.„Er hæstvirtur ráðherra að segja að það sé í lagi, að það sé ásættanlegt, að ríkiskassinn komi nokkurn veginn út á sléttu? Af því að við erum ekki að ríkisstyrkja sjávarútveginn þá séum við bara góð að halda sjó í því? Er það í lagi þegar sjávarútvegurinn skilar sjálfum sér 13,5 milljörðum kr. í arð?“ Ekkert svar fékkst við því heldur endurtók Sigmundur að honum þætti framsetning þingkonunnar fráleit og að hún liti fram hjá allri fjárfestingu sem ætti sér stað í sjávarútvegi, öllum þeim tekjum sem ríkið fengi í formi tekna af hagnaði fyrirtækja, í formi tekna af launum, tekna af virðisaukaskatti, í formi útflutningsverðmæta og svo í formi veiðigjalda. Alþingi Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira
„Maður veit ekki hvernig maður á að svara svona vitleysisfyrirspurn,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í umræðum um upphæð fyrirhugaðs veiðigjalds á næsta ári. Björt Ólafsdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, spurði ráðherrann hvernig standi á því að veiðigjaldið sé í sögulegu lágmarki samkvæmt áætlun þegar sjávarútvegurinn væri í blússandi uppsiglingu. Björt spurði hvernig stæði á því að þjóðin fengi ekki krónu úr sjávarútveginum á meðan eigendur fengju milljarða arð.Vísir/AntonÁ annan tug milljarða í arð „Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja var 43 milljarðar í fyrra. Fyrirtækin greiddu sjálfum sér 13,5 milljarða kr. í arð í fyrra. Er þá eðlilegt að arðurinn til þjóðarinnar sé í raun 0 krónur?“ spurði Björt meðal annars í fyrirspurn sinni. „Er eðlilegt að gjöldin þegar svona vel gengur fari bara í sjávarútveginn sjálfan og þjóðin fái 0 krónur í sinn vasa?“ Vísaði hún til þess að heilmikill kostnaður væri hjá ríkinu vegna sjávarútvegsins og taldi meðal annars til Hafrannsóknarstofnun, sem stuðlaði að sjálfbærum veiðum, Fiskistofu og svo hluta Landhelgisgæslunnar. Milljarðar á milljarðatugi ofanSigmundur Davíð sagði þessa útreikninga Bjartrar hæpna. „Þetta er það sem í tíð Reagans Bandaríkjaforseta var kölluð vúduhagfræði eða vúdútölfræði, að fá það út að sjávarútvegur á Íslandi skili 0 krónum vegna þess að við þurfum að reka ráðuneyti og gæta fiskimiðanna og landhelginnar og vera með Hafrannsóknastofnun til að stunda sjálfbærar veiðar,“ sagði hann.Sigmundur benti á að íslenskur sjávarútvegur væri ekki niðurgreiddur af ríkinu en Björt spurði þá hvort það væri nóg.vísir/pjetur„En þar til viðbótar, og þessu virðist háttvirtur þingmaður algjörlega gleyma, skilar sjávarútvegurinn milljörðum á milljarðatugi ofan með óbeinum hætti til samfélagsins í formi fjárfestingar, launa, alls lags umsvifa bæði sjávarútvegsfyrirtækjanna sjálfra og þeirra fyrirtækja sem á einn eða annan hátt tengjast sjávarútveginum og þau eru býsna mörg,“ bætti hann svo við. Björt vísaði þessum ásökunum um vúdúhagfræði til föðurhúsanna, eins og hún orðaði það. „Þetta stendur beinlínis í frumvarpinu frá hæstvirtur fjármálaráðherra, frá þér karlinn minn, og fjármálaráðuneytið hefur bestu upplýsingar um þessa stöðu hverju sinni,“ sagði hún.Enginn ríkisstyrkur Sigmundur minnti þá einnig á að sjávarútvegur sé víðast hvar ríkisstyrktur; meðal annars í Noregi þar sem forsætisráðherra sagði að 20 þúsund íslenskar krónur, eða því sem nemur, sé greitt með hverju lönduðu tonni. Björt spurði þá hvort það væri nógu gott.„Er hæstvirtur ráðherra að segja að það sé í lagi, að það sé ásættanlegt, að ríkiskassinn komi nokkurn veginn út á sléttu? Af því að við erum ekki að ríkisstyrkja sjávarútveginn þá séum við bara góð að halda sjó í því? Er það í lagi þegar sjávarútvegurinn skilar sjálfum sér 13,5 milljörðum kr. í arð?“ Ekkert svar fékkst við því heldur endurtók Sigmundur að honum þætti framsetning þingkonunnar fráleit og að hún liti fram hjá allri fjárfestingu sem ætti sér stað í sjávarútvegi, öllum þeim tekjum sem ríkið fengi í formi tekna af hagnaði fyrirtækja, í formi tekna af launum, tekna af virðisaukaskatti, í formi útflutningsverðmæta og svo í formi veiðigjalda.
Alþingi Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Sjá meira