Segir að svar forsætisráðherra um stuðning Íslands við Íraksinnrásina sé „algerlega óboðlegt“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. desember 2015 13:05 Helgi Hjörvar spurði hvort Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vissi ekki af yfirlýsingu Davíðs Oddssonar frá 2003. Vísir/Valli „Er Davíð Oddsson ekki til? Misminnir mig að hér hafi setið forsætisráðherra sem heitir Davíð Oddsson eða er forsætisráðherra farinn að gleyma fleiru en kosningaloforðum sínum?“ spurði Helgi Hjörvar í umræðum um störf þingsins í morgun. Davíð var forsætisráðherra þegar yfirlýsingin um stuðning Íslands við innrásina í Írak var samþykkt.Vísir„Við að lesa svar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um aðild okkar að innrásinni í Írak er engu líkara en að Davíð Oddsson forsætisráðherra hafi aldrei með yfirlýsingu sinni 19. mars 2003 gert okkur að hluta af hinum viljugu þjóðum.“Ekki stuðningur við hernað Í svarinu sem Helgi vísaði til sagði Sigmundur Davíð forsætisráðherra að samþykki Íslands við að vera á lista hinna viljugu þjóða, eins og listi yfir stuðningsþjóðir við innrásina í Írak var kallaður, hafi ekki falið í sér stuðning við hernaðaraðgerðir. „Í aðeins einu tilviki hefur Ísland haft beina aðkomu að ákvörðun um hernaðaríhlutun en það var vegna árásarinnar á Líbýu árið 2011,“ sagði Sigmundur í svarinu og sagði að ef biðjast ætti afsökunar á einhverju þá væri það á þeirri ákvörðun.Sigmundur Davíð kannaðist ekki við að Ísland hefði stutt hernaðaraðgerðir í Írak.Vísir/StefánVill nýtt svar Helgi er allt annað en ánægður með svar forsætisráðherrans. „Það er algerlega óboðlegt að í formlegu svari til Alþingis láti forsætisráðherra eins og þessi yfirlýsing hafi aldrei verið gefin,“ sagði hann. „Jafn hörmuleg og hún var og jafn rík ástæða og það væri til að leyna yfirlýsingu Davíðs Oddssonar 19. mars 2003 og raun ber vitni, en það er því miður ekki hægt vegna þess að við vorum gerð ábyrg fyrir því sem þarna fór fram, illu heilli, herlaus og friðsöm þjóð sem alltaf höfðum verið það fram að því og vildum vera það,“ sagði hann. Helgi kallaði eftir því að Sigmundir myndi svara þinginu upp á nýtt. „Ég held að það sé full ástæða fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson að íhuga það að afturkalla svar sitt, svara þinginu aftur um þetta efni og sannarlega til að biðja afsökunar á þessum leiðu mistökum og hörmulegu,“ sagði hann svo að lokum. Alþingi Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
„Er Davíð Oddsson ekki til? Misminnir mig að hér hafi setið forsætisráðherra sem heitir Davíð Oddsson eða er forsætisráðherra farinn að gleyma fleiru en kosningaloforðum sínum?“ spurði Helgi Hjörvar í umræðum um störf þingsins í morgun. Davíð var forsætisráðherra þegar yfirlýsingin um stuðning Íslands við innrásina í Írak var samþykkt.Vísir„Við að lesa svar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um aðild okkar að innrásinni í Írak er engu líkara en að Davíð Oddsson forsætisráðherra hafi aldrei með yfirlýsingu sinni 19. mars 2003 gert okkur að hluta af hinum viljugu þjóðum.“Ekki stuðningur við hernað Í svarinu sem Helgi vísaði til sagði Sigmundur Davíð forsætisráðherra að samþykki Íslands við að vera á lista hinna viljugu þjóða, eins og listi yfir stuðningsþjóðir við innrásina í Írak var kallaður, hafi ekki falið í sér stuðning við hernaðaraðgerðir. „Í aðeins einu tilviki hefur Ísland haft beina aðkomu að ákvörðun um hernaðaríhlutun en það var vegna árásarinnar á Líbýu árið 2011,“ sagði Sigmundur í svarinu og sagði að ef biðjast ætti afsökunar á einhverju þá væri það á þeirri ákvörðun.Sigmundur Davíð kannaðist ekki við að Ísland hefði stutt hernaðaraðgerðir í Írak.Vísir/StefánVill nýtt svar Helgi er allt annað en ánægður með svar forsætisráðherrans. „Það er algerlega óboðlegt að í formlegu svari til Alþingis láti forsætisráðherra eins og þessi yfirlýsing hafi aldrei verið gefin,“ sagði hann. „Jafn hörmuleg og hún var og jafn rík ástæða og það væri til að leyna yfirlýsingu Davíðs Oddssonar 19. mars 2003 og raun ber vitni, en það er því miður ekki hægt vegna þess að við vorum gerð ábyrg fyrir því sem þarna fór fram, illu heilli, herlaus og friðsöm þjóð sem alltaf höfðum verið það fram að því og vildum vera það,“ sagði hann. Helgi kallaði eftir því að Sigmundir myndi svara þinginu upp á nýtt. „Ég held að það sé full ástæða fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson að íhuga það að afturkalla svar sitt, svara þinginu aftur um þetta efni og sannarlega til að biðja afsökunar á þessum leiðu mistökum og hörmulegu,“ sagði hann svo að lokum.
Alþingi Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira