Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði líklega lokað á morgun Aðalsteinn Kjartansson skrifar 6. desember 2015 22:59 Þegar er búið að ákveða að loka hringveginum frá Markarfljóti að Breiðamerkurlóni. Mynd úr safni. Vísir/Auðunn Vitlaust veður er í kortunum fyrir morgundaginn og hafa almannavarnir og lögregluembætti víða á landinu varað fólk við að vera á ferli. Spáð er austan ofsaveðri á morgun og fram á þriðjudag á öllu landinu með snjókomu og byl. Veðrið skellur fyrst á Suðurlandi og segir í tilkynningu frá almannavörnum að ekki sé ráðlegt að vera á ferðinni eftir klukkan 12 á hádegi. Á öðrum stöðum, þar með talið á höfuðborgarsvæðinu, er fólk varað við því að vera á ferðinni eftir klukkan fimm síðdegis. Vindaspákort Veðurstofu Íslands hefur sjaldan verið litríkara en dökki guli liturinn sem sést víða á þessari mynd táknar vind í kringum 40 metra á sekúndu. Gera má ráð fyrir mikilli ófærð á landinu öllu en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi hefur þegar verið ákveðið að loka hringveginum frá Markarfljóti að Breiðamerkurlóni fyrir allri umferð eftir hádegi á morgun. Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði verður einnig að öllum líkindum lokað klukkan fjögur síðdegis ef veðurspáin gengur eftir. Ekkert ferðaveður verður því á landinu. Samkvæmt tilkynningu almannavarna er talið að snjóflóðahætta muni aukast hratt samfara veðrinu en mikil úrkoma fylgir veðrinu í formi snjókomu sérstaklega á Norðurlandi og Austurlandi Veður Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Búvörulögin dæmd ólögmæt Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Búvörulögin dæmd ólögmæt Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Sjá meira
Vitlaust veður er í kortunum fyrir morgundaginn og hafa almannavarnir og lögregluembætti víða á landinu varað fólk við að vera á ferli. Spáð er austan ofsaveðri á morgun og fram á þriðjudag á öllu landinu með snjókomu og byl. Veðrið skellur fyrst á Suðurlandi og segir í tilkynningu frá almannavörnum að ekki sé ráðlegt að vera á ferðinni eftir klukkan 12 á hádegi. Á öðrum stöðum, þar með talið á höfuðborgarsvæðinu, er fólk varað við því að vera á ferðinni eftir klukkan fimm síðdegis. Vindaspákort Veðurstofu Íslands hefur sjaldan verið litríkara en dökki guli liturinn sem sést víða á þessari mynd táknar vind í kringum 40 metra á sekúndu. Gera má ráð fyrir mikilli ófærð á landinu öllu en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi hefur þegar verið ákveðið að loka hringveginum frá Markarfljóti að Breiðamerkurlóni fyrir allri umferð eftir hádegi á morgun. Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði verður einnig að öllum líkindum lokað klukkan fjögur síðdegis ef veðurspáin gengur eftir. Ekkert ferðaveður verður því á landinu. Samkvæmt tilkynningu almannavarna er talið að snjóflóðahætta muni aukast hratt samfara veðrinu en mikil úrkoma fylgir veðrinu í formi snjókomu sérstaklega á Norðurlandi og Austurlandi
Veður Mest lesið Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Búvörulögin dæmd ólögmæt Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Fleiri fréttir Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Búvörulögin dæmd ólögmæt Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Sjá meira