Leggja til sextán milljarða aukaútgjöld og sautján milljarða tekjur á móti Aðalsteinn Kjartansson skrifar 8. desember 2015 16:19 Stjórnarandstöðuflokkarnir sameinast um breytingartillögur við fjárlögin. Vísir/Ernir Stjórnarandstaðan leggur til að útgjöld ríkissjóðs verði hækkuð um 16 milljarða króna en að 17 milljarðar verði sóttir, meðal annars í gegnum orkuskatt. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Samfylkingar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata. „Tillögurnar sýna að mögulegt er að leggja aðrar áherslur við stjórn landsins og nýta bætta afkomu ríkissjóðs á sanngjarnari hátt,“ segir í yfirlýsingu flokkanna. Tillögurnar gera meðal annars ráð fyrir að elli- og örorkulífeyrir hækki afturvirkt og að Landspítalinn fái aukið fjármagn. Flokkarnir vilja hækka þak fæðingarorlofsgreiðslna upp í hálfa milljón og láta barnabætur hækka með hækkun á skerðingarviðmiðum. Þá er gert ráð fyrir hækkunum til háskóla og afléttingu fjöldatakmarkana í framhaldsskólum. „Allar þessar tillögur eru fjármagnaðar með auknum tekjum, hærri veiðigjöldum, arði af bönkum, orkuskatti á stóriðju og bættu skatteftirliti,“ segir í tilkynningu flokkanna. „Þar fyrir utan má minna á að á yfirstandandi kjörtímabili hefur stjórnarmeirihlutinn tekið fjölmargar ákvarðanir um lækkun tekna sem nemur tugum milljarða.“ „Þar má nefna lækkun veiðigjalds, afnám auðlegðarskatts, lækkun á tekjuskatti betur stæðra, afnám sykurskatts, auk þess að heykjast á alvöru gjaldtöku af ferðamönnum,“ segja flokkarnir og bæta við að tillögurnar geti skapað gríðarlegt viðbótarsvigrúm í ríkisrekstrinum.ÚtgjöldLandspítali viðhald 1.400Landspítali magnaukning 1.040Landspítali kjarasamningar 400Sjúkrahúsið á Akureyri 100Geðfatlaðir þjónusta, húsnæði 33Háskólar almennt 400Framhaldsskólar almennt 400Hækkun örorku og ellilífeyris 5.305Samgöngur nýframkvæmdir 700Viðhald vega 700Sóknaráætlun landshluta 400Fæðingarorlof hækkun 1.700Barnabætur 2.400Umboðsmaður Alþingis 15Fangelsismálastofnun 80Kynbundið ofbeldi 200Útlendingamál 200Stafræn íslenska 170Loftslagssjóður 200Græna hagkerfið 70Menningarmál 40Ríkisskattstjóri 58TekjurOrkuskattur 2.000Skatteftirlit 4.000Arður af bönkum 8.000Veiðigjöld 3.000 Alþingi Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Sjá meira
Stjórnarandstaðan leggur til að útgjöld ríkissjóðs verði hækkuð um 16 milljarða króna en að 17 milljarðar verði sóttir, meðal annars í gegnum orkuskatt. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu Samfylkingar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata. „Tillögurnar sýna að mögulegt er að leggja aðrar áherslur við stjórn landsins og nýta bætta afkomu ríkissjóðs á sanngjarnari hátt,“ segir í yfirlýsingu flokkanna. Tillögurnar gera meðal annars ráð fyrir að elli- og örorkulífeyrir hækki afturvirkt og að Landspítalinn fái aukið fjármagn. Flokkarnir vilja hækka þak fæðingarorlofsgreiðslna upp í hálfa milljón og láta barnabætur hækka með hækkun á skerðingarviðmiðum. Þá er gert ráð fyrir hækkunum til háskóla og afléttingu fjöldatakmarkana í framhaldsskólum. „Allar þessar tillögur eru fjármagnaðar með auknum tekjum, hærri veiðigjöldum, arði af bönkum, orkuskatti á stóriðju og bættu skatteftirliti,“ segir í tilkynningu flokkanna. „Þar fyrir utan má minna á að á yfirstandandi kjörtímabili hefur stjórnarmeirihlutinn tekið fjölmargar ákvarðanir um lækkun tekna sem nemur tugum milljarða.“ „Þar má nefna lækkun veiðigjalds, afnám auðlegðarskatts, lækkun á tekjuskatti betur stæðra, afnám sykurskatts, auk þess að heykjast á alvöru gjaldtöku af ferðamönnum,“ segja flokkarnir og bæta við að tillögurnar geti skapað gríðarlegt viðbótarsvigrúm í ríkisrekstrinum.ÚtgjöldLandspítali viðhald 1.400Landspítali magnaukning 1.040Landspítali kjarasamningar 400Sjúkrahúsið á Akureyri 100Geðfatlaðir þjónusta, húsnæði 33Háskólar almennt 400Framhaldsskólar almennt 400Hækkun örorku og ellilífeyris 5.305Samgöngur nýframkvæmdir 700Viðhald vega 700Sóknaráætlun landshluta 400Fæðingarorlof hækkun 1.700Barnabætur 2.400Umboðsmaður Alþingis 15Fangelsismálastofnun 80Kynbundið ofbeldi 200Útlendingamál 200Stafræn íslenska 170Loftslagssjóður 200Græna hagkerfið 70Menningarmál 40Ríkisskattstjóri 58TekjurOrkuskattur 2.000Skatteftirlit 4.000Arður af bönkum 8.000Veiðigjöld 3.000
Alþingi Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Sjá meira