Hið uppdiktaða sjálf Auðar Jakob Bjarnar skrifar 9. desember 2015 15:27 Vinnugalli Auðar eru náttfötin, nema í jólabókaflóði; þá þarf hún alltaf að vera að klæða sig. visir/gva Ef frá eru taldir glæpasagnahöfundarnir Arnaldur og Yrsa, fer Auður Jónsdóttir fyrir skáldsagnahöfundum á sölulistum. Ný bók hennar, Stóri skjálfti, fer vel í kaupendur jafnt sem gagnrýnendur. Auður er búsett í Berlín ásamt fjölskyldu sinni, Þórarni Leifssyni myndlistarmanni og rithöfundi og ungum syni þeirra. Hún er nú stödd á Íslandi, gagngert til að svamla í jólabókaflóðinu og taka þátt í öllu sem því fylgir. Auður er reyndar ekki að svamla á einhverju hundasundi, samkvæmt sölulistum er þetta skriðsund. „Það er svo góð sundkennsla í Berlín.“ Já, er það? „Sonur minn, á fimmta ári, er næstum því orðinn syndur, hann er í sundskóla þar.“ Djammið víkur fyrir settlegheitum og mandarínum Blaðamaður veit að rithöfundum finnst fátt eins leiðinlegt að tala um en bóksölulista en hann hlífir sjálfum sér hvergi né hliðrar sér frá heimskulegum spurningum og spyr Auði hvort bóksala skipti hana máli? „Auðvitað gerir hún það, upp á að fá salt í grautinn og vonandi rata líka til sinna. En satt að segja er jólabókaflóðið alltaf frekar óraunverulegt, maður vaknar og allt er svart úti og trítlar eftir blaðinu til að vita hvort manni verði klórað bak við eyrun eða slátrað og hvort sem verður, þá er engin útgönguleið. Stundum minnir það mig á bókina Áhyggjudúkkur eftir Steinar Braga, eins og ég sé föstu inni í henni.“ En, þú ert ekki að busla í jólabókaflóði í fyrsta skipti; venst þetta ekki? Hefurðu meira gaman að þessu nú en áður, hvernig er það? Auður segir að djammið, sem fylgdi jólabókavertíð, hafi verið skemmtilegt en nú hefur það vikið fyrir settlegheitum og mandarínum.visir/gva „Bæði og. Þegar ég var yngri var svo gaman að djamma og flækjast á milli staða, helst lesa fram á rauða nótt og flækjast á milli landshluta og hræra í kokkteilum með tilnefningarbréfahnífnum. Núna er ég orðin svo settleg að ég vil helst vera heima á kvöldin að borða mandarínur. En það er gaman að hitta lesendur og finna að bókin er eitthvað meira en bara hugarburður minn. Maður lærir líka á þessa vertíð, ef svo má segja. Þetta er að vissu leyti sjómennska, þessar síðustu vikur.“ Vill helst vera í náttfötunum Utanfrá séð er virðist þetta klikkuð staða – nú krefst starf rithöfundarins þess að sitja löngum stundum einn við skriftir en svo skyndilega, í jólabókaflóði, kemur fram eindregin krafan: Að rithöfundurinn breytist í útvortis fyrirbæri sem gert er að æpa á athygli. Þetta hlýtur að leggjast misjafnlega vel í mannskapinn? „Þetta er ákveðin rútína, maður flækist á milli staða í öllum veðrum og vindum og les upp úr bókinni sinni, stundum allt að því fjórum eða fimm sinnum á dag og það er vissulega skrýtinn raunveruleiki, allt annar en mín daglega rútína við skrifborðið. Flesta daga er ég á náttfötunum fram eftir degi að skrifa og ennþá jafnvel þegar ég sæki son minn í leikskólann.“ Og þér finnst best að vera bara á sloppnum? „Flesta daga, það er þegar ekki er jólabókaflóð; þá þarf ég alltaf að vera að klæða mig.“ Bókin er skrítinn draumur Aðdáendur Auðar, sem telja sig til þekkja, þykjast þekkja persónur og atburði sem tengja má beint við höfundinn. Og Auður hefur svo sem aldrei, ekki í sjálfu sér, dregið fjöður yfir það að kveikja verka hennar eru atburðir úr eigin lífi, hennar umhverfi; en þú kýst samt að kalla þetta skáldskap; af hverju er það? „Í rauninni finnst mér bókin vera skrýtinn draumur, ég var í svo allt öðrum veruleika þegar ég skrifaði hana en ég er í hérna, núna, í jólabókaflóðinu. Af því þetta er skáldskapur. Það sem ég geri er að nota eitthvað sem ég þekki vel, jafnvel á eigin skinni, til að nota ýmist sem ramma eða krydd til að gera sjálfan skáldskapinn trúverðugan,“ segir Auður og hugsar sig um. Halldór Laxness, var að sögn barnabarns hans, fyrst og fremst eigin skáldskapur; skáldsaga í lifanda lífi.visir/gva „Stundum veit ég samt ekki, reyndar oft, hvað er skáldskapur og hvað eitthvað sem ég hef lifað. Það rennur allt saman þegar ég er búin að sulla því saman í bók og ómögulegt að greina í sundur eftir það. Eins og sérstaklega í Ósjálfrátt (2012). En í þessari bók er önnur aðferð, ég nota sjúkdóma sem ég þekki en persónurnar eiga ekki fyrirmyndir úr mínu nánasta umhverfi, öfugt við Ósjálfrátt.“ Halldór Laxness var skáldsaga sjálfur í lifanda lífi En, má þetta ekki heita partur af þessu útjaskaða tímans tákni, póstmódernismanum; hvar eitt einkenni er einmitt þessi árás á sögumanninn; höfundurinn er alltaf að kássast uppá hann. Þetta fyrirbæri sem afi þinn Halldór Laxness kallar X og taldi sig vera lausan við í leikritun? (Spyr blaðamaður og er ánægður með sig; að hafa tekist að lauma nóbelsskáldinu að með þessum lymskulega hætti.) Að má út skil milli skáldskapar og veruleika? „Ég veit ekki hvað það heitir, það er bara svona sem ég vinn og það er misjafnt eftir bókum. Ég hugsa að allir höfundar geri þetta, að nota eitthvað úr eigin lífi eða eigin skynjun því það er eina haldreipið sem þeir hafa í þeim heimi sem þeir skapa því hann hlýtur óhjákvæmilega að fæðast upp úr hugarheimi þeirra. Allar bækurnar mínar, nema Ósjálfrátt, eru pjúra skáldsögur, en að sjálfsögðu nota ég atburði og skynjun úr eigin lífi og annarra til að styrkja skáldskapinn. Svo er líka annað: hvað er skáldskapur og hvað er veruleiki? Erum við ekki okkar eigin skáldskapur? Hvað varðar afa þá var hann mjög mótsagnakenndur maður og sagði eitt einn daginn og annað þann næsta. Hann var kannski fyrst og fremst eigin skáldskapur. Sitt uppdiktaða sjálf. Hann er eiginlega gangandi dæmi um hvernig maður getur verið skáldsaga í lifanda lífi,“ segir Auður og kímir. Tækifærissinnaðar minningar Í framhaldi af þessu; þetta hlýtur að mega heita rétt hjá þér, maðurinn er afsprengi umhverfis síns og rithöfundurinn hlýtur að draga þræði þaðan í vef sinn; en á það hefur verið bent, til dæmis af Guðbergi, að þetta séu sérlega sjálfhverfir tímar nú og þá eru nefndir áberandi höfundar eins og Jón Gnarr og Hallgrímur til sögunnar. Hvað sýnist þér um það? Er þetta til marks um sjálfhverfu tímans eða kannski það að höfundar séu umbúðalausari? Auður við Kjarvalsstaði, sem er eitt sögusvið bókar hennar Stóra skjálfta, sú skáldsaga sem vinsælust er þessa dagana.visir/gva „Mér finnst bara að allir eigi að skrifa allt, sama hvað Guðbergi eða mér finnst um það, svo leiðir tíminn í ljós hvað er hvað og hvers vegna. Þessi skil eru vissulega spennandi, einmitt vegna þess hversu óljós þau eru og bjóða upp á spennandi umræður og sitt sýnist yfirleitt hverjum því hver og einn er náttúrlega niðurnjörvarðu af eigin skynjun. Það er spennandi hvernig tvær manneskjur geta verið á sama stað en samt upplifað hann eins og tvo ólíka staði, eins og til dæmis raunin virðist vera með fólkið á Núpi. Ég held að skynjun hvers og eins sé sönn, á sinn einstaka hátt. Og það er svo spennandi, hvernig óteljandi sögur geta gerst á einum og sama blettinum og á sama augnablikinu. Í rauninni held ég líka að það sé hægt að segja meiri sannleika í skáldskap heldur en sjálfsævisögulegu verki því í skáldskapnum er maður svo frjáls. Öll þessi verk eiga rétt á sér.“ Já, eða ... já. En, þá komum við óhjákvæmilega aftur að skilgreiningum; þú segir að minningar séu sannar, en af hverju eru þetta þá ekki flokkað sem ævisögur fremur en skáldskapur? „Minningar eru nefnilega ekki sannar. Þær eru skáldskapur okkar og breytilegar í tímans rás. Við erum þær en þær eru svo tækifærissinnaðar og tilviljanakenndar að við getum aldrei verið annað en hugarburður okkar. En þar sem skáldskapurinn er sannur hljóta minningarnar að vera það líka á sinn hátt. Þú hlýtur að hafa upplifað að muna eitthvað allt öðruvísi en einhver ættingi eða vera óviss um hvað sé draumur og hvað veruleiki og hvað fyllerí eða kannski saga sem þú heyrðir af sjálfum þér?“ Auður segir ritun nýju bókarinnar hafa tekið á: "Ég steig inn í eitthvað sem var mjög satt í sjálfri mér og hafði verið lengi grafið en notaði skáldskapinn til að vinna með það.“visir/gva Óttar Guðmundsson smyglar sér inn í viðtalið Jújú, ég hef heyrt margar sögur af sjálfum mér, en flestar eru nú þannig að það er vonlaust að rugla þeim saman við raunveruleikann. En, þá verð ég að fá að spyrja þig spurningar sem er kannski ekki alveg eins mikil klisja og ætla má, ef við skoðum samhengið; gekkstu nærri þér við skrif Stóra skjálfta? „Já, ég gerði það. Á lúmskan hátt.“ Hvernig þá? „Ég steig inn í eitthvað sem var mjög satt í sjálfri mér og hafði verið lengi grafið en notaði skáldskapinn til að vinna með það.“ Og þetta eitthvað var hvað? „Hlutir í minninu sem ég hafði lengi verið óviss um hvort væru ímyndun eða ekki, en ég vann úr þeim með því að búa til söguhetjur og atburðarás sem á ekkert skylt við mitt líf og fékk útrás þannig.“ Þú ert þá þeirrar skoðunar að skriftir hafi þerapískt gildi? „Já, ég fór einu sinni til sálfræðings, í einn tíma, og hún sagði að ég væri svo heppin að hafa skriftirnar, þó að ég væri að skrifa um eitthvað allt annað ... það væri svo mikil útrás fólgin í gjörningnum að skrifa. Þessi saga er að vissu leyti sannari en hinar sögurnar mínar.“ Þannig að geðlæknum er meinilla við rithöfunda? Bad for buisness? „Sennilega, eða þeim ætti kannski að vera illa við kennslu í skapandi skrifum. Ef þeir eru ekki rithöfundar sjálfir. Eins og Óttar Guðmundsson.“ Á flótta undan Sigmundi Davíð Alveg óvart erum við farin að tala um Óttar Guðmundsson geðlækni og rithöfund og því vert að venda sínu kvæði í kross. Þú hefur verið á flakki milli Íslands og annarra landa nánast alla tíð; hvaða flökkueðli er þetta? Þegar Auður sá Sigmund Davíð í Vísi, og úti var vont veður, sendi hún Tóta manni sínum póst og sagðist vilja flytja út.visir/gva „Pabbi segir að það sé sígaunablóðið úr sinni ætt, föðurafi minn var enskukennari í MR en svo mikill flakkari að hann skrapp oft til suður- landa um helgar, hann var nefnilega líka fararstjóri. En að öllu gríni slepptu þá er ég líklega bara eirðarlaus að upplagi, kannski því ég bjó í Englandi sem krakki og gerðist síðan vandræðaunglingur sem var á stöðugum flækingi þangað til ég giftist fyrrum götumálara. Ég held að það hafi áhrif á börn að búa eitthvað í útlöndum.“ Þeir í ríkisstjórninni, og þá ekki síður Sigurður Már og Jóhannes Þór í stjórnarráðinu, verða ánægðir með að heyra þetta, reglulegur flótti frá Íslandi hefur sem sagt ekkert með Sigmund Davíð að gera? „Jú, líka Sigmund.“ Nú? „Raunar ákvað ég að flytja út rétt eftir að ríkistjórnin kom til valda, og flytja ekki heim fyrr en hún færi aftur frá völdum, vonandi ekki lengur en eitt kjörtímabil. Ég sendi Tóta póst, það var vont veður úti og ég las einhver leiðindi um Sigmund á Vísi og sendi honum semsagt póst og heimtaði að við myndum flytja út. Svo hann fór í að finna íbúð. Þetta er reyndar alveg dagsatt, það bara þyrmdi yfir mig í slagveðri með Sigmund á tölvuskjánum.“ Auður og fjölskylda hafa síðan verið búsett í Berlín, í rúm tvö ár. En, hvað höfðuð þið þá verið lengi á Íslandi? „Fimm ár, við hröktumst heim í hruninu, bjuggum þá í Barcelona og höfðum þá verið fimm ár út, þrjú í Kaupmannahöfn og tvö í Barcelona. Við áttum ekkert og þurftum að flytja inn á bróður minn fyrst í stað, á lofti fyrir ofan pizzustað á Ísafirði.“ Vill færa sig nær blaðamennsku Já. Það var og. En, aftur að jólabókaflóðinu, ég verð eiginlega að spyrja þig; ertu viðkvæm fyrir gagnrýni og svona því sem fylgir þessu flóði -- eins og til dæmis næst verstu bókakápunni og slíku? Auður við Miklubrautina, sem er að einhverju leyti sögusvið hinnar nýju bókar. Nú fer hún um víðan völl og les uppúr bókinni við miklar vinsældir.visir/gva „Nei, ekki fyrir slíku en auðvitað er mér annt um bókina, það fer reyndar því eftir því hver skrifar, sumum krítíkerum tek ég almennt meira mark á en öðrum og það getur verið sárt þegar einhver sem maður virðir í þessum efnum setur út á eitthvað. En annars er reynsla mín í þessum efnum sú að þær bækur sem fara hæst fá yfirleitt líka hörðustu gagnrýnina svo maður verður bara að vera temmilega stóískur og reyna að horfa á heildarmyndina.“ Og, hvað tekur við hjá þér núna? „Mig langar (og ég segi þetta ekki bara til að kæta þig) að blanda saman meiri heimildavinnu, nánast blaðamannaaðferðum, saman við skáldskapinn. Rannsaka umhverfi mitt.“ Ertu viss um að þú hafir ekki haft of mikið saman við Mikael Torfason að sælda, við upplestur að undanförnu? „Mér finnst hans aðferð virkilega spennandi, satt að segja, að nota aðferðir blaðamanns til að rannsaka eigið líf. En mig langar meira til að rannsaka umhverfið í kringum mig. Það er svo margt spennandi að gerast núna í Berlín. Og mig langar hreinlega til að skoða það allt saman.“ Höfundatal Bókmenntir Tengdar fréttir Vantar fleiri lesbíur í skáldskapinn Lilja Sigurðardóttir segir það í tísku að hreyta ónotum í glæpasögurnar. 3. desember 2015 13:37 Fleiri en Balti í bíómyndum Ólafur Gunnarsson hótar því að færa sig alfarið yfir í handritaskrif – nýja skáldsagan var næstum gengin af honum dauðum. 23. nóvember 2015 15:33 Einlægt og opinskátt viðtal við rithöfund Ágúst Borgþór varðandi rithöfundalaun -- hann sér ekki Gyrði fyrir sér á dv.is að vinna fyrir salti í grautinn. 30. nóvember 2015 10:59 Ekki allir ánægðir með ljóðabröltið hans Bubba Bubbi mokar ljóðabók sinni út og bókin nú komin í 3. prentun. 2. desember 2015 16:48 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ef frá eru taldir glæpasagnahöfundarnir Arnaldur og Yrsa, fer Auður Jónsdóttir fyrir skáldsagnahöfundum á sölulistum. Ný bók hennar, Stóri skjálfti, fer vel í kaupendur jafnt sem gagnrýnendur. Auður er búsett í Berlín ásamt fjölskyldu sinni, Þórarni Leifssyni myndlistarmanni og rithöfundi og ungum syni þeirra. Hún er nú stödd á Íslandi, gagngert til að svamla í jólabókaflóðinu og taka þátt í öllu sem því fylgir. Auður er reyndar ekki að svamla á einhverju hundasundi, samkvæmt sölulistum er þetta skriðsund. „Það er svo góð sundkennsla í Berlín.“ Já, er það? „Sonur minn, á fimmta ári, er næstum því orðinn syndur, hann er í sundskóla þar.“ Djammið víkur fyrir settlegheitum og mandarínum Blaðamaður veit að rithöfundum finnst fátt eins leiðinlegt að tala um en bóksölulista en hann hlífir sjálfum sér hvergi né hliðrar sér frá heimskulegum spurningum og spyr Auði hvort bóksala skipti hana máli? „Auðvitað gerir hún það, upp á að fá salt í grautinn og vonandi rata líka til sinna. En satt að segja er jólabókaflóðið alltaf frekar óraunverulegt, maður vaknar og allt er svart úti og trítlar eftir blaðinu til að vita hvort manni verði klórað bak við eyrun eða slátrað og hvort sem verður, þá er engin útgönguleið. Stundum minnir það mig á bókina Áhyggjudúkkur eftir Steinar Braga, eins og ég sé föstu inni í henni.“ En, þú ert ekki að busla í jólabókaflóði í fyrsta skipti; venst þetta ekki? Hefurðu meira gaman að þessu nú en áður, hvernig er það? Auður segir að djammið, sem fylgdi jólabókavertíð, hafi verið skemmtilegt en nú hefur það vikið fyrir settlegheitum og mandarínum.visir/gva „Bæði og. Þegar ég var yngri var svo gaman að djamma og flækjast á milli staða, helst lesa fram á rauða nótt og flækjast á milli landshluta og hræra í kokkteilum með tilnefningarbréfahnífnum. Núna er ég orðin svo settleg að ég vil helst vera heima á kvöldin að borða mandarínur. En það er gaman að hitta lesendur og finna að bókin er eitthvað meira en bara hugarburður minn. Maður lærir líka á þessa vertíð, ef svo má segja. Þetta er að vissu leyti sjómennska, þessar síðustu vikur.“ Vill helst vera í náttfötunum Utanfrá séð er virðist þetta klikkuð staða – nú krefst starf rithöfundarins þess að sitja löngum stundum einn við skriftir en svo skyndilega, í jólabókaflóði, kemur fram eindregin krafan: Að rithöfundurinn breytist í útvortis fyrirbæri sem gert er að æpa á athygli. Þetta hlýtur að leggjast misjafnlega vel í mannskapinn? „Þetta er ákveðin rútína, maður flækist á milli staða í öllum veðrum og vindum og les upp úr bókinni sinni, stundum allt að því fjórum eða fimm sinnum á dag og það er vissulega skrýtinn raunveruleiki, allt annar en mín daglega rútína við skrifborðið. Flesta daga er ég á náttfötunum fram eftir degi að skrifa og ennþá jafnvel þegar ég sæki son minn í leikskólann.“ Og þér finnst best að vera bara á sloppnum? „Flesta daga, það er þegar ekki er jólabókaflóð; þá þarf ég alltaf að vera að klæða mig.“ Bókin er skrítinn draumur Aðdáendur Auðar, sem telja sig til þekkja, þykjast þekkja persónur og atburði sem tengja má beint við höfundinn. Og Auður hefur svo sem aldrei, ekki í sjálfu sér, dregið fjöður yfir það að kveikja verka hennar eru atburðir úr eigin lífi, hennar umhverfi; en þú kýst samt að kalla þetta skáldskap; af hverju er það? „Í rauninni finnst mér bókin vera skrýtinn draumur, ég var í svo allt öðrum veruleika þegar ég skrifaði hana en ég er í hérna, núna, í jólabókaflóðinu. Af því þetta er skáldskapur. Það sem ég geri er að nota eitthvað sem ég þekki vel, jafnvel á eigin skinni, til að nota ýmist sem ramma eða krydd til að gera sjálfan skáldskapinn trúverðugan,“ segir Auður og hugsar sig um. Halldór Laxness, var að sögn barnabarns hans, fyrst og fremst eigin skáldskapur; skáldsaga í lifanda lífi.visir/gva „Stundum veit ég samt ekki, reyndar oft, hvað er skáldskapur og hvað eitthvað sem ég hef lifað. Það rennur allt saman þegar ég er búin að sulla því saman í bók og ómögulegt að greina í sundur eftir það. Eins og sérstaklega í Ósjálfrátt (2012). En í þessari bók er önnur aðferð, ég nota sjúkdóma sem ég þekki en persónurnar eiga ekki fyrirmyndir úr mínu nánasta umhverfi, öfugt við Ósjálfrátt.“ Halldór Laxness var skáldsaga sjálfur í lifanda lífi En, má þetta ekki heita partur af þessu útjaskaða tímans tákni, póstmódernismanum; hvar eitt einkenni er einmitt þessi árás á sögumanninn; höfundurinn er alltaf að kássast uppá hann. Þetta fyrirbæri sem afi þinn Halldór Laxness kallar X og taldi sig vera lausan við í leikritun? (Spyr blaðamaður og er ánægður með sig; að hafa tekist að lauma nóbelsskáldinu að með þessum lymskulega hætti.) Að má út skil milli skáldskapar og veruleika? „Ég veit ekki hvað það heitir, það er bara svona sem ég vinn og það er misjafnt eftir bókum. Ég hugsa að allir höfundar geri þetta, að nota eitthvað úr eigin lífi eða eigin skynjun því það er eina haldreipið sem þeir hafa í þeim heimi sem þeir skapa því hann hlýtur óhjákvæmilega að fæðast upp úr hugarheimi þeirra. Allar bækurnar mínar, nema Ósjálfrátt, eru pjúra skáldsögur, en að sjálfsögðu nota ég atburði og skynjun úr eigin lífi og annarra til að styrkja skáldskapinn. Svo er líka annað: hvað er skáldskapur og hvað er veruleiki? Erum við ekki okkar eigin skáldskapur? Hvað varðar afa þá var hann mjög mótsagnakenndur maður og sagði eitt einn daginn og annað þann næsta. Hann var kannski fyrst og fremst eigin skáldskapur. Sitt uppdiktaða sjálf. Hann er eiginlega gangandi dæmi um hvernig maður getur verið skáldsaga í lifanda lífi,“ segir Auður og kímir. Tækifærissinnaðar minningar Í framhaldi af þessu; þetta hlýtur að mega heita rétt hjá þér, maðurinn er afsprengi umhverfis síns og rithöfundurinn hlýtur að draga þræði þaðan í vef sinn; en á það hefur verið bent, til dæmis af Guðbergi, að þetta séu sérlega sjálfhverfir tímar nú og þá eru nefndir áberandi höfundar eins og Jón Gnarr og Hallgrímur til sögunnar. Hvað sýnist þér um það? Er þetta til marks um sjálfhverfu tímans eða kannski það að höfundar séu umbúðalausari? Auður við Kjarvalsstaði, sem er eitt sögusvið bókar hennar Stóra skjálfta, sú skáldsaga sem vinsælust er þessa dagana.visir/gva „Mér finnst bara að allir eigi að skrifa allt, sama hvað Guðbergi eða mér finnst um það, svo leiðir tíminn í ljós hvað er hvað og hvers vegna. Þessi skil eru vissulega spennandi, einmitt vegna þess hversu óljós þau eru og bjóða upp á spennandi umræður og sitt sýnist yfirleitt hverjum því hver og einn er náttúrlega niðurnjörvarðu af eigin skynjun. Það er spennandi hvernig tvær manneskjur geta verið á sama stað en samt upplifað hann eins og tvo ólíka staði, eins og til dæmis raunin virðist vera með fólkið á Núpi. Ég held að skynjun hvers og eins sé sönn, á sinn einstaka hátt. Og það er svo spennandi, hvernig óteljandi sögur geta gerst á einum og sama blettinum og á sama augnablikinu. Í rauninni held ég líka að það sé hægt að segja meiri sannleika í skáldskap heldur en sjálfsævisögulegu verki því í skáldskapnum er maður svo frjáls. Öll þessi verk eiga rétt á sér.“ Já, eða ... já. En, þá komum við óhjákvæmilega aftur að skilgreiningum; þú segir að minningar séu sannar, en af hverju eru þetta þá ekki flokkað sem ævisögur fremur en skáldskapur? „Minningar eru nefnilega ekki sannar. Þær eru skáldskapur okkar og breytilegar í tímans rás. Við erum þær en þær eru svo tækifærissinnaðar og tilviljanakenndar að við getum aldrei verið annað en hugarburður okkar. En þar sem skáldskapurinn er sannur hljóta minningarnar að vera það líka á sinn hátt. Þú hlýtur að hafa upplifað að muna eitthvað allt öðruvísi en einhver ættingi eða vera óviss um hvað sé draumur og hvað veruleiki og hvað fyllerí eða kannski saga sem þú heyrðir af sjálfum þér?“ Auður segir ritun nýju bókarinnar hafa tekið á: "Ég steig inn í eitthvað sem var mjög satt í sjálfri mér og hafði verið lengi grafið en notaði skáldskapinn til að vinna með það.“visir/gva Óttar Guðmundsson smyglar sér inn í viðtalið Jújú, ég hef heyrt margar sögur af sjálfum mér, en flestar eru nú þannig að það er vonlaust að rugla þeim saman við raunveruleikann. En, þá verð ég að fá að spyrja þig spurningar sem er kannski ekki alveg eins mikil klisja og ætla má, ef við skoðum samhengið; gekkstu nærri þér við skrif Stóra skjálfta? „Já, ég gerði það. Á lúmskan hátt.“ Hvernig þá? „Ég steig inn í eitthvað sem var mjög satt í sjálfri mér og hafði verið lengi grafið en notaði skáldskapinn til að vinna með það.“ Og þetta eitthvað var hvað? „Hlutir í minninu sem ég hafði lengi verið óviss um hvort væru ímyndun eða ekki, en ég vann úr þeim með því að búa til söguhetjur og atburðarás sem á ekkert skylt við mitt líf og fékk útrás þannig.“ Þú ert þá þeirrar skoðunar að skriftir hafi þerapískt gildi? „Já, ég fór einu sinni til sálfræðings, í einn tíma, og hún sagði að ég væri svo heppin að hafa skriftirnar, þó að ég væri að skrifa um eitthvað allt annað ... það væri svo mikil útrás fólgin í gjörningnum að skrifa. Þessi saga er að vissu leyti sannari en hinar sögurnar mínar.“ Þannig að geðlæknum er meinilla við rithöfunda? Bad for buisness? „Sennilega, eða þeim ætti kannski að vera illa við kennslu í skapandi skrifum. Ef þeir eru ekki rithöfundar sjálfir. Eins og Óttar Guðmundsson.“ Á flótta undan Sigmundi Davíð Alveg óvart erum við farin að tala um Óttar Guðmundsson geðlækni og rithöfund og því vert að venda sínu kvæði í kross. Þú hefur verið á flakki milli Íslands og annarra landa nánast alla tíð; hvaða flökkueðli er þetta? Þegar Auður sá Sigmund Davíð í Vísi, og úti var vont veður, sendi hún Tóta manni sínum póst og sagðist vilja flytja út.visir/gva „Pabbi segir að það sé sígaunablóðið úr sinni ætt, föðurafi minn var enskukennari í MR en svo mikill flakkari að hann skrapp oft til suður- landa um helgar, hann var nefnilega líka fararstjóri. En að öllu gríni slepptu þá er ég líklega bara eirðarlaus að upplagi, kannski því ég bjó í Englandi sem krakki og gerðist síðan vandræðaunglingur sem var á stöðugum flækingi þangað til ég giftist fyrrum götumálara. Ég held að það hafi áhrif á börn að búa eitthvað í útlöndum.“ Þeir í ríkisstjórninni, og þá ekki síður Sigurður Már og Jóhannes Þór í stjórnarráðinu, verða ánægðir með að heyra þetta, reglulegur flótti frá Íslandi hefur sem sagt ekkert með Sigmund Davíð að gera? „Jú, líka Sigmund.“ Nú? „Raunar ákvað ég að flytja út rétt eftir að ríkistjórnin kom til valda, og flytja ekki heim fyrr en hún færi aftur frá völdum, vonandi ekki lengur en eitt kjörtímabil. Ég sendi Tóta póst, það var vont veður úti og ég las einhver leiðindi um Sigmund á Vísi og sendi honum semsagt póst og heimtaði að við myndum flytja út. Svo hann fór í að finna íbúð. Þetta er reyndar alveg dagsatt, það bara þyrmdi yfir mig í slagveðri með Sigmund á tölvuskjánum.“ Auður og fjölskylda hafa síðan verið búsett í Berlín, í rúm tvö ár. En, hvað höfðuð þið þá verið lengi á Íslandi? „Fimm ár, við hröktumst heim í hruninu, bjuggum þá í Barcelona og höfðum þá verið fimm ár út, þrjú í Kaupmannahöfn og tvö í Barcelona. Við áttum ekkert og þurftum að flytja inn á bróður minn fyrst í stað, á lofti fyrir ofan pizzustað á Ísafirði.“ Vill færa sig nær blaðamennsku Já. Það var og. En, aftur að jólabókaflóðinu, ég verð eiginlega að spyrja þig; ertu viðkvæm fyrir gagnrýni og svona því sem fylgir þessu flóði -- eins og til dæmis næst verstu bókakápunni og slíku? Auður við Miklubrautina, sem er að einhverju leyti sögusvið hinnar nýju bókar. Nú fer hún um víðan völl og les uppúr bókinni við miklar vinsældir.visir/gva „Nei, ekki fyrir slíku en auðvitað er mér annt um bókina, það fer reyndar því eftir því hver skrifar, sumum krítíkerum tek ég almennt meira mark á en öðrum og það getur verið sárt þegar einhver sem maður virðir í þessum efnum setur út á eitthvað. En annars er reynsla mín í þessum efnum sú að þær bækur sem fara hæst fá yfirleitt líka hörðustu gagnrýnina svo maður verður bara að vera temmilega stóískur og reyna að horfa á heildarmyndina.“ Og, hvað tekur við hjá þér núna? „Mig langar (og ég segi þetta ekki bara til að kæta þig) að blanda saman meiri heimildavinnu, nánast blaðamannaaðferðum, saman við skáldskapinn. Rannsaka umhverfi mitt.“ Ertu viss um að þú hafir ekki haft of mikið saman við Mikael Torfason að sælda, við upplestur að undanförnu? „Mér finnst hans aðferð virkilega spennandi, satt að segja, að nota aðferðir blaðamanns til að rannsaka eigið líf. En mig langar meira til að rannsaka umhverfið í kringum mig. Það er svo margt spennandi að gerast núna í Berlín. Og mig langar hreinlega til að skoða það allt saman.“
Höfundatal Bókmenntir Tengdar fréttir Vantar fleiri lesbíur í skáldskapinn Lilja Sigurðardóttir segir það í tísku að hreyta ónotum í glæpasögurnar. 3. desember 2015 13:37 Fleiri en Balti í bíómyndum Ólafur Gunnarsson hótar því að færa sig alfarið yfir í handritaskrif – nýja skáldsagan var næstum gengin af honum dauðum. 23. nóvember 2015 15:33 Einlægt og opinskátt viðtal við rithöfund Ágúst Borgþór varðandi rithöfundalaun -- hann sér ekki Gyrði fyrir sér á dv.is að vinna fyrir salti í grautinn. 30. nóvember 2015 10:59 Ekki allir ánægðir með ljóðabröltið hans Bubba Bubbi mokar ljóðabók sinni út og bókin nú komin í 3. prentun. 2. desember 2015 16:48 Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Skellti sér á djammið Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Vantar fleiri lesbíur í skáldskapinn Lilja Sigurðardóttir segir það í tísku að hreyta ónotum í glæpasögurnar. 3. desember 2015 13:37
Fleiri en Balti í bíómyndum Ólafur Gunnarsson hótar því að færa sig alfarið yfir í handritaskrif – nýja skáldsagan var næstum gengin af honum dauðum. 23. nóvember 2015 15:33
Einlægt og opinskátt viðtal við rithöfund Ágúst Borgþór varðandi rithöfundalaun -- hann sér ekki Gyrði fyrir sér á dv.is að vinna fyrir salti í grautinn. 30. nóvember 2015 10:59
Ekki allir ánægðir með ljóðabröltið hans Bubba Bubbi mokar ljóðabók sinni út og bókin nú komin í 3. prentun. 2. desember 2015 16:48