Snjórinn stoppar ekki hafnargarðsmenn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. nóvember 2015 15:33 Vinna við að fjarlægja hafnargarðinn við Austurbakka við Reykjavíkurhöfn heldur áfram þrátt fyrir mikla snjókomu undanfarna daga. Þegar Vísir leit við á svæðinu voru starfsmenn í óðaönn við að undirbúa flutninga á steinunum. Verkið hófst á föstudaginn og voru þá fjarlægðir 32 steinir en alls þarf að merkja og fjarlæga á milli fimmtán til sextán hundrað steina. Eins og sjá á meðfylgjandi myndbandi er þetta þriggja manna verk, einn sópar snjóinn af, annar borar holu fyrir merkinguna og sá þriðji festir blikkmerki á steininn svo menn viti hvar hver steinn á að fara þegar þessu verður öllu raðað saman á nýjan leik.Hver og einn steinn fær svona tölusetta merkingu.Vísir/TPTSnjókoman kætti ekki þá sem sjá um að fjarlægja steinana. Markús Guðjónsson, skrúðgarðyrkjumeistari, fer með yfirumsjón við fjarlægingu hafnargarðsins og hann segir verkið ganga rólega en þó miði mönnum áfram. Hann vonast til þess að daglega takist að fjarlægja mun fleiri en 30 steina á dag en viðurkennir að snjórinn muni hægja á verkinu. „Við erum að gera okkur vonir um að þetta verði á bilinu áttatíu til hundrað steinar á dag. Veðrið var ekki til þess að kæta okkur og snjórinn mun setja strik í reikninginn varðandi flutninga,“ en líkt og áður hefur komið fram verða steinarnir fluttir út á Granda á svæði Faxaflóhafna þar sem þeir verða geymdir þangað til að þeir rísa á ný. Markús reiknar með að það muni taka um einn og hálfan til tvo mánuði að ljúka verkinu en í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá aðstæður og hvernig verkið er unnið. Veður Tengdar fréttir Hafnargarðsmálið leyst: Verður fjarlægður og settur aftur upp Stefnt er að því að hafnargarðurinn verði sýnilegur og aðgengilegur almenningi sem hluti af þeim byggingum sem reistar verða á Austurbakka. 11. nóvember 2015 15:48 Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00 Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fleiri fréttir Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af eftir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Sjá meira
Vinna við að fjarlægja hafnargarðinn við Austurbakka við Reykjavíkurhöfn heldur áfram þrátt fyrir mikla snjókomu undanfarna daga. Þegar Vísir leit við á svæðinu voru starfsmenn í óðaönn við að undirbúa flutninga á steinunum. Verkið hófst á föstudaginn og voru þá fjarlægðir 32 steinir en alls þarf að merkja og fjarlæga á milli fimmtán til sextán hundrað steina. Eins og sjá á meðfylgjandi myndbandi er þetta þriggja manna verk, einn sópar snjóinn af, annar borar holu fyrir merkinguna og sá þriðji festir blikkmerki á steininn svo menn viti hvar hver steinn á að fara þegar þessu verður öllu raðað saman á nýjan leik.Hver og einn steinn fær svona tölusetta merkingu.Vísir/TPTSnjókoman kætti ekki þá sem sjá um að fjarlægja steinana. Markús Guðjónsson, skrúðgarðyrkjumeistari, fer með yfirumsjón við fjarlægingu hafnargarðsins og hann segir verkið ganga rólega en þó miði mönnum áfram. Hann vonast til þess að daglega takist að fjarlægja mun fleiri en 30 steina á dag en viðurkennir að snjórinn muni hægja á verkinu. „Við erum að gera okkur vonir um að þetta verði á bilinu áttatíu til hundrað steinar á dag. Veðrið var ekki til þess að kæta okkur og snjórinn mun setja strik í reikninginn varðandi flutninga,“ en líkt og áður hefur komið fram verða steinarnir fluttir út á Granda á svæði Faxaflóhafna þar sem þeir verða geymdir þangað til að þeir rísa á ný. Markús reiknar með að það muni taka um einn og hálfan til tvo mánuði að ljúka verkinu en í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá aðstæður og hvernig verkið er unnið.
Veður Tengdar fréttir Hafnargarðsmálið leyst: Verður fjarlægður og settur aftur upp Stefnt er að því að hafnargarðurinn verði sýnilegur og aðgengilegur almenningi sem hluti af þeim byggingum sem reistar verða á Austurbakka. 11. nóvember 2015 15:48 Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00 Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Fleiri fréttir Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af eftir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Sjá meira
Hafnargarðsmálið leyst: Verður fjarlægður og settur aftur upp Stefnt er að því að hafnargarðurinn verði sýnilegur og aðgengilegur almenningi sem hluti af þeim byggingum sem reistar verða á Austurbakka. 11. nóvember 2015 15:48
Hafnargarðurinn: Um hvað var deilt? Upprifjun á deilum um friðun hafnargarðsins við Austurbakka. 11. nóvember 2015 16:00