Frostrósir breyttu aðventunni Elín Albertsdóttir skrifar 21. nóvember 2015 10:00 Jóhann Friðgeir með Mikka í hinni vinnunni sem fasteignasali. Hann stundar nú nám í löggildingu í faginu. MYND/GVA Jóhann Friðgeir Valdimarsson óperusöngvari ákvað að sleppa öllum stórum jólatónleikum á þessari aðventu. Í staðinn ætlar hann að njóta þess að vera með fjölskyldunni auk þess að vera á fullu í námi. Jóhann Friðgeir hefur verið farsæll söngvari í áratugi. Hann stofnaði Tenórana þrjá sem á hverju ári syngja inn jólin á Þorláksmessu í miðbæ Reykjavíkur. Jóhann var sömuleiðis einn af Frostrósasöngvurunum sem voru með árlega jólatónleika frá árinu 2002 til 2013 og voru geysilega vinsælir. Þegar Frostrósir byrjuðu má segja að grunnurinn hafi verið lagður að vinsældum jólatónleika sem hafa aukist ár frá ári. Í ár eru í boði nálægt fjörutíu stórir jólatónleikar á höfuðborgarsvæðinu. „Ég ákvað að sleppa jólatónleikum þetta árið,“ sagði Jóhann Friðgeir þegar við slógum á þráðinn til hans. „Það er töluverð vinna í kringum svona tónleika og mikið áreiti. Að þessu sinni ætla ég að sinna sjálfum mér og fjölskyldunni á aðventunni,“ segir hann og bætir við: „Ég verð auðvitað eitthvað að syngja fyrir jólin. Ég syng nær daglega við jarðarfarir, mun syngja á aðfangadag í Bústaðakirkju og svo verða Tenórarnir þrír á sínum stað á Þorláksmessu.“Mikil samkeppni Þegar Jóhann er spurður um jólatónleika Frostrósa segir hann að það hafi verið mjög skemmtilegt að vera með í þeim hópi. „Þetta voru langflottustu jólatónleikar á Íslandi fyrr og síðar. Mikið var lagt í þessa tónleika enda voru þeir gríðarlega vinsælir meðal þjóðarinnar. Nú er samkeppnin orðin mikil á þessu sviði. Það er eiginlega með ólíkindum hversu margir Íslendingar flykkjast á jólatónleika. Í gamla daga kom jólastemningin þegar fólk labbaði niður Laugaveginn og fékk sér jólaglögg, síðan komu jólahlaðborðin sem eru reyndar enn. Nú eru það jólatónleikar sem allir þurfa að sækja,“ segir Jóhann, sem er ekki frá því að Frostrósir hafi breytt jólamynstri Íslendinga að þessu leyti. „Nú er byrjað að auglýsa jólatónleika í september og þeir byrja í nóvember. Það er greinilega mikil eftirspurn. Eða eins og Bjöggi sagði einu sinni í viðtali. „Það er hver einasti kjaftur kominn upp á svið sem getur sungið.“ Það sorglega í þessu er að litlir tónleikar, til dæmis í kirkjum með virkilega góðum söngvurum, fara fram hjá fólki þar sem þeir eru ekki auglýstir jafn mikið. En þetta er virkilega skemmtilegt í svartasta skammdeginu og lífgar upp á tilveruna.“Breyttur tónlistarheimur Þegar Jóhann er spurður hvort tónlistarmenn sjái þarna vettvang til að afla sér tekna í stað jólaplatna sem áður tíðkuðust, játar hann því. „Það er staðreynd að netið hefur breytt miklu í tónlistarheiminum og plötusala hefur minnkað. Aðgengi að allri tónlist er auðveld og fólk getur jafnvel halað henni niður án þess að greiða fyrir. Tónlistarmenn hafa því meira farið út í tónleikahald og það virðist vera eftirspurn eftir slíku miðað við fjöldann.“ Jóhann Friðgeir hefur sjálfur gefið út fjóra hljómdiska.Líflegt á fasteignamarkaði Það hefur löngum verið rætt um að erfitt sé að lifa af því að vera óperusöngvari á Íslandi. Jóhann samsinnir því. Meðfram söngnum starfar hann sem fasteignasali hjá fasteignasölunni Höfða og er í námi í löggildingu fagsins eins og ný lög kveða á um. „Þetta er strembið nám, lögfræði út í eitt,“ segir hann. „Það er mikill uppgangur á fasteignamarkaðnum og starfið hefur verið líflegt. Þetta er sveiflukenndur markaður. Þessi vinna hentar mjög vel með söngnum. Ég fæ oft hlutverk erlendis með skömmum fyrirvara og þá get ég tekið vinnuna með mér. Ég er svolítið minn eigin herra sem hentar mér vel. Hér heima syng ég mest í útförum og einstaka brúðkaupum. Síðast söng ég í Hollandi hlutverk í óperunni Pagliacci. Næsta verkefni er Othello sem ég er að æfa um þessar mundir, mjög dramatískt hlutverk. Það koma því alltaf upp skemmtileg verkefni. Hins vegar hefur óperuheimurinn breyst mikið og launin eru ekkert í samanburði við það sem var í gamla daga. Það er víða kreppa. Að vera fastráðinn óperusöngvari úti í heimi er ekki starf fyrir fjölskyldufólk til að lifa af. Það er því ekki eftirsóknarvert lengur nema fyrir þá einhleypu sem eru að ryðja sér braut. En sem betur fer kemur alltaf upp eitt og eitt bitastætt verkefni.“ Jóhann Friðgeir fór með titilhlutverk í Don Carlo hjá Íslensku óperunni á síðasta ári. Til stendur að Tenórarnir þrír verði með tónleika með sinfóníuhljómsveit á næsta ári.Hefðbundin jól Jóhann Friðgeir er kvæntur Írisi Björk Viðarsdóttur og þau eiga þrjú börn með tíu ára millibili, syni 28 og 18 ára, og dóttur sem er 8 ára. Svo er Mikki, hundurinn á heimilinu, þriggja ára. Söngferill Jóhanns byrjaði í Söngskólanum í Reykjavík hjá Garðari Cortes. Hann fór síðan í áframhaldandi nám til Mílanó hjá Giovanna Canetti. „Ítalía togar alltaf í mig. Þar er mitt annað heimili,“ segir hann. „Mig langar til að eyða jólum þar. Veit þó ekki hvort af því getur orðið núna.“ Jóhann er mikið jólabarn og er þegar búinn að setja upp jólaljósin. „Ég held fast í hefðir á jólum og það er erfitt að breyta einhverju.“ Jólafréttir Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Sjá meira
Jóhann Friðgeir Valdimarsson óperusöngvari ákvað að sleppa öllum stórum jólatónleikum á þessari aðventu. Í staðinn ætlar hann að njóta þess að vera með fjölskyldunni auk þess að vera á fullu í námi. Jóhann Friðgeir hefur verið farsæll söngvari í áratugi. Hann stofnaði Tenórana þrjá sem á hverju ári syngja inn jólin á Þorláksmessu í miðbæ Reykjavíkur. Jóhann var sömuleiðis einn af Frostrósasöngvurunum sem voru með árlega jólatónleika frá árinu 2002 til 2013 og voru geysilega vinsælir. Þegar Frostrósir byrjuðu má segja að grunnurinn hafi verið lagður að vinsældum jólatónleika sem hafa aukist ár frá ári. Í ár eru í boði nálægt fjörutíu stórir jólatónleikar á höfuðborgarsvæðinu. „Ég ákvað að sleppa jólatónleikum þetta árið,“ sagði Jóhann Friðgeir þegar við slógum á þráðinn til hans. „Það er töluverð vinna í kringum svona tónleika og mikið áreiti. Að þessu sinni ætla ég að sinna sjálfum mér og fjölskyldunni á aðventunni,“ segir hann og bætir við: „Ég verð auðvitað eitthvað að syngja fyrir jólin. Ég syng nær daglega við jarðarfarir, mun syngja á aðfangadag í Bústaðakirkju og svo verða Tenórarnir þrír á sínum stað á Þorláksmessu.“Mikil samkeppni Þegar Jóhann er spurður um jólatónleika Frostrósa segir hann að það hafi verið mjög skemmtilegt að vera með í þeim hópi. „Þetta voru langflottustu jólatónleikar á Íslandi fyrr og síðar. Mikið var lagt í þessa tónleika enda voru þeir gríðarlega vinsælir meðal þjóðarinnar. Nú er samkeppnin orðin mikil á þessu sviði. Það er eiginlega með ólíkindum hversu margir Íslendingar flykkjast á jólatónleika. Í gamla daga kom jólastemningin þegar fólk labbaði niður Laugaveginn og fékk sér jólaglögg, síðan komu jólahlaðborðin sem eru reyndar enn. Nú eru það jólatónleikar sem allir þurfa að sækja,“ segir Jóhann, sem er ekki frá því að Frostrósir hafi breytt jólamynstri Íslendinga að þessu leyti. „Nú er byrjað að auglýsa jólatónleika í september og þeir byrja í nóvember. Það er greinilega mikil eftirspurn. Eða eins og Bjöggi sagði einu sinni í viðtali. „Það er hver einasti kjaftur kominn upp á svið sem getur sungið.“ Það sorglega í þessu er að litlir tónleikar, til dæmis í kirkjum með virkilega góðum söngvurum, fara fram hjá fólki þar sem þeir eru ekki auglýstir jafn mikið. En þetta er virkilega skemmtilegt í svartasta skammdeginu og lífgar upp á tilveruna.“Breyttur tónlistarheimur Þegar Jóhann er spurður hvort tónlistarmenn sjái þarna vettvang til að afla sér tekna í stað jólaplatna sem áður tíðkuðust, játar hann því. „Það er staðreynd að netið hefur breytt miklu í tónlistarheiminum og plötusala hefur minnkað. Aðgengi að allri tónlist er auðveld og fólk getur jafnvel halað henni niður án þess að greiða fyrir. Tónlistarmenn hafa því meira farið út í tónleikahald og það virðist vera eftirspurn eftir slíku miðað við fjöldann.“ Jóhann Friðgeir hefur sjálfur gefið út fjóra hljómdiska.Líflegt á fasteignamarkaði Það hefur löngum verið rætt um að erfitt sé að lifa af því að vera óperusöngvari á Íslandi. Jóhann samsinnir því. Meðfram söngnum starfar hann sem fasteignasali hjá fasteignasölunni Höfða og er í námi í löggildingu fagsins eins og ný lög kveða á um. „Þetta er strembið nám, lögfræði út í eitt,“ segir hann. „Það er mikill uppgangur á fasteignamarkaðnum og starfið hefur verið líflegt. Þetta er sveiflukenndur markaður. Þessi vinna hentar mjög vel með söngnum. Ég fæ oft hlutverk erlendis með skömmum fyrirvara og þá get ég tekið vinnuna með mér. Ég er svolítið minn eigin herra sem hentar mér vel. Hér heima syng ég mest í útförum og einstaka brúðkaupum. Síðast söng ég í Hollandi hlutverk í óperunni Pagliacci. Næsta verkefni er Othello sem ég er að æfa um þessar mundir, mjög dramatískt hlutverk. Það koma því alltaf upp skemmtileg verkefni. Hins vegar hefur óperuheimurinn breyst mikið og launin eru ekkert í samanburði við það sem var í gamla daga. Það er víða kreppa. Að vera fastráðinn óperusöngvari úti í heimi er ekki starf fyrir fjölskyldufólk til að lifa af. Það er því ekki eftirsóknarvert lengur nema fyrir þá einhleypu sem eru að ryðja sér braut. En sem betur fer kemur alltaf upp eitt og eitt bitastætt verkefni.“ Jóhann Friðgeir fór með titilhlutverk í Don Carlo hjá Íslensku óperunni á síðasta ári. Til stendur að Tenórarnir þrír verði með tónleika með sinfóníuhljómsveit á næsta ári.Hefðbundin jól Jóhann Friðgeir er kvæntur Írisi Björk Viðarsdóttur og þau eiga þrjú börn með tíu ára millibili, syni 28 og 18 ára, og dóttur sem er 8 ára. Svo er Mikki, hundurinn á heimilinu, þriggja ára. Söngferill Jóhanns byrjaði í Söngskólanum í Reykjavík hjá Garðari Cortes. Hann fór síðan í áframhaldandi nám til Mílanó hjá Giovanna Canetti. „Ítalía togar alltaf í mig. Þar er mitt annað heimili,“ segir hann. „Mig langar til að eyða jólum þar. Veit þó ekki hvort af því getur orðið núna.“ Jóhann er mikið jólabarn og er þegar búinn að setja upp jólaljósin. „Ég held fast í hefðir á jólum og það er erfitt að breyta einhverju.“
Jólafréttir Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Sjá meira