Geng yfirleitt alltaf of langt Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 27. nóvember 2015 19:00 Lilja Bjarnadóttir sáttamiðlari ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur í piparkökuhúsagerð. mynd/gva Lilja Bjarnadóttir sáttamiðlari bakaði iðulega piparkökuhús fyrir jólin með foreldrum sínum sem barn. Eftir að hún fullorðnaðist urðu húsin stærri og flóknari. Í ár útfærði Lilja minnismerkið um Thomas Jefferson í Washington. Ég ætlaði eina helgi í þetta. Þetta urðu hins vegar tvær helgar og nokkur kvöld. Ég geng yfirleitt aðeins of langt, get ekki hætt þegar ég er byrjuð,“ segir Lilja Bjarnadóttir sáttamiðlari en hún leggur afar mikinn metnað í piparkökuhúsin sín. Yfirleitt líða þrjú ár á milli þess að hún skellir í hús, þar sem smíðin tekur á þolinmæðina. Í ár útfærði hún minnismerkið um Thomas Jefferson í Washington í piparkökudeig og sykurmassa. „Það fóru tvö kvöld í að teikna upp og reikna út stærðir. Pabbi er verkfræðingur og ég hef lært ýmislegt af honum,“ segir hún sposk. „Það þurfti styrkingar hér og þar og nokkrar tilraunir áður en allt stóð. Ég notaði til dæmis bráðinn sykur inn í kúluna til að hún félli ekki saman. Hvítu súlurnar eru úr sykurmassa og ég setti litla kökupinna innan í þær til styrkingar. Svo tók við dúllerí við að setja saman og skreyta,“ útskýrir Lilja. „Reyndar fór heill dagur í að búa til styttuna af Jefferson. Ég klæddi lítinn trékarl með sykurmassa og setti inn í hvelfinguna, hann heldur á stjórnarskránni og allt. Kærastinn minn stoppaði mig af þegar ég ætlaði að fara að setja áletranirnar innan á veggina,“ segir Lilja hlæjandi og viðurkennir að gleyma sér í smáatriðum. „Ég eyddi til dæmis miklum tíma í að skreyta fyrsta húsið sem ég gerði að innan. Það sást svo auðvitað ekkert þegar húsið var komið saman.“ Hvernig ætlarðu að toppa þetta? „Ja, ég gæti kannski tekið hin minnismerkin í Washington, gert safn.“ Piparkökuhús 150 g smjör 150 g púðursykur 1½ dl síróp engifer á hnífsoddi 3 tsk. kanill ½ tsk. negull 2 tsk. natrón 1 egg 5-600 g hveiti brjóstsykurmylsna í gluggagler Setjið allt í pott nema egg og hveiti. Hærið stöðugt í þar til suðan kemur upp. Takið pottinn af hellunni og blandið eggi og hveiti út í. Setjið deigið á borð og hnoðið og fletjið út á bökunarplötu. Leggið snið af piparkökuhúsi ofan á og skerið út. Til að setja gler í glugga, myljið brjóstsykur með því að setja hann í poka og brjóta með t.d. kjöthamri. Bakið við 200°C í u.þ.b. 10 mín. Þegar kökurnar eru búnar að bakast í ca. 2-3 mínútur, takið þá plötuna út og stráið mylsnunni í gluggagötin og bakið áfram restina af tímanum. Mylsnan bráðnar upp í gluggann og býr til „gler“. Takið af plötunni meðan kökurnar eru heitar. Límið húsið saman með bræddum sykri og skreytið með glassúr og sælgæti. Þessi uppskrift hentar líka í piparkökur. Uppskriftina sem Lilja notaði í húsið er fengin af belgur.net Jól Jólafréttir Jólamatur Matur Mest lesið Afslöppuð aðventa - svona minnkar þú desemberstressið Jólin Gott er að gefa Jólin Jólaföndur í Vesturbæjarskólanum Jól Jólasnjór Jól Jólanámskeið Jól Jólameðlæti Marentzu Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Guðdómleg ostakökufyllt jarðarber Jól Nú skal segja Jól Hvernig gerir þú Könglaseríu? Jól
Lilja Bjarnadóttir sáttamiðlari bakaði iðulega piparkökuhús fyrir jólin með foreldrum sínum sem barn. Eftir að hún fullorðnaðist urðu húsin stærri og flóknari. Í ár útfærði Lilja minnismerkið um Thomas Jefferson í Washington. Ég ætlaði eina helgi í þetta. Þetta urðu hins vegar tvær helgar og nokkur kvöld. Ég geng yfirleitt aðeins of langt, get ekki hætt þegar ég er byrjuð,“ segir Lilja Bjarnadóttir sáttamiðlari en hún leggur afar mikinn metnað í piparkökuhúsin sín. Yfirleitt líða þrjú ár á milli þess að hún skellir í hús, þar sem smíðin tekur á þolinmæðina. Í ár útfærði hún minnismerkið um Thomas Jefferson í Washington í piparkökudeig og sykurmassa. „Það fóru tvö kvöld í að teikna upp og reikna út stærðir. Pabbi er verkfræðingur og ég hef lært ýmislegt af honum,“ segir hún sposk. „Það þurfti styrkingar hér og þar og nokkrar tilraunir áður en allt stóð. Ég notaði til dæmis bráðinn sykur inn í kúluna til að hún félli ekki saman. Hvítu súlurnar eru úr sykurmassa og ég setti litla kökupinna innan í þær til styrkingar. Svo tók við dúllerí við að setja saman og skreyta,“ útskýrir Lilja. „Reyndar fór heill dagur í að búa til styttuna af Jefferson. Ég klæddi lítinn trékarl með sykurmassa og setti inn í hvelfinguna, hann heldur á stjórnarskránni og allt. Kærastinn minn stoppaði mig af þegar ég ætlaði að fara að setja áletranirnar innan á veggina,“ segir Lilja hlæjandi og viðurkennir að gleyma sér í smáatriðum. „Ég eyddi til dæmis miklum tíma í að skreyta fyrsta húsið sem ég gerði að innan. Það sást svo auðvitað ekkert þegar húsið var komið saman.“ Hvernig ætlarðu að toppa þetta? „Ja, ég gæti kannski tekið hin minnismerkin í Washington, gert safn.“ Piparkökuhús 150 g smjör 150 g púðursykur 1½ dl síróp engifer á hnífsoddi 3 tsk. kanill ½ tsk. negull 2 tsk. natrón 1 egg 5-600 g hveiti brjóstsykurmylsna í gluggagler Setjið allt í pott nema egg og hveiti. Hærið stöðugt í þar til suðan kemur upp. Takið pottinn af hellunni og blandið eggi og hveiti út í. Setjið deigið á borð og hnoðið og fletjið út á bökunarplötu. Leggið snið af piparkökuhúsi ofan á og skerið út. Til að setja gler í glugga, myljið brjóstsykur með því að setja hann í poka og brjóta með t.d. kjöthamri. Bakið við 200°C í u.þ.b. 10 mín. Þegar kökurnar eru búnar að bakast í ca. 2-3 mínútur, takið þá plötuna út og stráið mylsnunni í gluggagötin og bakið áfram restina af tímanum. Mylsnan bráðnar upp í gluggann og býr til „gler“. Takið af plötunni meðan kökurnar eru heitar. Límið húsið saman með bræddum sykri og skreytið með glassúr og sælgæti. Þessi uppskrift hentar líka í piparkökur. Uppskriftina sem Lilja notaði í húsið er fengin af belgur.net
Jól Jólafréttir Jólamatur Matur Mest lesið Afslöppuð aðventa - svona minnkar þú desemberstressið Jólin Gott er að gefa Jólin Jólaföndur í Vesturbæjarskólanum Jól Jólasnjór Jól Jólanámskeið Jól Jólameðlæti Marentzu Jól Jólapurusteik og jólapavlova ástríðukokksins Evu Laufeyjar á Skaganum Jólin Guðdómleg ostakökufyllt jarðarber Jól Nú skal segja Jól Hvernig gerir þú Könglaseríu? Jól