Flettu varlega, Fréttablaðið gæti verið banvænt Sif Sigmarsdóttir skrifar 28. nóvember 2015 07:00 Ef allt hefur gengið að óskum er ég nú stödd á jólamarkaði í Belgíu að belgja mig út af súkkulaði, vöfflum og bjór. En ég var næstum hætt við þessa helgarreisu Höfuðpaurar hryðjuverkaárásanna í París fyrir tveimur vikum komu frá Brussel. Hæsta viðbúnaðarstig ríkir því í borginni og er fólki um alla Belgíu ráðlagt að vera á varðbergi. Þegar lestarfélagið sem ég keypti miðana af bauð mér að fresta ferðalaginu vegna aðstæðna fannst mér allt í einu eins og ég væri að draga fjölskylduna í jólafrí til Sýrlands. Var belgískt jólasúkkulaði í alvörunni nógu gott til að maður hætti fyrir það lífinu? Líkindafræðileg blinda Æsingamenn hafa verið yfirlýsingaglaðir í kjölfar árásanna í París. Sumir hafa kallað þær stríð, aðrir þriðju heimsstyrjöldina og enn aðrir „mestu ógn okkar tíma“. Ekki er ástæða til að gera lítið úr harmleiknum í París eða sorg þeirra sem misstu ástvini í árásunum. Staðreyndin er hins vegar sú að svo lengi sem við höldum okkur frá blóðugustu átakasvæðum veraldarinnar eru meiri líkur á því að verða fyrir eldingu en tilræði hryðjuverkamanna. Þessi líkindafræðilega blinda sem við þjáumst flest af – sérstaklega þegar við erum hrædd – má hins vegar ekki verða til þess að við missum sjónar á því sem okkur stafar raunveruleg hætta af. Margir hafa til að mynda bent á að gróðurhúsaáhrifin séu í raun helsta váin sem menn glími við um þessar mundir. Áhugavert verður að sjá hvort alþjóðleg loftslagsráðstefna sem fram fer í París í næstu viku veki okkur jafnharkalega til umhugsunar um eigin ódauðleika og þeir óhugnanlegu atburðir sem áttu sér þar stað fyrir tveimur vikum. En loftslagsbreytingar eru ekki eina hættan sem keppir um titilinn „mesta ógn okkar tíma“. Á sama tíma og við stóðum á öndinni yfir óhugnaðinum í París bárust fréttir af atburði sem hefur sannarlega burði til að útrýma mannkyninu. Það fór þó furðu lítið fyrir honum. Skalli og getuleysi Stundin sem vísindamenn hafa varað við árum saman er runnin upp. Í síðustu viku var greint frá því að í Kína hafi fundist ofurbaktería sem er ónæm fyrir öllum sýklalyfjum sem til eru í forðabúri læknavísindanna – líka lyfinu kólistín sem sparað er fyrir tilfelli þegar öll önnur sýklalyf bregðast. Afleiðingarnar gætu markað endalok nútíma lækninga. Án sýklalyfja eru hvers konar skurðaðgerðir, krabbameinsmeðferðir, meðferðir við sykursýki og líffæraígræðsla nánast ómögulegar. Skráma er dauðadómur ef í hana kemst sýking. Það er best, lesandi góður, að fletta Fréttablaðinu varlega, pappírsskurður gæti verið banvænn. Ástæða þess að í óefni er komið er sú að mannkynið hlítti ekki ráðum Alexander Fleming. Skotinn sem uppgötvaði pensilín árið 1928 varaði eindregið við misnotkun á sýklalyfinu. Hann sagði að ef maður með óbreytta hálsbólgu leyfði sér slíkt kæruleysi að taka inn pensilín við krankleika sínum yrði hann valdur að dauða annars manns með lungnabólgu. En við hlustuðum ekki. Það er ekki nóg með að við bryðjum sýklalyf eins og Smarties. Gegndarlaus notkun sýklalyfja í landbúnaði, meðal annars sem vaxtarhvata fyrir búfé, stefnir nú framtíð mannkyns í hreina tvísýnu. Þróun á nýjum sýklalyfjum er kostnaðarsöm og hafa lyfjafyrirtæki séð hag sínum betur borgið með því að forða miðaldra körlum frá skalla og getuleysi en mannkyninu frá útrýmingarhættu. Þriðja heimsstyrjöldin ISIS hryðjuverkasamtökin eru ekki „mesta ógn okkar tíma“. Mesta ógn okkar tíma er skammsýni, flónska, stjórnlaus græðgi, sjálfselska og síðast en ekki síst pólitískir lýðskrumarar sem afvegaleiða umræðuna svo að kjarni málsins týnist undir illa lyktandi haug af hatri og sundrungartali. Þetta er það sem gæti í alvörunni hrundið af stað þriðju heimsstyrjöldinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Halldór 16.11.2024 Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun
Ef allt hefur gengið að óskum er ég nú stödd á jólamarkaði í Belgíu að belgja mig út af súkkulaði, vöfflum og bjór. En ég var næstum hætt við þessa helgarreisu Höfuðpaurar hryðjuverkaárásanna í París fyrir tveimur vikum komu frá Brussel. Hæsta viðbúnaðarstig ríkir því í borginni og er fólki um alla Belgíu ráðlagt að vera á varðbergi. Þegar lestarfélagið sem ég keypti miðana af bauð mér að fresta ferðalaginu vegna aðstæðna fannst mér allt í einu eins og ég væri að draga fjölskylduna í jólafrí til Sýrlands. Var belgískt jólasúkkulaði í alvörunni nógu gott til að maður hætti fyrir það lífinu? Líkindafræðileg blinda Æsingamenn hafa verið yfirlýsingaglaðir í kjölfar árásanna í París. Sumir hafa kallað þær stríð, aðrir þriðju heimsstyrjöldina og enn aðrir „mestu ógn okkar tíma“. Ekki er ástæða til að gera lítið úr harmleiknum í París eða sorg þeirra sem misstu ástvini í árásunum. Staðreyndin er hins vegar sú að svo lengi sem við höldum okkur frá blóðugustu átakasvæðum veraldarinnar eru meiri líkur á því að verða fyrir eldingu en tilræði hryðjuverkamanna. Þessi líkindafræðilega blinda sem við þjáumst flest af – sérstaklega þegar við erum hrædd – má hins vegar ekki verða til þess að við missum sjónar á því sem okkur stafar raunveruleg hætta af. Margir hafa til að mynda bent á að gróðurhúsaáhrifin séu í raun helsta váin sem menn glími við um þessar mundir. Áhugavert verður að sjá hvort alþjóðleg loftslagsráðstefna sem fram fer í París í næstu viku veki okkur jafnharkalega til umhugsunar um eigin ódauðleika og þeir óhugnanlegu atburðir sem áttu sér þar stað fyrir tveimur vikum. En loftslagsbreytingar eru ekki eina hættan sem keppir um titilinn „mesta ógn okkar tíma“. Á sama tíma og við stóðum á öndinni yfir óhugnaðinum í París bárust fréttir af atburði sem hefur sannarlega burði til að útrýma mannkyninu. Það fór þó furðu lítið fyrir honum. Skalli og getuleysi Stundin sem vísindamenn hafa varað við árum saman er runnin upp. Í síðustu viku var greint frá því að í Kína hafi fundist ofurbaktería sem er ónæm fyrir öllum sýklalyfjum sem til eru í forðabúri læknavísindanna – líka lyfinu kólistín sem sparað er fyrir tilfelli þegar öll önnur sýklalyf bregðast. Afleiðingarnar gætu markað endalok nútíma lækninga. Án sýklalyfja eru hvers konar skurðaðgerðir, krabbameinsmeðferðir, meðferðir við sykursýki og líffæraígræðsla nánast ómögulegar. Skráma er dauðadómur ef í hana kemst sýking. Það er best, lesandi góður, að fletta Fréttablaðinu varlega, pappírsskurður gæti verið banvænn. Ástæða þess að í óefni er komið er sú að mannkynið hlítti ekki ráðum Alexander Fleming. Skotinn sem uppgötvaði pensilín árið 1928 varaði eindregið við misnotkun á sýklalyfinu. Hann sagði að ef maður með óbreytta hálsbólgu leyfði sér slíkt kæruleysi að taka inn pensilín við krankleika sínum yrði hann valdur að dauða annars manns með lungnabólgu. En við hlustuðum ekki. Það er ekki nóg með að við bryðjum sýklalyf eins og Smarties. Gegndarlaus notkun sýklalyfja í landbúnaði, meðal annars sem vaxtarhvata fyrir búfé, stefnir nú framtíð mannkyns í hreina tvísýnu. Þróun á nýjum sýklalyfjum er kostnaðarsöm og hafa lyfjafyrirtæki séð hag sínum betur borgið með því að forða miðaldra körlum frá skalla og getuleysi en mannkyninu frá útrýmingarhættu. Þriðja heimsstyrjöldin ISIS hryðjuverkasamtökin eru ekki „mesta ógn okkar tíma“. Mesta ógn okkar tíma er skammsýni, flónska, stjórnlaus græðgi, sjálfselska og síðast en ekki síst pólitískir lýðskrumarar sem afvegaleiða umræðuna svo að kjarni málsins týnist undir illa lyktandi haug af hatri og sundrungartali. Þetta er það sem gæti í alvörunni hrundið af stað þriðju heimsstyrjöldinni.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun