Myndum við stofna RÚV? Ari Trausti Guðmunsson skrifar 10. nóvember 2015 07:00 Myndum við stofna ríkisútvarp nú á dögum? - er spurt. Sennilega reikna spyrjendur með því að nútíminn væri andstæður þess konar ríkisstarfsemi. Þeir telja almennri fjölmiðlun, margþættum samfélagsumræðum og kynningum á öllum kimum menningar væri vel borgið í höndum einkafyrirtækja, alls konar áhugafólks um fjölmiðlun á pappír, í útvarp, sjónvarpi og á netinu. Það lítur ekki illa út en reyndin yrði önnur. Ástæðan er sú að hending, eða pólitískur ásetningur, myndi ráða hvort hlutlægni væri gætt, tilviljun réði hvort fjölbreytni væri næg, hvort útbreiðsla miðlunar teldist næg og endingartími hvers miðils væri nægur. Auk þess þarf töluvert fjármagn til þess að skila af sér efni sem stenst lágmarkskröfur um framsetningu og gæði. Fjölmiðlun á að vera jafn góð eða betri að gæðum en annað sem menn taka sér fyrir hendur handa öðru fólki að moða úr. Og til margra þátta hennar þarf auk þess fagmenn. Þess vegna, kæru fyrirspyrjendur, er svarið já! Rétt eins og við myndum stofna opinber leikhús til að flytja tugi leikverka á ári, öflug listasöfn sem sinna jafnt jaðarmyndlist sem klassík, ólíka opinbera skóla til að hafa menntun sem fjölbreyttasta og almenningsbókasöfn til að dreifa ritum um allt milli himins og jarðar. Sem sagt: Samfélagsátak til að tryggja sem best að skoðanafrelsi dafni, umræður miði að lausnum og lágmarkslýðræði fyrirfinnist. Því er nefnilega þannig farið að einkafyrirtæki og áhugafólk sinnir mikilli fjölmiðlun nú þegar. Þar með er RÚV löngu orðið viðbót til hliðar við flóruna; viðbót sem á að lúta skýrum starfsreglum um hlutlægni, landsútbreiðslu, öryggisþjónustu, menningarrækt á öllum sviðum, fjölbreytni og góð, tvíhliða tengsl við samfélagið. Gagnrýna má stofnunina fyrir eitt og annað og stjórnvöld fyrir of mikla hörku í garð fyrirtækisins. Aldrei átti að breyta RÚV úr stofnun í næstum gjaldþrota fyrirtæki, þegar í upphafi gjörningsins, vegna hárra lífeyrisskuldbindinga. Öll sú gagnrýni breytir litlu um nauðsyn samfélagsmiðils, hvort sem allir nota hann, margir eða hlutfallslega fáir. Hvað RÚV varðar vill mikill meirihluti landsmanna hafa það starfandi þó svo menn greini á um eitt og annað í rekstri og dagskrá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Myndum við stofna ríkisútvarp nú á dögum? - er spurt. Sennilega reikna spyrjendur með því að nútíminn væri andstæður þess konar ríkisstarfsemi. Þeir telja almennri fjölmiðlun, margþættum samfélagsumræðum og kynningum á öllum kimum menningar væri vel borgið í höndum einkafyrirtækja, alls konar áhugafólks um fjölmiðlun á pappír, í útvarp, sjónvarpi og á netinu. Það lítur ekki illa út en reyndin yrði önnur. Ástæðan er sú að hending, eða pólitískur ásetningur, myndi ráða hvort hlutlægni væri gætt, tilviljun réði hvort fjölbreytni væri næg, hvort útbreiðsla miðlunar teldist næg og endingartími hvers miðils væri nægur. Auk þess þarf töluvert fjármagn til þess að skila af sér efni sem stenst lágmarkskröfur um framsetningu og gæði. Fjölmiðlun á að vera jafn góð eða betri að gæðum en annað sem menn taka sér fyrir hendur handa öðru fólki að moða úr. Og til margra þátta hennar þarf auk þess fagmenn. Þess vegna, kæru fyrirspyrjendur, er svarið já! Rétt eins og við myndum stofna opinber leikhús til að flytja tugi leikverka á ári, öflug listasöfn sem sinna jafnt jaðarmyndlist sem klassík, ólíka opinbera skóla til að hafa menntun sem fjölbreyttasta og almenningsbókasöfn til að dreifa ritum um allt milli himins og jarðar. Sem sagt: Samfélagsátak til að tryggja sem best að skoðanafrelsi dafni, umræður miði að lausnum og lágmarkslýðræði fyrirfinnist. Því er nefnilega þannig farið að einkafyrirtæki og áhugafólk sinnir mikilli fjölmiðlun nú þegar. Þar með er RÚV löngu orðið viðbót til hliðar við flóruna; viðbót sem á að lúta skýrum starfsreglum um hlutlægni, landsútbreiðslu, öryggisþjónustu, menningarrækt á öllum sviðum, fjölbreytni og góð, tvíhliða tengsl við samfélagið. Gagnrýna má stofnunina fyrir eitt og annað og stjórnvöld fyrir of mikla hörku í garð fyrirtækisins. Aldrei átti að breyta RÚV úr stofnun í næstum gjaldþrota fyrirtæki, þegar í upphafi gjörningsins, vegna hárra lífeyrisskuldbindinga. Öll sú gagnrýni breytir litlu um nauðsyn samfélagsmiðils, hvort sem allir nota hann, margir eða hlutfallslega fáir. Hvað RÚV varðar vill mikill meirihluti landsmanna hafa það starfandi þó svo menn greini á um eitt og annað í rekstri og dagskrá.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun