Ekki gert ráð fyrir aukinni þjónustu á Landsspítala Heimir Már Pétursson skrifar 10. nóvember 2015 13:30 Fyrrverandi fjármálaráðherra gagnrýnir að í fjáraukalögum sé gert ráð fyrir greiðslum vegna aukinnar þjónustu sérgreinalækna á einkastofum en ekki sé gert ráð fyrir að magnaukningu í þjónustu á Landsspítalanum. Fyrstu umræðu um frumvarp til fjáraukalaga fyrir þetta ár verður framhaldið á Alþingi í dag. Oddný G. Harðardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd og fyrrverandi fjármálaráðherra gagnrýnir stjórnarflokkana fyrir óvandaða áætlanagerð. Þeir séu að nýta fjáraukalögin með öðrum hætti en lög geri ráð fyrir. „Því í fjárauka á aðeins að vera það sem er ófyrirséð og ekki var hægt að sjá fyrir þegar fjárlagafrumvarpið var samþykkt. En En hér er verið að biðja um fjármagn í liði sem voru fullkomlega fyrirséðir. Eins og í vegi vegna aukins ferðamannastraums og í fjárfestingasjóð ferðamannastaða,“ segir Oddný. En gert er ráð fyrir í fjáraukalagafrumvarpinu fyrir þetta ár að bæta einum milljarði króna til uppbyggingar ferðamannastaða. Oddný segir hins vegar algerlega óleyst hvernig eigi að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða til framtíðar. „Það er ekki búið og stjórnarmeirihlutinn felldi tillögu minnihlutans um hvernig hægt væri að leysa þetta mál. Og í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 er stjórn þessara mála í algerri upplausn eins og hún hefur verið hjá þessari ríkisstjórn,“ segir Oddný. Þá segir Oddný að einum milljarði króna sé bætt á útgjaldahlið fjárlaga til Sjúkratrygginga Íslands vegna framlaga til sérgreinalækna sem starfi á einkastofum vegna kjarasamnings þeirra. Minnihlutinn hafi séð þetta fyrir við gerð fjárlaga en í fjárlagafrumvarpinu hafi verið gert ráð fyrir að þessi umframkostnaður yrði greiddur af sjúklingum. Hins vegar gildi ekki það sama um Landsspítalann þar sem ekki sé gert ráð fyrir neinni aukingu á næsta ári í fjölda aðgerða eða annarri þjónustu spítalans. „Í samningum við sérgreinalækna er gert ráð fyrir magnaukningu og tekið tillit til aldursskiptingar þjóðarinnar. En það er ekki gert þegar Landsspítalanum er skammtað fé,“ segir fjármálaráðherrann fyrrverandi. Þá gagnrýnir Oddný slæma áætlanagerð varðandi arðgreiðslur frá Landsbanakanum en þær eru mun meiri en gert var ráðfyrir í fjárlögum. Þannig að stærsti hluti tekjubata ríkissjóðs upp á 17 milljarða á þessu ári komi til vegna arðgreiðslu frá Landsbankanum. „Þegar við erum að skoða útgjöldin og það er verið að krefjast frekari framlaga til heilbrigðiskerfis, menntakerfis og svo framvegis, segja stjórnvöld að við eigum ekki peningana. Síðan er ákveðið í febrúar að greiða út margfaldan þennan arð sem áætlaður hafði verið (í desember),“ segir Oddný G. Harðardóttir. Alþingi Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Fleiri fréttir „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Sjá meira
Fyrrverandi fjármálaráðherra gagnrýnir að í fjáraukalögum sé gert ráð fyrir greiðslum vegna aukinnar þjónustu sérgreinalækna á einkastofum en ekki sé gert ráð fyrir að magnaukningu í þjónustu á Landsspítalanum. Fyrstu umræðu um frumvarp til fjáraukalaga fyrir þetta ár verður framhaldið á Alþingi í dag. Oddný G. Harðardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd og fyrrverandi fjármálaráðherra gagnrýnir stjórnarflokkana fyrir óvandaða áætlanagerð. Þeir séu að nýta fjáraukalögin með öðrum hætti en lög geri ráð fyrir. „Því í fjárauka á aðeins að vera það sem er ófyrirséð og ekki var hægt að sjá fyrir þegar fjárlagafrumvarpið var samþykkt. En En hér er verið að biðja um fjármagn í liði sem voru fullkomlega fyrirséðir. Eins og í vegi vegna aukins ferðamannastraums og í fjárfestingasjóð ferðamannastaða,“ segir Oddný. En gert er ráð fyrir í fjáraukalagafrumvarpinu fyrir þetta ár að bæta einum milljarði króna til uppbyggingar ferðamannastaða. Oddný segir hins vegar algerlega óleyst hvernig eigi að fjármagna uppbyggingu ferðamannastaða til framtíðar. „Það er ekki búið og stjórnarmeirihlutinn felldi tillögu minnihlutans um hvernig hægt væri að leysa þetta mál. Og í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2016 er stjórn þessara mála í algerri upplausn eins og hún hefur verið hjá þessari ríkisstjórn,“ segir Oddný. Þá segir Oddný að einum milljarði króna sé bætt á útgjaldahlið fjárlaga til Sjúkratrygginga Íslands vegna framlaga til sérgreinalækna sem starfi á einkastofum vegna kjarasamnings þeirra. Minnihlutinn hafi séð þetta fyrir við gerð fjárlaga en í fjárlagafrumvarpinu hafi verið gert ráð fyrir að þessi umframkostnaður yrði greiddur af sjúklingum. Hins vegar gildi ekki það sama um Landsspítalann þar sem ekki sé gert ráð fyrir neinni aukingu á næsta ári í fjölda aðgerða eða annarri þjónustu spítalans. „Í samningum við sérgreinalækna er gert ráð fyrir magnaukningu og tekið tillit til aldursskiptingar þjóðarinnar. En það er ekki gert þegar Landsspítalanum er skammtað fé,“ segir fjármálaráðherrann fyrrverandi. Þá gagnrýnir Oddný slæma áætlanagerð varðandi arðgreiðslur frá Landsbanakanum en þær eru mun meiri en gert var ráðfyrir í fjárlögum. Þannig að stærsti hluti tekjubata ríkissjóðs upp á 17 milljarða á þessu ári komi til vegna arðgreiðslu frá Landsbankanum. „Þegar við erum að skoða útgjöldin og það er verið að krefjast frekari framlaga til heilbrigðiskerfis, menntakerfis og svo framvegis, segja stjórnvöld að við eigum ekki peningana. Síðan er ákveðið í febrúar að greiða út margfaldan þennan arð sem áætlaður hafði verið (í desember),“ segir Oddný G. Harðardóttir.
Alþingi Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Fleiri fréttir „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Sjá meira