Fleiri en 2.500 íbúðir í Reykjavík eru skráðar á vefinn Airbnb og eru yfir sextán hundruð íbúðir í reglulegri útleigu í gegnum vefinn. Íbúðirnar dreifast jafnt og þétt um borgina og ná til flestra hverfa á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í gögnum frá Airbnb og gögnum sem fyrirtækið Airdna hefur tekið saman. Til samanburðar eiga sjóðir undir stjórn GAMMA rúmlega 490 íbúðir en saman reka sjóðirnir stærsta leigufélag sem rekið er með hagnaðarsjónarmiði. Í umfjöllun okkar um umsvif GAMMA-sjóða kom fram að stjórnendur félagsins telja Airbnb og sambærilega vefi hafa meiri áhrif á leiguverð en þeir sjálfir. Miðað við umfang íslenskra aðila á Airbnb gæti það verið raunin.Svona lítur hitakort af dreifingu Airbnb íbúða og herbergja í Reykjavík út.Vísir/CartoDBFramboðið meira en tvöfaldast Mikil aukning hefur verið á skráðum herbergjum og/eða íbúðum í Reykjavík á vefnum. Samkvæmt upplýsingum frá Airbnb hefur skráðum íbúðum og herbergjum fjölgað um 113 prósent á síðustu tólf mánuðum, en samtals eru nú skráðar 2.533 íbúðir á vefinn í heild. Fyrir utan Reykjavík eru svo skráðar 1.014 íbúðir í heild. Talsverður vöxtur hefur verið á landinu öllu; samkvæmt Airbnb hefur aukningin numið 120 prósentum á einu ári. Fjöldi ferðamanna sem nota Airbnb til að finna sér gistingu á landinu hefur einnig aukist mikið, eða um 152 prósent. Sé aðeins horft á höfuðborgarsvæðið, þar sem umsvif leigusala í gegnum vefinn er mest, er aukningin litlu minni. 133 prósent fleiri ferðamenn notuðu Airbnb til að finna sér gististað á höfuðborgarsvæðinu nú en fyrir ári. Hátt verð fyrir nóttina Dæmi eru um að mörg hundruð þúsund krónur séu rukkaðar fyrir nóttina í þeim íbúðum sem auglýstar eru á vefnum. Í flestum tilfellum er þá rými fyrir á annan tug gesta í húsunum. Meðalverð á nóttina er rúmar 17.498, en meðalverð á hvern gest er 4.700 krónur, miðað við hámarksnýtingu. Á kortinu hér fyrir neðan má sjá dreifingu íbúða sem voru í virkri útleigu á Airbnb í september. Athugið að staðsetning íbúðanna er ekki nákvæm á kortinu en stuðst er við landfræðilegar upplýsingar sem notendur Airbnb gefa sjálfir upp. Kortið sýnir engu að síður umfang. Rauðu punktarnir eru í hlutfallslegri stærð miðað við verð á gistinótt Airbnb-íbúða en bláu punktarnir sýna fjölda og staðsetninga leyfa til reksturs gististaða, í öllum flokkum, samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Hægt er að fá nánari upplýsingar um hvern gististað með því að smella á viðeigandi punkt. Þá er hægt að draga kortið til með músinni til að sjá aðra hluta borgarinnar og stækka og minnka það með örvunum í efra vinstra horninu.Hefur áhrif á fasteigna- og leiguverð Háskólinn á Bifröst vann nýlega skýrslu um umfang Airbnb á höfuðborgarsvæðinu og eru þar leiddar líkur að því að umfang viðskipta með gistingu í slíkum íbúðum hafi ýtt upp bæði leigu og fasteignaverði. Vísitala leiguverðs hefur hækkað um 29 prósent á tímabilinu 2011-2014, á sama tíma og fjöldi gistinótta á svæðinu hefur fjölgað mikið sem og framboð af íbúðum sem eru leigðar í skammtímaleigu á Airbnb. Vísitala fasteignaverðs hefur á sama tíma hækkað um 23 prósent.Fáir með leyfi Skýrar vísbendingar eru um að lítill hluti af þeim sem leigja út íbúðir og herbergi í gegnum vefinn séu með leyfi til að reka gististaði. Samkvæmt gögnum frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu eru samtals 231 aðili með leyfi fyrir slíkum rekstri á höfuðborgarsvæðinu. Þessir aðilar eru hins vegar ekki allir með skráða íbúð á Airbnb og er því ekki hægt að álykta að fjórtán prósent virkra íbúða séu með þartilgerð leyfi. Vinna stendur yfir í atvinnuvegaráðuneytinu við að einfalda þetta og gera fólki auðveldara með að leigja út íbúðir og herbergi í skamman tíma á ári. Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, segir að von sé á frumvarpi.Flækjustigið of mikið Vöxturinn hefur verið hraður en það hefur ferðamannastraumurinn til Íslands líka verið. Ragnheiður Elín segir breytingarnar orðnar og komnar til að vera. „Umfang íbúðaútleigu til ferðamanna hefur farið mjög vaxandi á undanförnum árum og við verðum að átta okkur á því að þetta er komið til að vera,“ segir Ragnheiður Elín. „Ég held að það sé engum greiði gerður með að loka augunum fyrir því og þess vegna vakir fyrir okkur að koma þessari starfsemi upp á yfirborðið með því að leggja fram frumvarp þar sem við heimilum fólki að leigja út sínar eignir, íbúð og frístundahús, í allt að 90 daga á ári gegn því að það skrái sig, borgi lágt gjald og fær síðan númer þar sem hægt verður að fylgjast með þessari starfsemi.“ Þessi tilhögun á hins vegar aðeins að ná til einstaklinga sem taka þátt í hinu svokallaða deilihagkerfi en ekki til þeirra sem hafa gert útleigu íbúða til ferðamanna að atvinnu. Áfram verður gerð krafa til að slík útleiga lúti sömu reglum og hefðbundin hótel- og gistirekstur.Flestar íbúðirnar sem eru í virkri útleigu á Airbnb eru miðsvæðis í borginni.Vísir/VilhelmFólk vill vera með leyfi Ragnheiður Elín segist trúa því að fólk vilji vera með hlutina rétta og hafa leyfi fyrir þeirri starfsemi sem það er í. „Ég held að flækjustigið við leyfisveitingarnar fæli fólk frá því að skrá þetta með lögbundum hætti og það er þess vegna sem það vakir fyrir okkur að einfalda þetta regluverk,“ segir hún. „Við erum einnig að líta til einföldunar leyfisveitingar í ferðaþjónustunni.“ Ráðherrann segir deilihagkerfið og hefðbundin hótelstarfsemi sé tvennt ólíkt. „Það má ekki blanda saman deilihagkerfinu og atvinnustarfseminni, því eins og ég sagði áðan, er mjög mikilvægt að þarna sé gerður greinarmunur á,“ segir hún. Stefnt er að því að einfalda líka skráningar og leyfisveitingar til hefðbundinna gististaða og segir Ragnheiður Elín að það verði meðal annars gert með því að hafa einn vettvang á netinu þar sem fólk geti gengið frá öllum tilskildum leyfum á einum stað. Flókið og tímafrekt ferli Snorri Steinþórsson matreiðslumaður er einn þeirra sem hefur farið í gegnum leyfisskráningu vegna íbúða sem hann er með í útleigu í gegnum Airbnb. Hann var gestur Íslands í dag í gærkvöldi þar sem hann sagði meðal annars að það væri flókið að fá leyfi. „Það tekur tíma, það er slökkvilið, byggingarfulltrúi og vinnueftirlit og einhverjir fleiri, sem koma allir og skoða. Svo gerir maður úrbætur og svo fær maður leyfið,“ útskýrir hann. „Svo áttfaldast fasteignagjöldin hjá þér.“Snorri er með tvær íbúðir í útleigu í gegnum Airbnb.VísirSnorri skilur af hverju þessar ströngu reglur sem eiga áfram að gilda um þá sem hafa atvinnu af útleigu íbúða til ferðamanna. „Þetta er náttúruleg atvinnurekstur og maður er í þessu til þess og með þessi leyfi: Hvað gerist ef gestur deyr hjá þér? Hver er staða þín þá?“ segir hann og bætir við að hann hafi spáð mikið í þessum málum við undirbúning þess að leigja út íbúðir á Airbnb.Nóg að geraSnorri segir nóg að gera í útleigunni, yfir sumartímann hafi flestar nætur verið bókaðar. Ein nótt hafi verið laus í júní og júlímánuði. „Svo er þetta allt árið, það er orðið miklu meira yfir veturinn en hefur verið,“ segir hann. En er þetta þá ekki full vinna eða er þetta aukabúgrein? „Þetta er svona sem við höfum til hliðar,“ segir hann en hann og konan hans eru með tvær íbúðir við Laugaveg í útleigu. „Það er náttúrulega mikið að gera þegar maður er í vinnu annars staðar og svo í þessu á eftir.“ Snorri segist ekki finna fyrir mikilli samkeppni þó að framboðið sé mikið. „Maður er bara á þessum vef og bíður bara heima, við erum ekkert að auglýsa,“ segir hann. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir GAMMA-sjóðirnir teygja sig um alla borg Fjórir sjóðir undir stjórn GAMMA, með milljarða króna úr að spila, hafa keypt tæplega 500 fasteignir á höfuðborgarsvæðinu. 28. október 2015 10:30 Mest lesið Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent
Fleiri en 2.500 íbúðir í Reykjavík eru skráðar á vefinn Airbnb og eru yfir sextán hundruð íbúðir í reglulegri útleigu í gegnum vefinn. Íbúðirnar dreifast jafnt og þétt um borgina og ná til flestra hverfa á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í gögnum frá Airbnb og gögnum sem fyrirtækið Airdna hefur tekið saman. Til samanburðar eiga sjóðir undir stjórn GAMMA rúmlega 490 íbúðir en saman reka sjóðirnir stærsta leigufélag sem rekið er með hagnaðarsjónarmiði. Í umfjöllun okkar um umsvif GAMMA-sjóða kom fram að stjórnendur félagsins telja Airbnb og sambærilega vefi hafa meiri áhrif á leiguverð en þeir sjálfir. Miðað við umfang íslenskra aðila á Airbnb gæti það verið raunin.Svona lítur hitakort af dreifingu Airbnb íbúða og herbergja í Reykjavík út.Vísir/CartoDBFramboðið meira en tvöfaldast Mikil aukning hefur verið á skráðum herbergjum og/eða íbúðum í Reykjavík á vefnum. Samkvæmt upplýsingum frá Airbnb hefur skráðum íbúðum og herbergjum fjölgað um 113 prósent á síðustu tólf mánuðum, en samtals eru nú skráðar 2.533 íbúðir á vefinn í heild. Fyrir utan Reykjavík eru svo skráðar 1.014 íbúðir í heild. Talsverður vöxtur hefur verið á landinu öllu; samkvæmt Airbnb hefur aukningin numið 120 prósentum á einu ári. Fjöldi ferðamanna sem nota Airbnb til að finna sér gistingu á landinu hefur einnig aukist mikið, eða um 152 prósent. Sé aðeins horft á höfuðborgarsvæðið, þar sem umsvif leigusala í gegnum vefinn er mest, er aukningin litlu minni. 133 prósent fleiri ferðamenn notuðu Airbnb til að finna sér gististað á höfuðborgarsvæðinu nú en fyrir ári. Hátt verð fyrir nóttina Dæmi eru um að mörg hundruð þúsund krónur séu rukkaðar fyrir nóttina í þeim íbúðum sem auglýstar eru á vefnum. Í flestum tilfellum er þá rými fyrir á annan tug gesta í húsunum. Meðalverð á nóttina er rúmar 17.498, en meðalverð á hvern gest er 4.700 krónur, miðað við hámarksnýtingu. Á kortinu hér fyrir neðan má sjá dreifingu íbúða sem voru í virkri útleigu á Airbnb í september. Athugið að staðsetning íbúðanna er ekki nákvæm á kortinu en stuðst er við landfræðilegar upplýsingar sem notendur Airbnb gefa sjálfir upp. Kortið sýnir engu að síður umfang. Rauðu punktarnir eru í hlutfallslegri stærð miðað við verð á gistinótt Airbnb-íbúða en bláu punktarnir sýna fjölda og staðsetninga leyfa til reksturs gististaða, í öllum flokkum, samkvæmt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Hægt er að fá nánari upplýsingar um hvern gististað með því að smella á viðeigandi punkt. Þá er hægt að draga kortið til með músinni til að sjá aðra hluta borgarinnar og stækka og minnka það með örvunum í efra vinstra horninu.Hefur áhrif á fasteigna- og leiguverð Háskólinn á Bifröst vann nýlega skýrslu um umfang Airbnb á höfuðborgarsvæðinu og eru þar leiddar líkur að því að umfang viðskipta með gistingu í slíkum íbúðum hafi ýtt upp bæði leigu og fasteignaverði. Vísitala leiguverðs hefur hækkað um 29 prósent á tímabilinu 2011-2014, á sama tíma og fjöldi gistinótta á svæðinu hefur fjölgað mikið sem og framboð af íbúðum sem eru leigðar í skammtímaleigu á Airbnb. Vísitala fasteignaverðs hefur á sama tíma hækkað um 23 prósent.Fáir með leyfi Skýrar vísbendingar eru um að lítill hluti af þeim sem leigja út íbúðir og herbergi í gegnum vefinn séu með leyfi til að reka gististaði. Samkvæmt gögnum frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu eru samtals 231 aðili með leyfi fyrir slíkum rekstri á höfuðborgarsvæðinu. Þessir aðilar eru hins vegar ekki allir með skráða íbúð á Airbnb og er því ekki hægt að álykta að fjórtán prósent virkra íbúða séu með þartilgerð leyfi. Vinna stendur yfir í atvinnuvegaráðuneytinu við að einfalda þetta og gera fólki auðveldara með að leigja út íbúðir og herbergi í skamman tíma á ári. Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, segir að von sé á frumvarpi.Flækjustigið of mikið Vöxturinn hefur verið hraður en það hefur ferðamannastraumurinn til Íslands líka verið. Ragnheiður Elín segir breytingarnar orðnar og komnar til að vera. „Umfang íbúðaútleigu til ferðamanna hefur farið mjög vaxandi á undanförnum árum og við verðum að átta okkur á því að þetta er komið til að vera,“ segir Ragnheiður Elín. „Ég held að það sé engum greiði gerður með að loka augunum fyrir því og þess vegna vakir fyrir okkur að koma þessari starfsemi upp á yfirborðið með því að leggja fram frumvarp þar sem við heimilum fólki að leigja út sínar eignir, íbúð og frístundahús, í allt að 90 daga á ári gegn því að það skrái sig, borgi lágt gjald og fær síðan númer þar sem hægt verður að fylgjast með þessari starfsemi.“ Þessi tilhögun á hins vegar aðeins að ná til einstaklinga sem taka þátt í hinu svokallaða deilihagkerfi en ekki til þeirra sem hafa gert útleigu íbúða til ferðamanna að atvinnu. Áfram verður gerð krafa til að slík útleiga lúti sömu reglum og hefðbundin hótel- og gistirekstur.Flestar íbúðirnar sem eru í virkri útleigu á Airbnb eru miðsvæðis í borginni.Vísir/VilhelmFólk vill vera með leyfi Ragnheiður Elín segist trúa því að fólk vilji vera með hlutina rétta og hafa leyfi fyrir þeirri starfsemi sem það er í. „Ég held að flækjustigið við leyfisveitingarnar fæli fólk frá því að skrá þetta með lögbundum hætti og það er þess vegna sem það vakir fyrir okkur að einfalda þetta regluverk,“ segir hún. „Við erum einnig að líta til einföldunar leyfisveitingar í ferðaþjónustunni.“ Ráðherrann segir deilihagkerfið og hefðbundin hótelstarfsemi sé tvennt ólíkt. „Það má ekki blanda saman deilihagkerfinu og atvinnustarfseminni, því eins og ég sagði áðan, er mjög mikilvægt að þarna sé gerður greinarmunur á,“ segir hún. Stefnt er að því að einfalda líka skráningar og leyfisveitingar til hefðbundinna gististaða og segir Ragnheiður Elín að það verði meðal annars gert með því að hafa einn vettvang á netinu þar sem fólk geti gengið frá öllum tilskildum leyfum á einum stað. Flókið og tímafrekt ferli Snorri Steinþórsson matreiðslumaður er einn þeirra sem hefur farið í gegnum leyfisskráningu vegna íbúða sem hann er með í útleigu í gegnum Airbnb. Hann var gestur Íslands í dag í gærkvöldi þar sem hann sagði meðal annars að það væri flókið að fá leyfi. „Það tekur tíma, það er slökkvilið, byggingarfulltrúi og vinnueftirlit og einhverjir fleiri, sem koma allir og skoða. Svo gerir maður úrbætur og svo fær maður leyfið,“ útskýrir hann. „Svo áttfaldast fasteignagjöldin hjá þér.“Snorri er með tvær íbúðir í útleigu í gegnum Airbnb.VísirSnorri skilur af hverju þessar ströngu reglur sem eiga áfram að gilda um þá sem hafa atvinnu af útleigu íbúða til ferðamanna. „Þetta er náttúruleg atvinnurekstur og maður er í þessu til þess og með þessi leyfi: Hvað gerist ef gestur deyr hjá þér? Hver er staða þín þá?“ segir hann og bætir við að hann hafi spáð mikið í þessum málum við undirbúning þess að leigja út íbúðir á Airbnb.Nóg að geraSnorri segir nóg að gera í útleigunni, yfir sumartímann hafi flestar nætur verið bókaðar. Ein nótt hafi verið laus í júní og júlímánuði. „Svo er þetta allt árið, það er orðið miklu meira yfir veturinn en hefur verið,“ segir hann. En er þetta þá ekki full vinna eða er þetta aukabúgrein? „Þetta er svona sem við höfum til hliðar,“ segir hann en hann og konan hans eru með tvær íbúðir við Laugaveg í útleigu. „Það er náttúrulega mikið að gera þegar maður er í vinnu annars staðar og svo í þessu á eftir.“ Snorri segist ekki finna fyrir mikilli samkeppni þó að framboðið sé mikið. „Maður er bara á þessum vef og bíður bara heima, við erum ekkert að auglýsa,“ segir hann.
GAMMA-sjóðirnir teygja sig um alla borg Fjórir sjóðir undir stjórn GAMMA, með milljarða króna úr að spila, hafa keypt tæplega 500 fasteignir á höfuðborgarsvæðinu. 28. október 2015 10:30