Menntamálaráðherra segir skipulag RÚV ekki greypt í stein Heimir Már Pétursson skrifar 12. nóvember 2015 19:45 Þingflokksformaður Vinstri grænna segir suma Framsóknarmenn hafa lagst á sveif með Sjálfstæðisflokknum sem lengi hafi haft horn í síðu Ríkisútvarpsins. Menntamálaráðherra segist styðja rekstur ríkisútvarps, en það sé þó ekki óbreytanlegt frekar en aðrar stofnanir. Svandís Svavarsdóttir hóf sérstaka umræðu um umdeilda skýrslu undir formennsku Eyþórs Arnalds um Ríkisútvarpið á Alþingi í dag. Stjórnarandstöðuþingmenn sem tóku til máls voru flestir þeirrar skoðunar að trúverðugleiki skýrslunnar væri lítill. „Ríkisútvarpið hefur búið við þann veruleika í íslensku samfélagi um langt árabil að Sjálfstæðisflokkurinn hefur sérstaklega haft horn í síðu þeirrar stofnunar,“ segir Svandís. Landsfundir flokksins hafi beinlínis ályktað að selja Ríkisútvarpið eða koma því út af kortinu sem fjölmiðli í almannaþágu. Það væri hins vegar yfirlýst markmið stjórnenda Ríkisútvarpsins að búa við öruggt rekstrarumhverfi og samninga við stjórnvöld til langs tíma. „Og ég spyr háttvirtan ráðherra hvernig hann sér fyrir sér að geta tryggt þennan stöðugleika í rekstrarumhverfi og fjárhagslegum grundvelli Ríkisútvarpsins. Eða hvort hann sér það fyrir sér að fara í endurskoðun á lögum og þar með hlutverki Ríkisútvarpsins,“ sagði Svandís. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra boðar að hann muni leggja fram frumvarp um Ríkisútvarpið á vorþingi. „Í upphafi máls síns hélt háttvirtur þingmaður því fram að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sérstakt horn í síðu Ríkisútvarpsins. Ég held að þetta sé full einfölduð orðræða,“ segir menntamálaráðherra. Málið snérist um þau markmið sem sett væru Ríkisútvarpinu um vernd menningar, tungu og grundvöll lýðræðislegrar umræðu í þjóðfélaginu. Menn gætu greint á um leiðir að því markmiði. „Ég lít svo á að Ríkisútvarpið sé leið að markmiði. Ég tel reyndar að þetta sé góð leið og er í hópi þeirra sem telja að það sé þörf fyrir ríkisútvarp. En ég er ekki þeirrar skoðunar að það sé mótað í eitt skipti fyrir öll. Greypt í stein og óbreytanlegt,“ segir Illugi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru flestir sammála um að létta þyrfti 3,5 milljarða lífeyrisskuldbindingum af Ríkisútvarpinu. Menntamálaráðherra sagði þá stöðu til umhugsunar. Alþingi Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir suma Framsóknarmenn hafa lagst á sveif með Sjálfstæðisflokknum sem lengi hafi haft horn í síðu Ríkisútvarpsins. Menntamálaráðherra segist styðja rekstur ríkisútvarps, en það sé þó ekki óbreytanlegt frekar en aðrar stofnanir. Svandís Svavarsdóttir hóf sérstaka umræðu um umdeilda skýrslu undir formennsku Eyþórs Arnalds um Ríkisútvarpið á Alþingi í dag. Stjórnarandstöðuþingmenn sem tóku til máls voru flestir þeirrar skoðunar að trúverðugleiki skýrslunnar væri lítill. „Ríkisútvarpið hefur búið við þann veruleika í íslensku samfélagi um langt árabil að Sjálfstæðisflokkurinn hefur sérstaklega haft horn í síðu þeirrar stofnunar,“ segir Svandís. Landsfundir flokksins hafi beinlínis ályktað að selja Ríkisútvarpið eða koma því út af kortinu sem fjölmiðli í almannaþágu. Það væri hins vegar yfirlýst markmið stjórnenda Ríkisútvarpsins að búa við öruggt rekstrarumhverfi og samninga við stjórnvöld til langs tíma. „Og ég spyr háttvirtan ráðherra hvernig hann sér fyrir sér að geta tryggt þennan stöðugleika í rekstrarumhverfi og fjárhagslegum grundvelli Ríkisútvarpsins. Eða hvort hann sér það fyrir sér að fara í endurskoðun á lögum og þar með hlutverki Ríkisútvarpsins,“ sagði Svandís. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra boðar að hann muni leggja fram frumvarp um Ríkisútvarpið á vorþingi. „Í upphafi máls síns hélt háttvirtur þingmaður því fram að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sérstakt horn í síðu Ríkisútvarpsins. Ég held að þetta sé full einfölduð orðræða,“ segir menntamálaráðherra. Málið snérist um þau markmið sem sett væru Ríkisútvarpinu um vernd menningar, tungu og grundvöll lýðræðislegrar umræðu í þjóðfélaginu. Menn gætu greint á um leiðir að því markmiði. „Ég lít svo á að Ríkisútvarpið sé leið að markmiði. Ég tel reyndar að þetta sé góð leið og er í hópi þeirra sem telja að það sé þörf fyrir ríkisútvarp. En ég er ekki þeirrar skoðunar að það sé mótað í eitt skipti fyrir öll. Greypt í stein og óbreytanlegt,“ segir Illugi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar voru flestir sammála um að létta þyrfti 3,5 milljarða lífeyrisskuldbindingum af Ríkisútvarpinu. Menntamálaráðherra sagði þá stöðu til umhugsunar.
Alþingi Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira