Söluaukning hjá öllum þýsku bílaframleiðendunum Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2015 10:21 Nýr Audi A4. orderofdoom Mikill vöxtur þýsku lúxusbílaframleiðandanna heldur áfram og seldu Audi, BMW og Benz öll meira í október en í sama mánuði í fyrra. Minnst söluaukning var þó hjá Audi, eða 2% og seldi fyrirtækið 149.200 bíla. BMW seldi 164.915 bíla og jókst salan um 6,3%. Söluaukningin var þó mest hjá Mercedes benz, eða um 10% og nam 155.189 bílum. Því stefnir í að Mercedes Benz muni ná Audi sem næst söluhæstu þýski lúxusbílaframleiðandinn, en Audi hefur haldið þeim titli frá árinu 2011. BMW hefur lengi verið söluhæst þessara þriggja. Hjá Audi féll salan í Kína um 2,8%, jókst um 3,4% í Evrópu, en um heil 17% í Bandaríkjunum. Heildarsalan hjá Audi á árinu hefur vaxið um 3,6% og stendur nú í 1,5 milljónum bíla. Hjá BMW hefur vöxturinn verið 5,6% og salan 1,56 milljón bíla og hjá Mercedes Benz nemur vöxturinn 15% og salan 1,53 milljónir bíla. Sannarlega lítill munur á þessum þremur þýsku keppinautum. Það mun væntanlega auka hressilega söluna hjá Audi þegar sala á nýjum Audi A4 hefst fyrir alvöru, en salan í Evrópu hófst í þessari viku. Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent
Mikill vöxtur þýsku lúxusbílaframleiðandanna heldur áfram og seldu Audi, BMW og Benz öll meira í október en í sama mánuði í fyrra. Minnst söluaukning var þó hjá Audi, eða 2% og seldi fyrirtækið 149.200 bíla. BMW seldi 164.915 bíla og jókst salan um 6,3%. Söluaukningin var þó mest hjá Mercedes benz, eða um 10% og nam 155.189 bílum. Því stefnir í að Mercedes Benz muni ná Audi sem næst söluhæstu þýski lúxusbílaframleiðandinn, en Audi hefur haldið þeim titli frá árinu 2011. BMW hefur lengi verið söluhæst þessara þriggja. Hjá Audi féll salan í Kína um 2,8%, jókst um 3,4% í Evrópu, en um heil 17% í Bandaríkjunum. Heildarsalan hjá Audi á árinu hefur vaxið um 3,6% og stendur nú í 1,5 milljónum bíla. Hjá BMW hefur vöxturinn verið 5,6% og salan 1,56 milljón bíla og hjá Mercedes Benz nemur vöxturinn 15% og salan 1,53 milljónir bíla. Sannarlega lítill munur á þessum þremur þýsku keppinautum. Það mun væntanlega auka hressilega söluna hjá Audi þegar sala á nýjum Audi A4 hefst fyrir alvöru, en salan í Evrópu hófst í þessari viku.
Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent