Vopnin mega ekki vera hlaðin Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 16. nóvember 2015 07:00 Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna „Sjálfur hef ég margítrekað ferðast inn og út af Schengen-svæðinu – í eitt skipti meira að segja með Glock-skammbyssu með 45 skotum í þremur fullhlöðnum magasínum í handfarangri,“ skrifaði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, á Facebook-síðu sinni. Ummælin skrifar hann við stöðuuppfærslu hjá sér sjálfum þar sem hann deilir frétt af hörmungunum í París á föstudag.Sjá einnig: Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits Í 21. grein vopnalaga er sérstaklega tiltekið að sá sem fer með eða notar skotvopn skuli ætíð gæta fyllstu varúðar. Við burð og flutning á skotvopnum milli staða skuli þau vera óhlaðin og í umbúðum. Brot gegn lögum þessum og reglum varða sektum eða fangelsi allt að 4 árum. Samgöngustofa hefur umsjón með reglugerð um flugvernd. Í viðauka við reglugerðina er sérstaklega tekið fram að skotvopn til persónulegra nota sem og meðfylgjandi kúlur, högl, örvar o.s.frv. sem samræmast ofangreindum liðum megi einungis flytja sem fragt eða í innrituðum farangri. Vopnin mega ekki vera hlaðin. Ekki náðist í Snorra Magnússon við vinnslu þessarar fréttar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að spyrja hann hvort hann hafi haft einhvers konar leyfi til að flytja hlaðna skammbyssu með þessum hætti. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 ekki skilja ummæli Snorra. „Ég held að menn eigi að passa sig á því sem þeir segja og að það sé eftir því tekið þegar ákveðnir aðilar taka til máls.“ Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Innanríkisráðherra segist ekki skilja orð Snorra Magnússonar Formaður Landssambands lögreglumanna sagðist hafa ferðast um Schengen-svæðið með hlaðna Glock skammbyssu. 15. nóvember 2015 19:13 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
„Sjálfur hef ég margítrekað ferðast inn og út af Schengen-svæðinu – í eitt skipti meira að segja með Glock-skammbyssu með 45 skotum í þremur fullhlöðnum magasínum í handfarangri,“ skrifaði Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, á Facebook-síðu sinni. Ummælin skrifar hann við stöðuuppfærslu hjá sér sjálfum þar sem hann deilir frétt af hörmungunum í París á föstudag.Sjá einnig: Formaður Landssambands lögreglumanna harmar niðurfellingu landamæraeftirlits Í 21. grein vopnalaga er sérstaklega tiltekið að sá sem fer með eða notar skotvopn skuli ætíð gæta fyllstu varúðar. Við burð og flutning á skotvopnum milli staða skuli þau vera óhlaðin og í umbúðum. Brot gegn lögum þessum og reglum varða sektum eða fangelsi allt að 4 árum. Samgöngustofa hefur umsjón með reglugerð um flugvernd. Í viðauka við reglugerðina er sérstaklega tekið fram að skotvopn til persónulegra nota sem og meðfylgjandi kúlur, högl, örvar o.s.frv. sem samræmast ofangreindum liðum megi einungis flytja sem fragt eða í innrituðum farangri. Vopnin mega ekki vera hlaðin. Ekki náðist í Snorra Magnússon við vinnslu þessarar fréttar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að spyrja hann hvort hann hafi haft einhvers konar leyfi til að flytja hlaðna skammbyssu með þessum hætti. Ólöf Nordal innanríkisráðherra sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 ekki skilja ummæli Snorra. „Ég held að menn eigi að passa sig á því sem þeir segja og að það sé eftir því tekið þegar ákveðnir aðilar taka til máls.“
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Innanríkisráðherra segist ekki skilja orð Snorra Magnússonar Formaður Landssambands lögreglumanna sagðist hafa ferðast um Schengen-svæðið með hlaðna Glock skammbyssu. 15. nóvember 2015 19:13 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Innanríkisráðherra segist ekki skilja orð Snorra Magnússonar Formaður Landssambands lögreglumanna sagðist hafa ferðast um Schengen-svæðið með hlaðna Glock skammbyssu. 15. nóvember 2015 19:13