Óttastjórnun á RÚV Guðmundur Andri Thorsson skrifar 2. nóvember 2015 07:00 Óskandi væri að framganga stjórnmálamanna gagnvart RÚV endurspeglaði viðhorf meirihluta landsmanna til þessarar sameignar sinnar. Samkvæmt könnun MNR frá því fyrr á þessu ári er mikill minnihluti landsmanna – um 28% - fylgjandi því að „selja“ eða „einkavæða“ Ríkisútvarpið. Landsmenn vilja eiga þessa stofnun áfram enda gegnir hún afar mikilsverðu hlutverki á ótal sviðum, hvort sem litið er til upplýsingahlutverks, öryggishlutverks, varðveisluhlutverks eða menningarhlutverks í víðasta skilningi þess orðs. Hlálegt er að ríkisstjórn sem læst hafa þjóðleg gildi í hávegum skuli aftur og aftur senda á þessa stofnun froðufellandi rakka. Safn Ríkisútvarpsins er ómetanlegt, sú þekking sem þar hefur orðið til í tímans rás er ekki til annars staðar, hefðirnar sem starfsfólk þessarar ofsóttu stofnunar hefur mótað, þrátt fyrir eilífar sendingar Sjálfstæðisflokksins á nýjum og nýjum stjórnendum, sem eiga það allir sammerkt að hafa aldrei starfað við útvarp eða sjónvarp.„Það eru erfiðir tímar“Um árabil hafa Sjálfstæðismenn (og nýja Framsókn hægra megin við Sjalla) verið með Ríkisútvarpið á heilanum og gætt þess vandlega að stjórna öllum meiriháttar stöðuveitingum þar. Og eru um leið síkvartandi yfir „slagsíðu“ hjá RÚV, sem væri eins og hvimleiður kækur ef þetta virkaði ekki á mann eins og úthugsuð óttastjórnun – markviss aðferð við að skjóta fólki skelk í bringu, stjórna umfjöllun um sig og halda stofnuninni í heljargreipum. Fjölmiðlun er sögð erfið á Íslandi og ekki síst um þessar mundir, þegar fólk sækir í síauknum mæli afþreyingu sína, samskipti og fróðleik á netið, í efnisveitur og á einstakar síður. Samt gæti fjölmiðlun hér virst standa með blóma. Nokkrir ágætir vefmiðlar hafa rutt sér til rúms á síðustu árum. Stöð tvö á sér miklu glæstari sögu og hefðir í framleiðslu á leiknu innlendu sjónvarpsefni en RÚV, þar sem einhver þyrrkingur hefur alltaf ríkt á því sviði. Þjóðmálaumræða er líka með ágætum á Stöð tvö og um skemmtiefnið þarf ekki að fjölyrða. Á Akureyrarstöðinni N4 ríkir mjög ánægjuleg hægð og gott andrúmsloft og viðtöl Sigmundar Ernis á Hringbraut eru meðal þess besta sem á boðstólum er í íslensku sjónvarpi.Og þannig mætti áfram telja. En þessar stöðvar eru ekki RÚV, og munu ekki taka við skyldum og eðli þeirrar stofnunar, ættu ekki að þurfa þess. „Myndum við stofna Ríkisútvarpið í dag?“ spurði Hanna Birna í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í gær. Slíkri spurningu verður eiginlega ekki svarað öðruvísi en með þessu: það var stofnað á sínum tíma; það er þarna. Með sína sögu, sínar hefðir, sitt mikla safn – sitt sjálfstæði. Og við eigum að nota það besta úr þeirri hefð sem það hefur, láta það í friði, láta það hafa þá peninga sem eyrnarmerktir eru því í lögum, því að það getur ekki talist vera eðlilegt rekstrarumhverfi slíkri stofnun að vita aldrei hvað dyntóttir og hefnigjarnir stjórnmálamenn láta af hendi rakna, hverju sinni – eins og framlög til þjóðarfjölmiðilsins eigi að vera undir velvild einstakra stjórnmálamanna komin. Sjónvarp í núverandi mynd verður senn liðin tíð: þar sem við setjumst niður á kvöldin og horfum á dagskrána, hvern þátt eftir annan. Við erum virkir notendur. Með hjálp tímaflakks setjum við saman eigin dagskrá úr þeim ýmsu stöðvum sem í boði eru – sem vissulega býður þeirri hættu heim að maður nenni ekki að horfa á neitt annað en Barnaby, Lewis og Wallander til skiptis í danska, sænska eða norska sjónvarpinu, jafnvel sama þáttinn aftur og aftur því maður man ekki stundinni lengur hvað gerist hvar. Við þessu þurfa stöðvar að bregðast og gera hver með sínum hætti. Vönduð innlend dagskrárgerð á ólíkum stöðvum á meiri möguleika en ella að ná til fleira fólks, sem þarf ekki lengur að velja á milli þess hvort það horfir á Loga Bergmann eða söngvakeppnina á Skjá einum heldur skoðar hvort tveggja, og notar hröðunarhnappinn á meðan ótæpilega.Vinstri/hægrimál?RÚV og starfsemi þess er ekki ógnun við rekstur annarra fjölmiðla, nema síður sé. Jafnvel þótt dregið yrði úr vægi auglýsinga í Ríkissjónvarpinu – sem vel kann að koma til greina – er ekki sjálfgefið að þær tekjur falli sjálfkrafa í skaut öðrum innlendum sjónvarpsstöðvum: æ fleiri fyrirtæki auglýsa varning sinn á Facebook og slíkum netsíðum – og þá renna tekjurnar til Ameríku. Fjölbreytilegir fjölmiðlar eiga að geta þrifist við hlið RÚV, í andsvörum og samtali við það, lausir við ýmsar skyldur og kvaðir þeirrar stofnunar en um leið notið góðs af henni á margvíslegan hátt. Það er synd að tilvera ríkisútvarpsins skuli vera slíkt vinstri/hægrimannamál hér á landi, og leiðinlegt að sú almenna sátt sem ríkir um stofnunina meðal almennings skuli ekki ná til ráðamanna: þar er vel að merkja átt við sjálfa tilveru stofnunarinnar, ekki stjórnunarhætti þar innandyra, sem oft hefur verið deilt á úr öllum áttum, eins og vera ber þegar ástæða þykir til. Kannski er þessi eilífa áreitni stjórmálamanna í garð RÚV einn arfurinn enn frá óttastjórnunarstíl Davíðsáranna sem við þurfum að losa okkur við til að skapa heilbrigðara andrúmsloft í samfélaginu. Fólk sem vill leggja niður RÚV er andvígt hinum sameiginlega vettvangi. Það vill þjóðfélag sundurgreiningar, þar sem hægri menn hafa sína fjölmiðla og vinstri menn sína og svo talist fólk aldrei við, hafi engan sameiginlegan grundvöll að standa á en velji hver sinn veruleika, hver sínar staðreyndir, og svo gargi fólk hvert á annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Óskandi væri að framganga stjórnmálamanna gagnvart RÚV endurspeglaði viðhorf meirihluta landsmanna til þessarar sameignar sinnar. Samkvæmt könnun MNR frá því fyrr á þessu ári er mikill minnihluti landsmanna – um 28% - fylgjandi því að „selja“ eða „einkavæða“ Ríkisútvarpið. Landsmenn vilja eiga þessa stofnun áfram enda gegnir hún afar mikilsverðu hlutverki á ótal sviðum, hvort sem litið er til upplýsingahlutverks, öryggishlutverks, varðveisluhlutverks eða menningarhlutverks í víðasta skilningi þess orðs. Hlálegt er að ríkisstjórn sem læst hafa þjóðleg gildi í hávegum skuli aftur og aftur senda á þessa stofnun froðufellandi rakka. Safn Ríkisútvarpsins er ómetanlegt, sú þekking sem þar hefur orðið til í tímans rás er ekki til annars staðar, hefðirnar sem starfsfólk þessarar ofsóttu stofnunar hefur mótað, þrátt fyrir eilífar sendingar Sjálfstæðisflokksins á nýjum og nýjum stjórnendum, sem eiga það allir sammerkt að hafa aldrei starfað við útvarp eða sjónvarp.„Það eru erfiðir tímar“Um árabil hafa Sjálfstæðismenn (og nýja Framsókn hægra megin við Sjalla) verið með Ríkisútvarpið á heilanum og gætt þess vandlega að stjórna öllum meiriháttar stöðuveitingum þar. Og eru um leið síkvartandi yfir „slagsíðu“ hjá RÚV, sem væri eins og hvimleiður kækur ef þetta virkaði ekki á mann eins og úthugsuð óttastjórnun – markviss aðferð við að skjóta fólki skelk í bringu, stjórna umfjöllun um sig og halda stofnuninni í heljargreipum. Fjölmiðlun er sögð erfið á Íslandi og ekki síst um þessar mundir, þegar fólk sækir í síauknum mæli afþreyingu sína, samskipti og fróðleik á netið, í efnisveitur og á einstakar síður. Samt gæti fjölmiðlun hér virst standa með blóma. Nokkrir ágætir vefmiðlar hafa rutt sér til rúms á síðustu árum. Stöð tvö á sér miklu glæstari sögu og hefðir í framleiðslu á leiknu innlendu sjónvarpsefni en RÚV, þar sem einhver þyrrkingur hefur alltaf ríkt á því sviði. Þjóðmálaumræða er líka með ágætum á Stöð tvö og um skemmtiefnið þarf ekki að fjölyrða. Á Akureyrarstöðinni N4 ríkir mjög ánægjuleg hægð og gott andrúmsloft og viðtöl Sigmundar Ernis á Hringbraut eru meðal þess besta sem á boðstólum er í íslensku sjónvarpi.Og þannig mætti áfram telja. En þessar stöðvar eru ekki RÚV, og munu ekki taka við skyldum og eðli þeirrar stofnunar, ættu ekki að þurfa þess. „Myndum við stofna Ríkisútvarpið í dag?“ spurði Hanna Birna í þætti Sigurjóns M. Egilssonar á Bylgjunni í gær. Slíkri spurningu verður eiginlega ekki svarað öðruvísi en með þessu: það var stofnað á sínum tíma; það er þarna. Með sína sögu, sínar hefðir, sitt mikla safn – sitt sjálfstæði. Og við eigum að nota það besta úr þeirri hefð sem það hefur, láta það í friði, láta það hafa þá peninga sem eyrnarmerktir eru því í lögum, því að það getur ekki talist vera eðlilegt rekstrarumhverfi slíkri stofnun að vita aldrei hvað dyntóttir og hefnigjarnir stjórnmálamenn láta af hendi rakna, hverju sinni – eins og framlög til þjóðarfjölmiðilsins eigi að vera undir velvild einstakra stjórnmálamanna komin. Sjónvarp í núverandi mynd verður senn liðin tíð: þar sem við setjumst niður á kvöldin og horfum á dagskrána, hvern þátt eftir annan. Við erum virkir notendur. Með hjálp tímaflakks setjum við saman eigin dagskrá úr þeim ýmsu stöðvum sem í boði eru – sem vissulega býður þeirri hættu heim að maður nenni ekki að horfa á neitt annað en Barnaby, Lewis og Wallander til skiptis í danska, sænska eða norska sjónvarpinu, jafnvel sama þáttinn aftur og aftur því maður man ekki stundinni lengur hvað gerist hvar. Við þessu þurfa stöðvar að bregðast og gera hver með sínum hætti. Vönduð innlend dagskrárgerð á ólíkum stöðvum á meiri möguleika en ella að ná til fleira fólks, sem þarf ekki lengur að velja á milli þess hvort það horfir á Loga Bergmann eða söngvakeppnina á Skjá einum heldur skoðar hvort tveggja, og notar hröðunarhnappinn á meðan ótæpilega.Vinstri/hægrimál?RÚV og starfsemi þess er ekki ógnun við rekstur annarra fjölmiðla, nema síður sé. Jafnvel þótt dregið yrði úr vægi auglýsinga í Ríkissjónvarpinu – sem vel kann að koma til greina – er ekki sjálfgefið að þær tekjur falli sjálfkrafa í skaut öðrum innlendum sjónvarpsstöðvum: æ fleiri fyrirtæki auglýsa varning sinn á Facebook og slíkum netsíðum – og þá renna tekjurnar til Ameríku. Fjölbreytilegir fjölmiðlar eiga að geta þrifist við hlið RÚV, í andsvörum og samtali við það, lausir við ýmsar skyldur og kvaðir þeirrar stofnunar en um leið notið góðs af henni á margvíslegan hátt. Það er synd að tilvera ríkisútvarpsins skuli vera slíkt vinstri/hægrimannamál hér á landi, og leiðinlegt að sú almenna sátt sem ríkir um stofnunina meðal almennings skuli ekki ná til ráðamanna: þar er vel að merkja átt við sjálfa tilveru stofnunarinnar, ekki stjórnunarhætti þar innandyra, sem oft hefur verið deilt á úr öllum áttum, eins og vera ber þegar ástæða þykir til. Kannski er þessi eilífa áreitni stjórmálamanna í garð RÚV einn arfurinn enn frá óttastjórnunarstíl Davíðsáranna sem við þurfum að losa okkur við til að skapa heilbrigðara andrúmsloft í samfélaginu. Fólk sem vill leggja niður RÚV er andvígt hinum sameiginlega vettvangi. Það vill þjóðfélag sundurgreiningar, þar sem hægri menn hafa sína fjölmiðla og vinstri menn sína og svo talist fólk aldrei við, hafi engan sameiginlegan grundvöll að standa á en velji hver sinn veruleika, hver sínar staðreyndir, og svo gargi fólk hvert á annað.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun