#þettahefðigetaðveriðég: Sýna samhug með hjúkrunarfræðingnum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. nóvember 2015 22:01 Hjúkrunarfræðingar standa þétt að baki hinnar ákærðu. Vísir/Vilhelm „Ég þekki hjúkrunarfræðinginn sem hefur verið ákærður ekki neitt, hef aldrei hitt hann svo ég viti. Ég veit í raun ekkert hver hann er, enda skiptir það ekki máli. Hann hefði getað verið ég. Hann hefði getað verið þú.“ Svo ritar Helga Rós Másdóttir í Facebook-hópinn Samhugur í verki en hún hefur hrundið af stað styrktarreikningi til styrktar hjúkrunarfræðingsins sem ákærð hefur fyrir manndráp af gáleysi. Tilgangurinn með styrktarreikningnum er að „létta hjúkrunarfræðingnum og fjölskyldu hans lífið eftir erfiða reynslu og erfitt dómsmál.“ Ráðgert er að reikningurinn verði opinn til 15. desember og eftir það verði honum lokað og upphæðin sem safnast hefur saman færð til hjúkrunarfræðingsins. Tekið er fram að söfnunin sé einstaklingsframtak en gerð með vitund forystu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og hinnar ákærðu. Fjölmargir hjúkrunarfræðingar og aðstandur þeirra hafa lýst yfir stuðningi við hjúkrunarfræðinginn og senda honum stuðningskveðjur í gegnum Facebook. Notast hefur verið við myllumerkið #þettahefðigetaðveriðég á Facebook og Twitter. Þegar rennt er yfir innlegg og athugasemdir í Facebook-hópnum sést að margir hjúkrunarfræðingar eru mjög hugsi yfir ákærunni á hendur hjúkrunarfræðingnum og telja það ljóst að að þetta atvik hefði getað komið fyrir hvaða hjúkrunarfræðing sem er. Hjúkrunarfræðingurinn var ákærð fyrir manndráp af gáleysi vegna atviks sem átti sér stað árið 2012 þegar Guðmundur Már Bjarnason lést á gjörgæsludeild Landspítalans. Málsmeðferð í málinu hófst fyrir skömmu og ber hjúkrunarfræðingurinn því fyrir sér að gríðarlegt álag og undirmönnum hafi verið á gjörgæslunni umrætt kvöld. Málið er einstakt sinnar tegundar á Íslandi. Aldrei áður hefur hjúkrunarfræðingur verið ákærður fyrir að sýna af sér gáleysi í vinnu. Upplýsingar um styrktarreikninginn má finna hér: Reikningsnúmer 0546-14-404044 Kennitala 060779-4659 Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17 Var í taugaáfalli við yfirheyrslu Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir manndráp hafði hlaupið á milli margra deilda og gefist lítill tími til að sinna sjúklingi sem lést. Sjálfsásakanir hafi valdið því að hún neitaði ekki sök í fyrstu skýrslutöku. 5. nóvember 2015 06:00 Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54 Yfirlæknir á gjörgæslu: Ekki hægt að kenna einum um þegar svona fer Manninum var vart hugað líf eftir stóra aðgerð en sýndi batamerki næstu daga og þótti þokast í rétta átt. 4. nóvember 2015 15:59 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
„Ég þekki hjúkrunarfræðinginn sem hefur verið ákærður ekki neitt, hef aldrei hitt hann svo ég viti. Ég veit í raun ekkert hver hann er, enda skiptir það ekki máli. Hann hefði getað verið ég. Hann hefði getað verið þú.“ Svo ritar Helga Rós Másdóttir í Facebook-hópinn Samhugur í verki en hún hefur hrundið af stað styrktarreikningi til styrktar hjúkrunarfræðingsins sem ákærð hefur fyrir manndráp af gáleysi. Tilgangurinn með styrktarreikningnum er að „létta hjúkrunarfræðingnum og fjölskyldu hans lífið eftir erfiða reynslu og erfitt dómsmál.“ Ráðgert er að reikningurinn verði opinn til 15. desember og eftir það verði honum lokað og upphæðin sem safnast hefur saman færð til hjúkrunarfræðingsins. Tekið er fram að söfnunin sé einstaklingsframtak en gerð með vitund forystu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og hinnar ákærðu. Fjölmargir hjúkrunarfræðingar og aðstandur þeirra hafa lýst yfir stuðningi við hjúkrunarfræðinginn og senda honum stuðningskveðjur í gegnum Facebook. Notast hefur verið við myllumerkið #þettahefðigetaðveriðég á Facebook og Twitter. Þegar rennt er yfir innlegg og athugasemdir í Facebook-hópnum sést að margir hjúkrunarfræðingar eru mjög hugsi yfir ákærunni á hendur hjúkrunarfræðingnum og telja það ljóst að að þetta atvik hefði getað komið fyrir hvaða hjúkrunarfræðing sem er. Hjúkrunarfræðingurinn var ákærð fyrir manndráp af gáleysi vegna atviks sem átti sér stað árið 2012 þegar Guðmundur Már Bjarnason lést á gjörgæsludeild Landspítalans. Málsmeðferð í málinu hófst fyrir skömmu og ber hjúkrunarfræðingurinn því fyrir sér að gríðarlegt álag og undirmönnum hafi verið á gjörgæslunni umrætt kvöld. Málið er einstakt sinnar tegundar á Íslandi. Aldrei áður hefur hjúkrunarfræðingur verið ákærður fyrir að sýna af sér gáleysi í vinnu. Upplýsingar um styrktarreikninginn má finna hér: Reikningsnúmer 0546-14-404044 Kennitala 060779-4659
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17 Var í taugaáfalli við yfirheyrslu Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir manndráp hafði hlaupið á milli margra deilda og gefist lítill tími til að sinna sjúklingi sem lést. Sjálfsásakanir hafi valdið því að hún neitaði ekki sök í fyrstu skýrslutöku. 5. nóvember 2015 06:00 Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54 Yfirlæknir á gjörgæslu: Ekki hægt að kenna einum um þegar svona fer Manninum var vart hugað líf eftir stóra aðgerð en sýndi batamerki næstu daga og þótti þokast í rétta átt. 4. nóvember 2015 15:59 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17
Var í taugaáfalli við yfirheyrslu Hjúkrunarfræðingur sem er ákærður fyrir manndráp hafði hlaupið á milli margra deilda og gefist lítill tími til að sinna sjúklingi sem lést. Sjálfsásakanir hafi valdið því að hún neitaði ekki sök í fyrstu skýrslutöku. 5. nóvember 2015 06:00
Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54
Yfirlæknir á gjörgæslu: Ekki hægt að kenna einum um þegar svona fer Manninum var vart hugað líf eftir stóra aðgerð en sýndi batamerki næstu daga og þótti þokast í rétta átt. 4. nóvember 2015 15:59