„Vil ekki sjá vatnsborðið hærra en þetta“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2015 15:06 Skaftá hefur breyst í beljandi stórfljót í stærsta jökulhlaupi árinnar sem menn muna eftir. vísir/vilhelm Auður Guðbjörnsdóttir, bóndi á Búlandi í Skaftártungu, segir að það megi teljast mjög gott ef að eystri brúin sem liggur milli Búlands og Skaftárdals standi af sér stærsta Skaftárhlaup í manna minnum sem nú beljast niður úr Skaftárjökli. „Áin er farin að flæða hér inn á tún og við erum einfaldlega farin að missa girðingar og beitilönd undir vatn. Ég vona að þetta hafi náð hámarki sínu því ég vil ekki sjá vatnsborðið hærra en þetta.“Sjá einnig: Sjáðu myndir af sögulegu Skaftárhlaupi Auður segir erfitt að segja til um hvert tjónið verður. „Við verðum eiginlega bara að sjá það þegar það sjatnar í ánni og hvað það verður mikill leir eftir og hvað áin er búin að brjóta mikið á landinu. Það er þó alveg ljóst að það eru að verða miklar skemmdir inn í Skaftárdal. Þar á jörðinni hefur verið skógrækt og skógræktarsvæði eru að fara undir vatn.“ Aðspurð segir Auður að þau á Búlandi séu ekki alveg innilokuð þar sem þau gætu komist yfir á stórum jeppa þar sem lónað hefur yfir veginn við Hvamm. „En við höfum ekkert að gera af bæ svo við sitjum þetta bara af okkur.“Skaftá hefur flætt yfir vegi víða en þó ekki yfir þjóðveg 1.vísir/vilhelmReyna að koma í veg fyrir að vatn fari yfir hringveginn Að sögn Víðis Reynisson, verkefnastjóra almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi, sjatnaði hressilega í rennsli Skaftár við brúna sem liggur yfir Eldvatn við bæinn Múla þegar varnargarður þar brast. „Það flæðir vatn yfir vegi á nokkrum stöðum í kringum þjóðveg 1 en við erum ekki farnir að loka neins staðar. Við erum með mannskap sem fylgist með vatnsmagninu og munum loka ef þörf krefur á,“ segir Víðir. Vatn er ekki enn farið að flæða yfir þjóðveg 1 en að sögn Víðis eru starfsmenn Vegagerðarinnar komnir með gröfu að Litla-Bresti sem liggur miðja vegu milli Kirkjubæjarklausturs og Eldhrauns svo koma megi í veg fyrir að vatn flæði yfir hringveginn. Aðspurður hvort að mikið af fólki hafi komið að til að fylgjast með hlaupinu segir Víðir að það hafi verið dálítið af fólki áðan við brúna við Eldvatn þegar vatnsrennslið var sem mest. Engin hætta hafi hins vegar verið á ferðum þar sem svæðið hafi verið girt af og ferðafólk staðið nokkuð langt frá sjálfu hlaupinu.3000-4000 rúmmetrar á sekúndu þegar mest lét Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segist helst telja að hlaupið hafi náð hámarki sínu við Ása og það staðfestir Snorri Zóphóníasson, vatnamælingamaður á Veðurstofu Íslands. Ennþá sé þó gríðarlega mikið vatn sem flæðir um svæðið. „Þetta er ofboðslegur flaumur sem fer hérna um. Það sést enn ekkert í landið svo það er verðugt að sjá hvernig það lítur út þegar hlaupinu er lokið,“ segir Gísli Halldór. Hann segir hundruð hektara lands hafa farið undir land. „Það er bara beljandi straumvatn á þessu. Það er stórt tún hérna úti í hraunum sem getur verið að sé einfaldlega ónýtt en það verður bara að koma í ljós.“ Snorri segir að þó að hlaupið hafi náð hámarki sínu við Ása þá sé ennþá svakalega mikið rennsli í ánni. Þá séu í raun ekki til neinar formlegar mælingar um hversu mikið rennsli var í ánni þegar mest lét í nótt uppi við Sveinstind en Snorri segir að menn telji að vatnsmagnið hafi verið á milli 3000-4000 rúmmetrar á sekúndu. Hlaup í Skaftá 2015 Tengdar fréttir Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00 Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35 Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15 „Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07 Kálakrar farnir undir vatn og gróið land rofnar Ógnarstórt Skaftárhlaup hefur ekki enn náð hámarki sínu í byggð en hefur þegar valdið miklu tjóni. 2. október 2015 10:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Auður Guðbjörnsdóttir, bóndi á Búlandi í Skaftártungu, segir að það megi teljast mjög gott ef að eystri brúin sem liggur milli Búlands og Skaftárdals standi af sér stærsta Skaftárhlaup í manna minnum sem nú beljast niður úr Skaftárjökli. „Áin er farin að flæða hér inn á tún og við erum einfaldlega farin að missa girðingar og beitilönd undir vatn. Ég vona að þetta hafi náð hámarki sínu því ég vil ekki sjá vatnsborðið hærra en þetta.“Sjá einnig: Sjáðu myndir af sögulegu Skaftárhlaupi Auður segir erfitt að segja til um hvert tjónið verður. „Við verðum eiginlega bara að sjá það þegar það sjatnar í ánni og hvað það verður mikill leir eftir og hvað áin er búin að brjóta mikið á landinu. Það er þó alveg ljóst að það eru að verða miklar skemmdir inn í Skaftárdal. Þar á jörðinni hefur verið skógrækt og skógræktarsvæði eru að fara undir vatn.“ Aðspurð segir Auður að þau á Búlandi séu ekki alveg innilokuð þar sem þau gætu komist yfir á stórum jeppa þar sem lónað hefur yfir veginn við Hvamm. „En við höfum ekkert að gera af bæ svo við sitjum þetta bara af okkur.“Skaftá hefur flætt yfir vegi víða en þó ekki yfir þjóðveg 1.vísir/vilhelmReyna að koma í veg fyrir að vatn fari yfir hringveginn Að sögn Víðis Reynisson, verkefnastjóra almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi, sjatnaði hressilega í rennsli Skaftár við brúna sem liggur yfir Eldvatn við bæinn Múla þegar varnargarður þar brast. „Það flæðir vatn yfir vegi á nokkrum stöðum í kringum þjóðveg 1 en við erum ekki farnir að loka neins staðar. Við erum með mannskap sem fylgist með vatnsmagninu og munum loka ef þörf krefur á,“ segir Víðir. Vatn er ekki enn farið að flæða yfir þjóðveg 1 en að sögn Víðis eru starfsmenn Vegagerðarinnar komnir með gröfu að Litla-Bresti sem liggur miðja vegu milli Kirkjubæjarklausturs og Eldhrauns svo koma megi í veg fyrir að vatn flæði yfir hringveginn. Aðspurður hvort að mikið af fólki hafi komið að til að fylgjast með hlaupinu segir Víðir að það hafi verið dálítið af fólki áðan við brúna við Eldvatn þegar vatnsrennslið var sem mest. Engin hætta hafi hins vegar verið á ferðum þar sem svæðið hafi verið girt af og ferðafólk staðið nokkuð langt frá sjálfu hlaupinu.3000-4000 rúmmetrar á sekúndu þegar mest lét Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segist helst telja að hlaupið hafi náð hámarki sínu við Ása og það staðfestir Snorri Zóphóníasson, vatnamælingamaður á Veðurstofu Íslands. Ennþá sé þó gríðarlega mikið vatn sem flæðir um svæðið. „Þetta er ofboðslegur flaumur sem fer hérna um. Það sést enn ekkert í landið svo það er verðugt að sjá hvernig það lítur út þegar hlaupinu er lokið,“ segir Gísli Halldór. Hann segir hundruð hektara lands hafa farið undir land. „Það er bara beljandi straumvatn á þessu. Það er stórt tún hérna úti í hraunum sem getur verið að sé einfaldlega ónýtt en það verður bara að koma í ljós.“ Snorri segir að þó að hlaupið hafi náð hámarki sínu við Ása þá sé ennþá svakalega mikið rennsli í ánni. Þá séu í raun ekki til neinar formlegar mælingar um hversu mikið rennsli var í ánni þegar mest lét í nótt uppi við Sveinstind en Snorri segir að menn telji að vatnsmagnið hafi verið á milli 3000-4000 rúmmetrar á sekúndu.
Hlaup í Skaftá 2015 Tengdar fréttir Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00 Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35 Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15 „Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07 Kálakrar farnir undir vatn og gróið land rofnar Ógnarstórt Skaftárhlaup hefur ekki enn náð hámarki sínu í byggð en hefur þegar valdið miklu tjóni. 2. október 2015 10:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00
Slæmar fréttir ef hlaup af þessari stærð verða venjan Engar skýringar hafa enn fundist á því hvers vegna Skaftárhlaupið nú er það stærsta í sögunni. 2. október 2015 12:35
Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15
„Langstærsta Skaftárhlaup sem menn hafa upplifað“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður er á staðnum og fylgist með gangi mála. 2. október 2015 13:07
Kálakrar farnir undir vatn og gróið land rofnar Ógnarstórt Skaftárhlaup hefur ekki enn náð hámarki sínu í byggð en hefur þegar valdið miklu tjóni. 2. október 2015 10:51
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent