Mercedes Benz með óraunhæfustu eyðslutölurnar Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2015 13:00 Einblínt hefur verið á koltvísýringsmengun en sótinu gleymt. Í árlegum mælingum Transport & Environment á eyðslumælingum nýrra bíla kom Mercedes Benz verst út allra bílaframleiðenda hvað varðar mismun á raunverulegri og uppgefinni eyðslu bíla þeirra. Bílar Mercedes Benz eyða að meðaltali 48% meira eldsneyti en uppgefið er og bílgerðirnar Mercedes Benz A-, C- og E-Class mælast með meira en 50% meiri eyðslu en framleiðandi þeirra gefur upp. Er þetta annað árið í röð sem Mercedes Benz fær þennan umdeilda titil hjá T&E, en stofnunin birti sína árlegu skýrslu seint í síðasta mánuði. Aðrir bílaframleiðendur koma ekki mikið betur út í skýrslunni og bílgerðirnar BMW 5 og Peugeot 308 mældust með rétt undir 50% meiri eyðslu en uppgefin er af framleiðendum þeirra. Þegar allur bíliðnaðurinn er skoðaður í dag kemur í ljós að eyðsla bíla er að meðaltali 40% meiri en uppgefin eyðsla þeirra. Þessi tala var aðeins 8% árið 2001 og því hafa vinnubrögð bílaframleiðenda mikið breyst til hins verra á þessum 14 árum. Transport & Environment, sem er staðsett í Brussel í Belgíu, segir að niðurstöður mælinga þeirra hafa ekki fengið þá athygli á undanförnum árum sem ástæða væri til og munurinn á uppgefinni eyðslu nýrra bíla og raunverulegri eyðslu þeirra væri svo sláandi að ekki væri við unað. Því megi segja að svindl Volkswagen nú væri í raun sá toppur á ísjakanum sem stæði uppúr vatnsyfirborðinu, annað væri enn falið. Evrópusambandið að vaknaSvo virðist þó sem reglugerðarbatteríið í Evrópusambandinu hafi loks vaknað af þyrnirósarsvefni sínum og krefjist nú strangari eða öllu heldur réttari mælinga á evrópskum bílum og að þær verði að minnsta kosti jafn strangar og í Bandaríkjunum. Hjá Sameinuðu þjóðunum er nú gerð sú krafa að mælingar á öllum nýjum bílum heimsins verði samræmd. Annað sé ekkert vit þar sem bílar flæði um heim allan frá öllum heimshornum. Í þessari nýlegu skýrslu T&E er áherslan á eyðslu bíla og losun koldíoxíðs (CO2). Hún tekur ekki til mælinga á þeim nituroxíðsamböndum (NOx), eða sóti, sem dísilbílar gefa frá sér og því fráviki sem er frá raunveruleikanum og uppgefinni losun frá framleiðendum. Koldíoxíð er talið aðal áhrifavaldur hnattrænnar hlýnunar en ekki skaðlegt fólki með beinum hætti. Annað á við nituroxíðsamböndin, en þau eru skaðleg öndunafærum fólks og krabbameinsvaldandi að auki.Einblínt á koltvísýring en sótinu gleymtÞví hafa mælingar T&E verið gagnrýndar fyrir það að einblína um of á koldíoxíðlosun, en ekki kannað þá mengun sem með beinum hætti er lífshættuleg fólki, nituroxíðmenguninni. Mercedes Benz hefur gagnrýnt T&E fyrir að greina ekki frá því hvernig mælingar þeirra eru nákvæmlega framkvæmdar og því sé ekki hægt að taka niðurstöður þeirra alvarlega. Mercedes Benz segist styðja samræmdar mælingar óháðs aðila, en þó þannig að aðferðafræði þess aðila verði öllum kunn. Undir það tekur PSA/Peugeot-Citroën, en mælingar á bílum franska framleiðandans kom einna best út í könnun T&E að þessu sinni. BMW hefur einnig tekið undir að rétt sé að samræma mælingar allra bíla, þær skuli framkvæmdar af óháðum opinberum aðila og í þeim verði aðstæður við mælingar sem líkastar raunverulegum aðstæðum í akstri. Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent
Í árlegum mælingum Transport & Environment á eyðslumælingum nýrra bíla kom Mercedes Benz verst út allra bílaframleiðenda hvað varðar mismun á raunverulegri og uppgefinni eyðslu bíla þeirra. Bílar Mercedes Benz eyða að meðaltali 48% meira eldsneyti en uppgefið er og bílgerðirnar Mercedes Benz A-, C- og E-Class mælast með meira en 50% meiri eyðslu en framleiðandi þeirra gefur upp. Er þetta annað árið í röð sem Mercedes Benz fær þennan umdeilda titil hjá T&E, en stofnunin birti sína árlegu skýrslu seint í síðasta mánuði. Aðrir bílaframleiðendur koma ekki mikið betur út í skýrslunni og bílgerðirnar BMW 5 og Peugeot 308 mældust með rétt undir 50% meiri eyðslu en uppgefin er af framleiðendum þeirra. Þegar allur bíliðnaðurinn er skoðaður í dag kemur í ljós að eyðsla bíla er að meðaltali 40% meiri en uppgefin eyðsla þeirra. Þessi tala var aðeins 8% árið 2001 og því hafa vinnubrögð bílaframleiðenda mikið breyst til hins verra á þessum 14 árum. Transport & Environment, sem er staðsett í Brussel í Belgíu, segir að niðurstöður mælinga þeirra hafa ekki fengið þá athygli á undanförnum árum sem ástæða væri til og munurinn á uppgefinni eyðslu nýrra bíla og raunverulegri eyðslu þeirra væri svo sláandi að ekki væri við unað. Því megi segja að svindl Volkswagen nú væri í raun sá toppur á ísjakanum sem stæði uppúr vatnsyfirborðinu, annað væri enn falið. Evrópusambandið að vaknaSvo virðist þó sem reglugerðarbatteríið í Evrópusambandinu hafi loks vaknað af þyrnirósarsvefni sínum og krefjist nú strangari eða öllu heldur réttari mælinga á evrópskum bílum og að þær verði að minnsta kosti jafn strangar og í Bandaríkjunum. Hjá Sameinuðu þjóðunum er nú gerð sú krafa að mælingar á öllum nýjum bílum heimsins verði samræmd. Annað sé ekkert vit þar sem bílar flæði um heim allan frá öllum heimshornum. Í þessari nýlegu skýrslu T&E er áherslan á eyðslu bíla og losun koldíoxíðs (CO2). Hún tekur ekki til mælinga á þeim nituroxíðsamböndum (NOx), eða sóti, sem dísilbílar gefa frá sér og því fráviki sem er frá raunveruleikanum og uppgefinni losun frá framleiðendum. Koldíoxíð er talið aðal áhrifavaldur hnattrænnar hlýnunar en ekki skaðlegt fólki með beinum hætti. Annað á við nituroxíðsamböndin, en þau eru skaðleg öndunafærum fólks og krabbameinsvaldandi að auki.Einblínt á koltvísýring en sótinu gleymtÞví hafa mælingar T&E verið gagnrýndar fyrir það að einblína um of á koldíoxíðlosun, en ekki kannað þá mengun sem með beinum hætti er lífshættuleg fólki, nituroxíðmenguninni. Mercedes Benz hefur gagnrýnt T&E fyrir að greina ekki frá því hvernig mælingar þeirra eru nákvæmlega framkvæmdar og því sé ekki hægt að taka niðurstöður þeirra alvarlega. Mercedes Benz segist styðja samræmdar mælingar óháðs aðila, en þó þannig að aðferðafræði þess aðila verði öllum kunn. Undir það tekur PSA/Peugeot-Citroën, en mælingar á bílum franska framleiðandans kom einna best út í könnun T&E að þessu sinni. BMW hefur einnig tekið undir að rétt sé að samræma mælingar allra bíla, þær skuli framkvæmdar af óháðum opinberum aðila og í þeim verði aðstæður við mælingar sem líkastar raunverulegum aðstæðum í akstri.
Skandall hjá Volkswagen Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent