Að sveigja leikreglurnar Stjórnarmaðurinn skrifar 30. september 2015 07:00 Flestum finnst væntanlega tilgangurinn helga meðalið við úrlausn á þrotabúum gömlu bankanna og afnám gjaldeyrishaftanna. Ekki er þó hægt að horfa fram hjá því að á vegferðinni sem hófst á haustdögum 2008 hafa ýmis varhugaverð skref verið stigin gagnvart erlendum kröfuhöfum bankanna. Það fyrsta og stærsta var að sjálfsögðu neyðarlögin sem skiptu starfsemi bankanna upp í nýja og gamla hluta. Þetta gerði nýju bönkunum kleift að halda áfram bankaþjónustu í landinu, en skildi erlenda viðsemjendur bankanna (sem kallast í daglegu tali kröfuhafar) eftir á köldum klaka. Vissulega aðgerð sem sennilega mátti réttlæta, en í raun ekkert annað en grímulaus mismunun á grundvelli þjóðernis. Í kjölfarið hafa endalausar breytingar verið gerðar á gjaldþrotalöggjöfinni og lögum um fjármálafyrirtæki, en síðarnefnda lagabálknum hefur verið breytt um þrjátíu sinnum frá 2008. Flestum ef ekki öllum breytingunum hefur með einum eða öðrum hætti verið beint að uppgjöri bankanna og hafa því í flestum tilfellum haft neikvæð áhrif á hagsmuni kröfuhafa. Í síðustu viku bárust tíðindi af því að slitastjórn Kaupþings hefði beitt sér fyrir því að frestur til að lýsa svokölluðum búskröfum hefði verið þrengdur gríðarlega að því er virðist eingöngu til að koma í veg fyrir að Vincent Tchenguiz gæti lýst skaðabótakröfu í búið. Alþingi spilaði með. Í þessari viku á svo að láta kröfuhafa Kaupþings greiða atkvæði um tillögu sem tryggir í raun bæði stjórnvöldum og slitastjórninni sjálfri algert skaðleysi á öllum athöfnum í tengslum við bankahrunið. Hótunin er einföld – samþykkið eða nauðasamningar komast aldrei á koppinn og eignir ykkar verða skattlagðar upp í rjáfur. Vitaskuld voru þær aðstæður sem hér sköpuðust einsdæmi á alþjóðavísu, og eftirleikurinn hefur ekki verið einfaldur. Ljóst er að ýmis afsláttur hefur verið gefinn af þeim leikreglum sem almennt gilda í þroskuðum samfélögum. Að allir séu jafnir fyrir lögum, og að leikreglur skuli vera stöðugar og fyrirsjáanlegar. Vel má vera að fólk sé sammála um að flestar aðgerðir eftir hrun hafi verið nauðsynlegar. Hitt er staðreynd að alþjóðlegir fjárfestar vilja ekkert frekar en stöðugt stjórnarfar og fyrirsjáanlegar efnahagsaðstæður þar sem þeir kjósa að binda fé sitt. Við þurfum að vanda okkur og tryggja að viðlíkra aðgerða verði ekki aftur þörf. Annars greiða erlendir fjárfestar atkvæði með fótunum – til frambúðar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
Flestum finnst væntanlega tilgangurinn helga meðalið við úrlausn á þrotabúum gömlu bankanna og afnám gjaldeyrishaftanna. Ekki er þó hægt að horfa fram hjá því að á vegferðinni sem hófst á haustdögum 2008 hafa ýmis varhugaverð skref verið stigin gagnvart erlendum kröfuhöfum bankanna. Það fyrsta og stærsta var að sjálfsögðu neyðarlögin sem skiptu starfsemi bankanna upp í nýja og gamla hluta. Þetta gerði nýju bönkunum kleift að halda áfram bankaþjónustu í landinu, en skildi erlenda viðsemjendur bankanna (sem kallast í daglegu tali kröfuhafar) eftir á köldum klaka. Vissulega aðgerð sem sennilega mátti réttlæta, en í raun ekkert annað en grímulaus mismunun á grundvelli þjóðernis. Í kjölfarið hafa endalausar breytingar verið gerðar á gjaldþrotalöggjöfinni og lögum um fjármálafyrirtæki, en síðarnefnda lagabálknum hefur verið breytt um þrjátíu sinnum frá 2008. Flestum ef ekki öllum breytingunum hefur með einum eða öðrum hætti verið beint að uppgjöri bankanna og hafa því í flestum tilfellum haft neikvæð áhrif á hagsmuni kröfuhafa. Í síðustu viku bárust tíðindi af því að slitastjórn Kaupþings hefði beitt sér fyrir því að frestur til að lýsa svokölluðum búskröfum hefði verið þrengdur gríðarlega að því er virðist eingöngu til að koma í veg fyrir að Vincent Tchenguiz gæti lýst skaðabótakröfu í búið. Alþingi spilaði með. Í þessari viku á svo að láta kröfuhafa Kaupþings greiða atkvæði um tillögu sem tryggir í raun bæði stjórnvöldum og slitastjórninni sjálfri algert skaðleysi á öllum athöfnum í tengslum við bankahrunið. Hótunin er einföld – samþykkið eða nauðasamningar komast aldrei á koppinn og eignir ykkar verða skattlagðar upp í rjáfur. Vitaskuld voru þær aðstæður sem hér sköpuðust einsdæmi á alþjóðavísu, og eftirleikurinn hefur ekki verið einfaldur. Ljóst er að ýmis afsláttur hefur verið gefinn af þeim leikreglum sem almennt gilda í þroskuðum samfélögum. Að allir séu jafnir fyrir lögum, og að leikreglur skuli vera stöðugar og fyrirsjáanlegar. Vel má vera að fólk sé sammála um að flestar aðgerðir eftir hrun hafi verið nauðsynlegar. Hitt er staðreynd að alþjóðlegir fjárfestar vilja ekkert frekar en stöðugt stjórnarfar og fyrirsjáanlegar efnahagsaðstæður þar sem þeir kjósa að binda fé sitt. Við þurfum að vanda okkur og tryggja að viðlíkra aðgerða verði ekki aftur þörf. Annars greiða erlendir fjárfestar atkvæði með fótunum – til frambúðar.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira