Ísraelsmálið mikla: Segir Dag hljóta að íhuga afsögn Bjarki Ármannsson skrifar 20. september 2015 16:03 Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir borgarstjóra Reykjavíkur þurfa að vinna sér inn traust á ný. Vísir Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hljóti að íhuga afsögn sína vegna samþykktar tillögu um viðskiptaþvingun Reykjavíkurborgar gagnvart Ísrael, sem síðar hefur verið endurskoðuð. Hún segir að mikill skaði sé skeður vegna tillögunnar og að borgarstjóri þurfi að vinna sér inn traust borgarbúa á ný.Geti ekki staðið endalaust úti í horni Tillagan var lögð fram af Björk Vilhelmsdóttur, fráfarandi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, á síðasta fundi hennar í borgarráði. Hún hlaut gagnrýni úr ýmsum áttum og sagði Dagur í samtali við fréttastofu í gær að tillagan yrði dregin til baka og orðalagi hennar breytt á fundi borgarráðs í næstu viku.Björk Vilhelmsdóttir, fráfarandi borgarfulltrúi, lagði tillöguna fram á síðasta fundi sínum.Vísir/VilhelmHildur segir tillöguna hafa ollið efnahagslegum skaða og að ekkert annað dugi en að draga hana til baka með skýrum og afgerandi hætti og biðjast afsökunar. „Það er auðvitað gott þegar þau eru komin út í horn, að þau átti sig á því að þau geti ekki staðið þar endalaust,“ segir Hildur um það að tillögunni verði breytt. „En það er þá óskandi að þau geri það með það afgerandi hætti að alþjóðasamfélagið skynji að þau meini það. Í heimi stjórnmálanna, ef maður vill vera ærlegur í afsökunarbeiðni og ærlegur í að viðurkenna að maður gerði mistök, þá auðvitað segir maður af sér. Þannig að borgarstjóri hlýtur að vera að íhuga það. Ef það er ekki vilji til að stíga það skref, þá er þetta í rauninni bara spurning um hvernig þau orða sína afsökunarbeiðni, hvort þau beri fyrir sig einhverju frekar aumu.”Hildur var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og ræddi þar um málið ásamt þeim Ástu Guðrúnu Helgadóttur og Heiðu Kristínu Helgadóttur. Hlýða má á innslagið í spilaranum hér fyrir neðan.Margar mismunandi fyrirsjáanlegar afleiðingar Sem dæmi um efnahagslega hagsmuni Íslendinga sem séu í húfi nefnir Hildur kvikmyndatöku erlendra kvikmyndavera hér á landi, sem hafa skilað þjóðarbúinu miklum tekjum á undanförnum árum. Hildur bendir á að gyðingar taki stærstu ákvarðanirnar í mörgum stærstu kvikmyndaverum Hollywood og því hafi hún áhyggjur af því að sú samvinna sé í uppnámi. „Með þessari vangaveltu er ég ekki að ala á neinum ótta, heldur bara að velta upp raunhæfum möguleika í stöðu þar sem þjóðin, í boði meirihlutans í Reykjavík, er skiljanlega búin að reita gyðinga hvar sem er í heiminum til reiði með fyrirsjáanlega mörgum mismunandi afleiðingum,“ segir Hildur. Hún segist telja það viðeigandi að Dagur íhugi að segja af sér, jafnvel þó málið snúist aðeins um eina tillögu sem nú standi til að breyta. „Þetta er vissulega ein tillaga, en þetta eru hinsvegar afglöp á svo stórum skala að það sýnir því miður ákveðinn valdhroka og virðingarleysi gagnvart hlutverkinu sem hann er í að leyfa sér, bæði að koma með tillögu sem fer gegn utanríkisstefnunni, án þess að spyrja Reykvíkinga eða einn né neinn, og gera það svona illa og vanhugsað,“ segir Hildur. „Samfylkingin var ekki kosin til að breyta utanríkisstefnu Íslands og að leyfa sér það, á svona vanhugsaðan hátt, er áhyggjuefni.” Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Undirbúningi ábótavant og óheppilegt að þessu væri stillt upp sem kveðjugjöf "Jú það er líka hluti af málinu vegna þess að þetta er miklu stærra mál en svo.“ 19. september 2015 19:40 Reykjavíkurborg mun draga tillögu um að sniðganga ísraelskar vörur til baka Borgarstjóri segir tillöguna ekki hafa verið nægilega vel undirbúna og að hann sé sjálfum sér reiður vegna málsins. 19. september 2015 14:01 Gyðingar vilja sækja rétt sinn vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar Evrópska gyðingaþingið íhugar að sækja rétt sinn fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni á grundvelli sáttmála stofnunarinnar sem Ísland og Ísrael eru aðilar að 18. september 2015 07:46 „Mátti auðvitað búast við viðbrögðum“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir hörð viðbrögð við ákvörðun borgarinnar um að sniðganga vörur frá Ísrael ekki hafa komið sér á óvart. Unnið sé að því að útfæra ákvörðina eins vel og hægt sé. 18. september 2015 12:58 Spyr hvort bann Reykjavíkurborgar nái einnig til lyfja fyrir MS-sjúklinga Fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels spyr borgarstjórn Reykjavíkurborgar fjölda spurninga um ákvörðunina að sniðganga ísraelskar vörur í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í dag. 19. september 2015 08:30 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hljóti að íhuga afsögn sína vegna samþykktar tillögu um viðskiptaþvingun Reykjavíkurborgar gagnvart Ísrael, sem síðar hefur verið endurskoðuð. Hún segir að mikill skaði sé skeður vegna tillögunnar og að borgarstjóri þurfi að vinna sér inn traust borgarbúa á ný.Geti ekki staðið endalaust úti í horni Tillagan var lögð fram af Björk Vilhelmsdóttur, fráfarandi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, á síðasta fundi hennar í borgarráði. Hún hlaut gagnrýni úr ýmsum áttum og sagði Dagur í samtali við fréttastofu í gær að tillagan yrði dregin til baka og orðalagi hennar breytt á fundi borgarráðs í næstu viku.Björk Vilhelmsdóttir, fráfarandi borgarfulltrúi, lagði tillöguna fram á síðasta fundi sínum.Vísir/VilhelmHildur segir tillöguna hafa ollið efnahagslegum skaða og að ekkert annað dugi en að draga hana til baka með skýrum og afgerandi hætti og biðjast afsökunar. „Það er auðvitað gott þegar þau eru komin út í horn, að þau átti sig á því að þau geti ekki staðið þar endalaust,“ segir Hildur um það að tillögunni verði breytt. „En það er þá óskandi að þau geri það með það afgerandi hætti að alþjóðasamfélagið skynji að þau meini það. Í heimi stjórnmálanna, ef maður vill vera ærlegur í afsökunarbeiðni og ærlegur í að viðurkenna að maður gerði mistök, þá auðvitað segir maður af sér. Þannig að borgarstjóri hlýtur að vera að íhuga það. Ef það er ekki vilji til að stíga það skref, þá er þetta í rauninni bara spurning um hvernig þau orða sína afsökunarbeiðni, hvort þau beri fyrir sig einhverju frekar aumu.”Hildur var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og ræddi þar um málið ásamt þeim Ástu Guðrúnu Helgadóttur og Heiðu Kristínu Helgadóttur. Hlýða má á innslagið í spilaranum hér fyrir neðan.Margar mismunandi fyrirsjáanlegar afleiðingar Sem dæmi um efnahagslega hagsmuni Íslendinga sem séu í húfi nefnir Hildur kvikmyndatöku erlendra kvikmyndavera hér á landi, sem hafa skilað þjóðarbúinu miklum tekjum á undanförnum árum. Hildur bendir á að gyðingar taki stærstu ákvarðanirnar í mörgum stærstu kvikmyndaverum Hollywood og því hafi hún áhyggjur af því að sú samvinna sé í uppnámi. „Með þessari vangaveltu er ég ekki að ala á neinum ótta, heldur bara að velta upp raunhæfum möguleika í stöðu þar sem þjóðin, í boði meirihlutans í Reykjavík, er skiljanlega búin að reita gyðinga hvar sem er í heiminum til reiði með fyrirsjáanlega mörgum mismunandi afleiðingum,“ segir Hildur. Hún segist telja það viðeigandi að Dagur íhugi að segja af sér, jafnvel þó málið snúist aðeins um eina tillögu sem nú standi til að breyta. „Þetta er vissulega ein tillaga, en þetta eru hinsvegar afglöp á svo stórum skala að það sýnir því miður ákveðinn valdhroka og virðingarleysi gagnvart hlutverkinu sem hann er í að leyfa sér, bæði að koma með tillögu sem fer gegn utanríkisstefnunni, án þess að spyrja Reykvíkinga eða einn né neinn, og gera það svona illa og vanhugsað,“ segir Hildur. „Samfylkingin var ekki kosin til að breyta utanríkisstefnu Íslands og að leyfa sér það, á svona vanhugsaðan hátt, er áhyggjuefni.”
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Undirbúningi ábótavant og óheppilegt að þessu væri stillt upp sem kveðjugjöf "Jú það er líka hluti af málinu vegna þess að þetta er miklu stærra mál en svo.“ 19. september 2015 19:40 Reykjavíkurborg mun draga tillögu um að sniðganga ísraelskar vörur til baka Borgarstjóri segir tillöguna ekki hafa verið nægilega vel undirbúna og að hann sé sjálfum sér reiður vegna málsins. 19. september 2015 14:01 Gyðingar vilja sækja rétt sinn vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar Evrópska gyðingaþingið íhugar að sækja rétt sinn fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni á grundvelli sáttmála stofnunarinnar sem Ísland og Ísrael eru aðilar að 18. september 2015 07:46 „Mátti auðvitað búast við viðbrögðum“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir hörð viðbrögð við ákvörðun borgarinnar um að sniðganga vörur frá Ísrael ekki hafa komið sér á óvart. Unnið sé að því að útfæra ákvörðina eins vel og hægt sé. 18. september 2015 12:58 Spyr hvort bann Reykjavíkurborgar nái einnig til lyfja fyrir MS-sjúklinga Fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels spyr borgarstjórn Reykjavíkurborgar fjölda spurninga um ákvörðunina að sniðganga ísraelskar vörur í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í dag. 19. september 2015 08:30 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Undirbúningi ábótavant og óheppilegt að þessu væri stillt upp sem kveðjugjöf "Jú það er líka hluti af málinu vegna þess að þetta er miklu stærra mál en svo.“ 19. september 2015 19:40
Reykjavíkurborg mun draga tillögu um að sniðganga ísraelskar vörur til baka Borgarstjóri segir tillöguna ekki hafa verið nægilega vel undirbúna og að hann sé sjálfum sér reiður vegna málsins. 19. september 2015 14:01
Gyðingar vilja sækja rétt sinn vegna ákvörðunar Reykjavíkurborgar Evrópska gyðingaþingið íhugar að sækja rétt sinn fyrir Alþjóðaviðskiptastofnuninni á grundvelli sáttmála stofnunarinnar sem Ísland og Ísrael eru aðilar að 18. september 2015 07:46
„Mátti auðvitað búast við viðbrögðum“ Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir hörð viðbrögð við ákvörðun borgarinnar um að sniðganga vörur frá Ísrael ekki hafa komið sér á óvart. Unnið sé að því að útfæra ákvörðina eins vel og hægt sé. 18. september 2015 12:58
Spyr hvort bann Reykjavíkurborgar nái einnig til lyfja fyrir MS-sjúklinga Fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels spyr borgarstjórn Reykjavíkurborgar fjölda spurninga um ákvörðunina að sniðganga ísraelskar vörur í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í dag. 19. september 2015 08:30