Karlaklúbbur Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 25. september 2015 00:00 Ein kona er skipaður dómari við Hæstarétt. Þar starfa tíu skipaðir dómarar; níu karlar. Frá upphafi hafa fjórar konur fengið dómaraskipun á móti 49 karlmönnum. Eitt sæti við réttinn er nú laust og nokkrir sóttu um. Nefnd um hæfi umsækjenda er einungis skipuð körlum. Nefndin telur karlmann hæfastan í starfið. Rökstuðningurinn er sá að hann hafi mesta reynslu, m.a. af lögmannsstörfum og störfum í úrskurðanefndum. Einn hinna umsækjendanna, karlmaður, hefur verið dómari við Mannréttindadómstól Evrópu í níu ár. Þriðji umsækjandinn er kona. Hún hefur verið héraðsdómari í tæp fimmtán ár og settur hæstaréttardómari í tvö ár. Á þessu er ljóst að öll þrjú eru meira en hæf til að sinna starfinu. Allir hæstaréttardómarar eiga það sameiginlegt að hafa mikla reynslu af lögfræðistörfum. Aðeins einn hefur mikla reynslu af lögmannsstörfum. Það er því ekki alveg út í bláinn að telja að vöntun sé á slíkri reynslu. Það má hins vegar færa rök fyrir því að sú sértæka reynsla sem felst í því að hafa um áratugar reynslu af dómarastörfum við Mannréttindadómstólinn sé heppileg, sérstaklega í ljósi daprar stöðu ríkisins þegar kemur að málum gegn dómstólnum. Ítrekað gerist Hæstiréttur afturrækur með niðurstöður sínar, þar sem þær eru taldar ganga gegn Mannréttindasáttmála Evrópu. Og miðað við fyrrgreinda stöðu kvenna innan réttarins, er ekki síður hægt að telja þörf á því að hann endurspegli samfélagið betur þegar kemur að kynjahlutföllum. Sér í lagi þegar til boða stendur eins hæfur kvenmaður og um ræðir. Í niðurstöðu nefndarinnar er tekið fram að séu kona og karl jafn hæf þá sé ráðherra skylt að skipa konuna, í samræmi við jafnréttislög. Málið vandast hins vegar þegar sú staða kemur upp, eins og nú, að allir uppfylla rúmlega þau skilyrði sem til þarf. Nefndin hefur algjörlega frjálsar hendur til að ákveða hvað skuli vega þyngst. Í þetta skiptið voru það lögmannsstörf, áður hefur það verið þekking á Evrópurétti. Þannig má raða fullkomlega hæfum einstaklingum upp í hentisemis-hæfisröð byggða á huglægu mati karlmanna sem taka sér það vald að ákveða hver sé bestastur af þeim bestu. Sneitt er hjá því að sú staða komi nokkurn tímann upp að ákvæði jafnréttislaga geti átt við. Í mars skilaði nefnd um millidómstig frá sér frumvarpi með breyttri tilhögun við skipan hæstaréttardómara. Meðal þess sem þar var lagt til var að hlutverk hæfisnefndarinnar sé að skera úr um hvort umsækjendur séu hæfir almennt. Í kjölfarið leggur ráðherra ákvörðun sína um skipunina fyrir Alþingi til samþykktar. Þessi tillaga fór illa í réttarfarsnefnd, sem er ráðherra til ráðgjafar og veitir umsögn um frumvörp, en nefndin hefur sterk tengsl inn í Hæstarétt. Frumvarpið hefur dagað uppi í innanríkisráðuneytinu og miðað við andstöðu hjá dómaravaldastéttinni við nokkrar breytingar á núverandi tilhögun, verður að telja líklegt að ekkert verði úr tillögunum. Í ljósi þessa undarlega fyrirkomulags, þar sem menn eftir hentisemi sneiða fram hjá jafnréttislögum, væri ekki úr vegi að ráðherra dustaði rykið af tillögunum – og breytti fyrirkomulaginu við skipan hæstaréttardómara. Með skipun í embættið er tekin ákvörðun um það hver skuli fara með æðstu handhöfn dómsvalds í landinu. Það á ekki að vera á færi karlmanna að velja þangað inn vini sína – og fullkomlega eðlilegt að bæði framkvæmdar- og löggjafarvaldið hafi þar hönd í bagga. Á báðum stöðum hefur nefnilega náðst marktækur árangur þegar kemur að jöfnun kynjahlutfalla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Ein kona er skipaður dómari við Hæstarétt. Þar starfa tíu skipaðir dómarar; níu karlar. Frá upphafi hafa fjórar konur fengið dómaraskipun á móti 49 karlmönnum. Eitt sæti við réttinn er nú laust og nokkrir sóttu um. Nefnd um hæfi umsækjenda er einungis skipuð körlum. Nefndin telur karlmann hæfastan í starfið. Rökstuðningurinn er sá að hann hafi mesta reynslu, m.a. af lögmannsstörfum og störfum í úrskurðanefndum. Einn hinna umsækjendanna, karlmaður, hefur verið dómari við Mannréttindadómstól Evrópu í níu ár. Þriðji umsækjandinn er kona. Hún hefur verið héraðsdómari í tæp fimmtán ár og settur hæstaréttardómari í tvö ár. Á þessu er ljóst að öll þrjú eru meira en hæf til að sinna starfinu. Allir hæstaréttardómarar eiga það sameiginlegt að hafa mikla reynslu af lögfræðistörfum. Aðeins einn hefur mikla reynslu af lögmannsstörfum. Það er því ekki alveg út í bláinn að telja að vöntun sé á slíkri reynslu. Það má hins vegar færa rök fyrir því að sú sértæka reynsla sem felst í því að hafa um áratugar reynslu af dómarastörfum við Mannréttindadómstólinn sé heppileg, sérstaklega í ljósi daprar stöðu ríkisins þegar kemur að málum gegn dómstólnum. Ítrekað gerist Hæstiréttur afturrækur með niðurstöður sínar, þar sem þær eru taldar ganga gegn Mannréttindasáttmála Evrópu. Og miðað við fyrrgreinda stöðu kvenna innan réttarins, er ekki síður hægt að telja þörf á því að hann endurspegli samfélagið betur þegar kemur að kynjahlutföllum. Sér í lagi þegar til boða stendur eins hæfur kvenmaður og um ræðir. Í niðurstöðu nefndarinnar er tekið fram að séu kona og karl jafn hæf þá sé ráðherra skylt að skipa konuna, í samræmi við jafnréttislög. Málið vandast hins vegar þegar sú staða kemur upp, eins og nú, að allir uppfylla rúmlega þau skilyrði sem til þarf. Nefndin hefur algjörlega frjálsar hendur til að ákveða hvað skuli vega þyngst. Í þetta skiptið voru það lögmannsstörf, áður hefur það verið þekking á Evrópurétti. Þannig má raða fullkomlega hæfum einstaklingum upp í hentisemis-hæfisröð byggða á huglægu mati karlmanna sem taka sér það vald að ákveða hver sé bestastur af þeim bestu. Sneitt er hjá því að sú staða komi nokkurn tímann upp að ákvæði jafnréttislaga geti átt við. Í mars skilaði nefnd um millidómstig frá sér frumvarpi með breyttri tilhögun við skipan hæstaréttardómara. Meðal þess sem þar var lagt til var að hlutverk hæfisnefndarinnar sé að skera úr um hvort umsækjendur séu hæfir almennt. Í kjölfarið leggur ráðherra ákvörðun sína um skipunina fyrir Alþingi til samþykktar. Þessi tillaga fór illa í réttarfarsnefnd, sem er ráðherra til ráðgjafar og veitir umsögn um frumvörp, en nefndin hefur sterk tengsl inn í Hæstarétt. Frumvarpið hefur dagað uppi í innanríkisráðuneytinu og miðað við andstöðu hjá dómaravaldastéttinni við nokkrar breytingar á núverandi tilhögun, verður að telja líklegt að ekkert verði úr tillögunum. Í ljósi þessa undarlega fyrirkomulags, þar sem menn eftir hentisemi sneiða fram hjá jafnréttislögum, væri ekki úr vegi að ráðherra dustaði rykið af tillögunum – og breytti fyrirkomulaginu við skipan hæstaréttardómara. Með skipun í embættið er tekin ákvörðun um það hver skuli fara með æðstu handhöfn dómsvalds í landinu. Það á ekki að vera á færi karlmanna að velja þangað inn vini sína – og fullkomlega eðlilegt að bæði framkvæmdar- og löggjafarvaldið hafi þar hönd í bagga. Á báðum stöðum hefur nefnilega náðst marktækur árangur þegar kemur að jöfnun kynjahlutfalla.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun