Í gegnum list komumst við nær kjarnanum í lífi okkar Magnús Guðmundsson skrifar 26. september 2015 11:00 Katrín Sigurðardóttir í óða önn við að setja upp sýninguna í Hafnarhúsinu. Visir/GVA Katrín Sigurðardóttir myndlistarkona hefur á undanförnum árum haslað sér völl í heimi alþjóðlegrar myndlistar. Í tvo áratugi hefur hún kannað hvernig skynjun okkar er háð rýmislegri upplifun. Í verkum sínum vinnur hún oft á mörkum myndlistar og arkitektúrs. „Skúlptúr er oftar en ekki bygging. Íslenska orðið höggmynd nær aðeins yfir verk sem eru höggvin út eða þar sem form er grafið út úr stærri massa. En skúlptúr getur líka verið byggður upp og þannig er það yfirleitt í mínum verkum. Upphaflega hafði ég áhuga á arkitektúr sem aðferð til að lýsa rými í gegnum teikningu. Kannski að nota tæknimál til að gera mjög ótæknilegum hliðum tilverunnar skil. Pendúllinn í arkitektúr er alltaf mannveran, og þó að hana vanti alltaf í verkin mín, þá er hún samt sem áður aðalviðfangsefnið.” Katrín sýnir í Bandaríkjunum og Evrópu en eftir viku verður opnuð í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur sýningin Horft inn í hvítan kassa. Þar verður skyggnst inn í myndheim Katrínar frá hugmynd til listaverks. „Í gegnum list komumst við nær kjarnanum í lífi okkar, á þann hátt sem við getum ekki í gegnum hversdagslega upplifun. Fyrir mér er það bæði tilgangur og nauðsyn þess sem ég geri.”Boiserie Verkið Boiserie er nákvæm endurgerð á frönsku 18. aldar herbergi sem er varðveitt í Metropolitan-safninu. Verkið gerði Katrín í boði safnins og var það sýnt þar árið 2010. Verkið, sem er í 80% stærð, er lokaður marghyrndur klefi sem áhorfendur skoða í gegnum veggspegla hans. Verkið er drifhvít kyrralífsmynd, fullbúin með húsgögnum og húsmunum herbergisins og hefur draumkennda og jafnvel draugalega áferð. Þetta verk hefur nýlega bæst í safneign Listasafns Reykjavíkur og verður opnuð sýning með því og öðrum verkum Katrínar þar 3. október.Óbyggð hús í Reykjavík 1920-1930 Á síðustu 10 árum hefur Katrín unnið seríu af verkum þar sem viðfangsefnið er óbyggð hús í Reykjavík. Þessi verk eru gerð úr ýmsum efnum eftir arkitektateikningum frá því milli 1920-1930, af húsum sem voru aldrei byggð. Eftir að Katrín skapar þessi módel, eru þau ýmist brotin eða brennd, en síðan endurbyggð og verða þannig eins og minjar um fyrra ástand sitt. Þessi verk ásamt seríunni Ellefu, sem samanstendur af ellefu verkum þar sem Katrín minnist bernskuheimilis síns í Hlíðunum, voru í aðalhlutverki á stórri sýningu Katrínar í MIT háskólalistasafninu í Boston síðasta vor.Supra Terram Supra Terram er latína og þýðir að koma upp á yfirborðið. Þetta er titil á síðustu einkasýningu Katrínar, í Parasol Unit Foundation for Contemporary Art í London, í sumar. Þar sýndi hún stóran helli sem teygði sig af fyrstu hæð upp á aðra hæð. Verkið er risastórt á neðri hæðinni en einungis efsti toppurinn sendur upp úr gólfinu á efri hæðinni. Þannig upplifir áhorfandinn verkið bæði sem ægistórt og pínulítið, eftir því hvort hann er uppi eða niðri.Bouvetoya Verk Katrínar, Bouvetoya, má sjá í New York um þessar mundir en þar er það til sýnis í The High Line lystigarðinum sem liggur ofan á gömlum upphækkuðum járnbrautarteinum í Chelsea-hverfinu. Þetta er í fyrsta skipti sem undirhlið garðsins eru notuð, og hefur Katrín hengt litla eyju á hvolf yfir höfðum vegfarenda. Verkið er endurgerð á raunverulegri eyju í Suður-Atlantshafi, sem um margt er lík íslandi. Verkið er hluti af sýningunni Panorama og stendur hún fram í mars 2016. Myndlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Katrín Sigurðardóttir myndlistarkona hefur á undanförnum árum haslað sér völl í heimi alþjóðlegrar myndlistar. Í tvo áratugi hefur hún kannað hvernig skynjun okkar er háð rýmislegri upplifun. Í verkum sínum vinnur hún oft á mörkum myndlistar og arkitektúrs. „Skúlptúr er oftar en ekki bygging. Íslenska orðið höggmynd nær aðeins yfir verk sem eru höggvin út eða þar sem form er grafið út úr stærri massa. En skúlptúr getur líka verið byggður upp og þannig er það yfirleitt í mínum verkum. Upphaflega hafði ég áhuga á arkitektúr sem aðferð til að lýsa rými í gegnum teikningu. Kannski að nota tæknimál til að gera mjög ótæknilegum hliðum tilverunnar skil. Pendúllinn í arkitektúr er alltaf mannveran, og þó að hana vanti alltaf í verkin mín, þá er hún samt sem áður aðalviðfangsefnið.” Katrín sýnir í Bandaríkjunum og Evrópu en eftir viku verður opnuð í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur sýningin Horft inn í hvítan kassa. Þar verður skyggnst inn í myndheim Katrínar frá hugmynd til listaverks. „Í gegnum list komumst við nær kjarnanum í lífi okkar, á þann hátt sem við getum ekki í gegnum hversdagslega upplifun. Fyrir mér er það bæði tilgangur og nauðsyn þess sem ég geri.”Boiserie Verkið Boiserie er nákvæm endurgerð á frönsku 18. aldar herbergi sem er varðveitt í Metropolitan-safninu. Verkið gerði Katrín í boði safnins og var það sýnt þar árið 2010. Verkið, sem er í 80% stærð, er lokaður marghyrndur klefi sem áhorfendur skoða í gegnum veggspegla hans. Verkið er drifhvít kyrralífsmynd, fullbúin með húsgögnum og húsmunum herbergisins og hefur draumkennda og jafnvel draugalega áferð. Þetta verk hefur nýlega bæst í safneign Listasafns Reykjavíkur og verður opnuð sýning með því og öðrum verkum Katrínar þar 3. október.Óbyggð hús í Reykjavík 1920-1930 Á síðustu 10 árum hefur Katrín unnið seríu af verkum þar sem viðfangsefnið er óbyggð hús í Reykjavík. Þessi verk eru gerð úr ýmsum efnum eftir arkitektateikningum frá því milli 1920-1930, af húsum sem voru aldrei byggð. Eftir að Katrín skapar þessi módel, eru þau ýmist brotin eða brennd, en síðan endurbyggð og verða þannig eins og minjar um fyrra ástand sitt. Þessi verk ásamt seríunni Ellefu, sem samanstendur af ellefu verkum þar sem Katrín minnist bernskuheimilis síns í Hlíðunum, voru í aðalhlutverki á stórri sýningu Katrínar í MIT háskólalistasafninu í Boston síðasta vor.Supra Terram Supra Terram er latína og þýðir að koma upp á yfirborðið. Þetta er titil á síðustu einkasýningu Katrínar, í Parasol Unit Foundation for Contemporary Art í London, í sumar. Þar sýndi hún stóran helli sem teygði sig af fyrstu hæð upp á aðra hæð. Verkið er risastórt á neðri hæðinni en einungis efsti toppurinn sendur upp úr gólfinu á efri hæðinni. Þannig upplifir áhorfandinn verkið bæði sem ægistórt og pínulítið, eftir því hvort hann er uppi eða niðri.Bouvetoya Verk Katrínar, Bouvetoya, má sjá í New York um þessar mundir en þar er það til sýnis í The High Line lystigarðinum sem liggur ofan á gömlum upphækkuðum járnbrautarteinum í Chelsea-hverfinu. Þetta er í fyrsta skipti sem undirhlið garðsins eru notuð, og hefur Katrín hengt litla eyju á hvolf yfir höfðum vegfarenda. Verkið er endurgerð á raunverulegri eyju í Suður-Atlantshafi, sem um margt er lík íslandi. Verkið er hluti af sýningunni Panorama og stendur hún fram í mars 2016.
Myndlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira