Björk hendir sprengju inn í vinstri hreyfinguna Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2015 10:28 Björk og Sigríður Ingibjörg virðast samkvæmt nýjustu fréttum veriða pólitískir andstæðingar. Orð Bjarkar Vilhelmsdóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar um innbyggða „veikleikavæðingu“ í kerfinu, spurð út í hugsanlega aumingjavæðingu, valda verulegum titringi í röðum Samfylkingarfólks, og reyndar meðal allra þeirra sem byggja sína pólitík á sterku samtryggingarkerfi. Hin óvæntu ummæli Bjarkar, sem hafa nú þegar valdið verulegri ólgu innan vinstri hreyfingarinnar allrar, og hljóta að koma til umfjöllunar þar, eru svohljóðandi: „Og það má alveg hafa það eftir mér, það er veikleikavæðing innan velferðarþjónustunnar. Og í samfélaginu yfir höfuð. Fólk er upptekið af því hvaða greiningar það hefur fengið, hvaða sjúkdóma það hefur fengið, hverjir hafa skilið í stórfjölskyldunni og mögulega valdið áföllum alveg frá þriggja ára aldri og hverjir hafa orðið fyrir ofbeldi og svona. Þið fjölmiðlarnir algjörlega alið á þessu með því að koma engum í viðtal nema hann hafi orðið fyrir ofbeldi eða áfalli alveg endalaust. Ég segi stundum að Íslendingar séu bara haldnir algjörri áfallastreituröskun og viðhalda sér í áfallinu með því að fá alltaf fleiri og fleiri sögur af fleiri og fleiri áföllum hjá öðrum. Við erum bara föst í þessu.“ Orð Bjarkar virðast ríma vel við frjálshyggjusjónarmið og skoðanir Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, lýsti nýlega, þess efnis að Samfylkingin vilji bótavæða samfélagið til að hækka bætur.Sjá nánar hér.Vilji til vinnu meiri með sterkara velferðarkerfi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, er formaður velferðarnefndar, og hún brást við þessum viðhorfum með eindregnum hætti á sínum Facebook-vegg: „Hér sýnir formaður Sjálfstæðisflokksins sitt rétta andlit og viðhorf til aldraðra, öryrkja og atvinnulausra! Ískaldar kveðjur til tugþúsunda Íslendinga.“ Sigríður Ingibjörg hefur beitt sér gegn heimildum til skilyrðinga á fjárhagsaðstoð og bendir á að fjöldi fólks á fjárhagsaðstoð fylgir aðstæðum í efnahagslífinu. Í samtali við Vísi vekur hún athygli á því að rannsóknir bendi til að vilji til vinnu er meiri eftir því sem velferðarkerfið er sterkara. „Það er alvarlegt að víða í Evrópu hafa erfiðar efnahagsaðstæður eftir fjármálakrísuna verið gerðar að vandamáli hvers einstaklings en ekki þess kerfis sem skóp vandann.“Kapítalisminn er hættuleg skepnaSigríður, sem var að detta inn á fund þegar Vísir náði tali af henni, taldi sig ekki í aðstöðu til að bregðast beint við orðum Bjarkar. En sagði þó þetta: „Mér finnst aumingjavæðing ákaflega ógeðfellt hugtak. Ég ekki andsnúin markaðsbúskap en kapítalisminn er hættuleg skepna sem vill gera sínar svörtu hliðar að vandamáli hvers einstaklings; þegar markaðsöflin eru búin að þrengja svo að allri þjónustu. Svo er það mitt vandamál að herða mig bara. Að nota aumingjavæðing jafngildir því að einstaklingsvæða þann vanda sem óheft markaðshyggja hefur kallað yfir okkar samfélag.“Hér sýnir formaður Sjálfstæðisflokksins sitt rétta andlit og viðhorf til aldraðra, öryrkja og atvinnulausra! Ískaldar kveðjur til tugþúsunda Íslendinga.Posted by Sigríður Ingibjörg Ingadóttir on 10. september 2015 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira
Orð Bjarkar Vilhelmsdóttur, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar um innbyggða „veikleikavæðingu“ í kerfinu, spurð út í hugsanlega aumingjavæðingu, valda verulegum titringi í röðum Samfylkingarfólks, og reyndar meðal allra þeirra sem byggja sína pólitík á sterku samtryggingarkerfi. Hin óvæntu ummæli Bjarkar, sem hafa nú þegar valdið verulegri ólgu innan vinstri hreyfingarinnar allrar, og hljóta að koma til umfjöllunar þar, eru svohljóðandi: „Og það má alveg hafa það eftir mér, það er veikleikavæðing innan velferðarþjónustunnar. Og í samfélaginu yfir höfuð. Fólk er upptekið af því hvaða greiningar það hefur fengið, hvaða sjúkdóma það hefur fengið, hverjir hafa skilið í stórfjölskyldunni og mögulega valdið áföllum alveg frá þriggja ára aldri og hverjir hafa orðið fyrir ofbeldi og svona. Þið fjölmiðlarnir algjörlega alið á þessu með því að koma engum í viðtal nema hann hafi orðið fyrir ofbeldi eða áfalli alveg endalaust. Ég segi stundum að Íslendingar séu bara haldnir algjörri áfallastreituröskun og viðhalda sér í áfallinu með því að fá alltaf fleiri og fleiri sögur af fleiri og fleiri áföllum hjá öðrum. Við erum bara föst í þessu.“ Orð Bjarkar virðast ríma vel við frjálshyggjusjónarmið og skoðanir Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, lýsti nýlega, þess efnis að Samfylkingin vilji bótavæða samfélagið til að hækka bætur.Sjá nánar hér.Vilji til vinnu meiri með sterkara velferðarkerfi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, er formaður velferðarnefndar, og hún brást við þessum viðhorfum með eindregnum hætti á sínum Facebook-vegg: „Hér sýnir formaður Sjálfstæðisflokksins sitt rétta andlit og viðhorf til aldraðra, öryrkja og atvinnulausra! Ískaldar kveðjur til tugþúsunda Íslendinga.“ Sigríður Ingibjörg hefur beitt sér gegn heimildum til skilyrðinga á fjárhagsaðstoð og bendir á að fjöldi fólks á fjárhagsaðstoð fylgir aðstæðum í efnahagslífinu. Í samtali við Vísi vekur hún athygli á því að rannsóknir bendi til að vilji til vinnu er meiri eftir því sem velferðarkerfið er sterkara. „Það er alvarlegt að víða í Evrópu hafa erfiðar efnahagsaðstæður eftir fjármálakrísuna verið gerðar að vandamáli hvers einstaklings en ekki þess kerfis sem skóp vandann.“Kapítalisminn er hættuleg skepnaSigríður, sem var að detta inn á fund þegar Vísir náði tali af henni, taldi sig ekki í aðstöðu til að bregðast beint við orðum Bjarkar. En sagði þó þetta: „Mér finnst aumingjavæðing ákaflega ógeðfellt hugtak. Ég ekki andsnúin markaðsbúskap en kapítalisminn er hættuleg skepna sem vill gera sínar svörtu hliðar að vandamáli hvers einstaklings; þegar markaðsöflin eru búin að þrengja svo að allri þjónustu. Svo er það mitt vandamál að herða mig bara. Að nota aumingjavæðing jafngildir því að einstaklingsvæða þann vanda sem óheft markaðshyggja hefur kallað yfir okkar samfélag.“Hér sýnir formaður Sjálfstæðisflokksins sitt rétta andlit og viðhorf til aldraðra, öryrkja og atvinnulausra! Ískaldar kveðjur til tugþúsunda Íslendinga.Posted by Sigríður Ingibjörg Ingadóttir on 10. september 2015
Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Sjá meira