Öll eggin í sama álkeri Sif Sigmarsdóttir skrifar 18. september 2015 11:00 Katherine Mansfield, rithöfundur og eiginkona bókmenntarýnisins Johns Middleton Murry, til hjákonu Murry, 24. mars, 1921. Ég vil biðja þig um að hætta að senda eiginmanni mínum ástarbréf á meðan við hjónin búum saman. Það er einn af þessum hlutum sem tíðkast ekki í okkar heimi. Þú ert mjög ung. Fáðu eiginmann þinn til að útskýra fyrir þér óhagræðið við slíka hegðun. Vinsamlegast ekki láta mig þurfa að skrifa þér aftur. Mér leiðist að skamma fólk og ég þoli ekki að þurfa að kenna fólki mannasiði. Árið 2009 kom breskur rithöfundur, Shaun Usher að nafni, bloggsíðu á laggirnar. Hann hafði lengi haft áhuga á sendibréfum hvers konar og ákvað að deila ástríðu sinni með umheiminum. Fyrsta bréfið sem hann birti á síðunni „Letters of Note“ var frá árinu 1938, ritað af starfsmanni Disney til ungrar konu sem hafði áhuga á að gerast teiknari hjá fyrirtækinu: „Konur koma ekki nálægt skapandi hlutanum … þær sjá bara um að draga útlínur.“ Vefsíða Usher naut strax vinsælda. Ein og hálf milljón manna heimsækir hana í viku hverri en á henni má glugga í 900 sendibréf, bæði eftir þekkta einstaklinga og óþekkta. Bók með sendibréfum sem Usher tók saman árið 2013 varð metsölubók í Bretlandi og kemur nú út víða um heim.Jeffrey Bernard, blaðamaður og drykkjurútur, bréf til blaðsins The Spectator, 1975Útgefandinn Michael Joseph hefur farið þess á leit við mig að ég riti ævisögu mína og ég yrði hverjum þeim þakklátur sem getur veitt mér upplýsingar um hvar ég var og hvað ég var að gera á milli áranna 1960 og 1974. Jafndásamleg og sendibréfin eru – ástarjátningar, heillaóskir, heimspekilegar hugleiðingar og samfélagsrýni – eru viðbrögð við þeim andlaus. Tvær vikur eru í að bókin Letters of Note 2 komi út. Samhliða því að birta brot úr bókinni keppast fjölmiðlar við að lýsa yfir dauða sendibréfsins og syrgja liðna tíma. „Stafræna öldin er að ganga af tilfinningaþrungnum bréfaskiptum dauðum,“ lýsti dagblaðið The Times yfir um helgina.Richard Helms, liðsforingi í bandaríska hernum, til þriggja ára sonar síns, ritað á bréfsefni Adolfs Hitler sem fannst á kanslaraskrifstofunni í Berlín, 8. maí, 1945Maðurinn sem hefði hugsanlega skrifað á þetta blað réð einu sinni yfir Evrópu – fyrir þremur árum þegar þú fæddist. Í dag er hann dáinn, minning hans fyrirlitin, landið hans rústir einar. Hann var valdasjúkur, mat einstaklinginn lítils og var hræddur við vitsmunalega hreinskilni. Hann var holdgervingur hins illa í heimi hér. Andlát hans, ósigur, var mannkyninu blessun. En þúsundir létu lífið til að svo mætti verða. Það að losa samfélagið við illsku er ávallt dýru verði keypt. Ég sat ásamt eiginmanni og vinapari á veitingastað ekki alls fyrir löngu þegar ástarbréf bar á góma. Í ljós kom að allir viðstaddir höfðu skipst á tölvupóstum í tilhugalífinu sem nú voru geymdir í rafrænum skúffum sem skyggnst var í flissandi á tímamótum. Þótt ástarjátningar kynslóðar minnar hafi í fæstum tilfellum komist í snertingu við blek eða ferðast milli elskhuga á frímerki er gildi þeirra ekkert minna en þeirra sem búa yfir efnislegum hæfileika til að gulna. Er hola ekki hola hvort sem hún er grafin með skóflu eða skurðgröfu?Eric Idle, grínisti, til forsætisráðherrans Johns Major, 12. janúar, 1993Þann 29. mars næstkomandi verðum við báðir fimmtugir. Hefur einhvern tímann hvarflað að þér að ef ekki væri fyrir tilviljun örlaganna gæti ég verið forsætisráðherra og þú maðurinn í „nudge, nudge“ grínatriðinu úr Monty Python? Ég vona að þú sért ekki of vonsvikinn. Til hamingju með afmælið. Því miður einskorðast hleypidómar í garð hins nýja ekki við mannlega samskiptamáta. Hin forpokaða stóriðjustefna íslenskra stjórnvalda sem stunduð er í óþökk flestra annarra en ofsatrúarfólks á sviði byggðastefnu og bitlingavæðingar smýgur nú hljóðlega um hvern krók og kima samfélagsins. Í vikunni rann út umsóknarfrestur í Tækniþróunarsjóð, virðingarvert framtak, fjármagnað af ríkissjóði, sem miðar að því að styðja við nýsköpun hér á landi. Í rétt rúm tíu ár hafa íslenskir frumkvöðlar og sprotafyrirtæki á hinum ýmsu sviðum auk háskóla og stofnana getað sótt um styrki í sjóðinn til hinna ýmsu verkefna sem þykja „auka fjölbreytni atvinnulífsins og hraða uppbyggingu þekkingar- og hátæknistarfsemi“. Tækniþróunarsjóður er samkeppnissjóður og hafa fyrirtækin því ávallt staðið jafnfætis gagnvart sjóðnum. Þangað til núna. Í ár var bryddað upp á þeirri nýjung að óska eftir umsóknum á sérstöku sviði. Og um hvers konar verkefni er að ræða? Gefum heimasíðu Tækniþróunarsjóðs orðið: „Almenn verkefni á sviði málm- og efnistækni, en verkefni á sviði ál- og kísilvinnslu munu þó njóta forgangs.“ Hvað verður það næst? Listamannalaun fara sjálfkrafa til rithöfunda sem hyggja á ritun skáldsagna um ástir og örlög fólks sem starfar í álverinu í Straumsvík? Nóg er fjárfest í fornfálegum atvinnuháttum á sviði stóriðju – atvinnuháttum fortíðar en ekki framtíðar – með styrkjum, skattaívilnunum og öðrum sérmeðferðum. Er ekki óþarfi að stóriðjustefnan hafi líka stuðninginn af næsta CCP, Marel eða Meniga? Er ekki nóg um að öll eggin séu lögð í sama álker? Kannski að einhver taki að sér að skrifa ríkisstjórninni sendibréf og spyrji. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Katherine Mansfield, rithöfundur og eiginkona bókmenntarýnisins Johns Middleton Murry, til hjákonu Murry, 24. mars, 1921. Ég vil biðja þig um að hætta að senda eiginmanni mínum ástarbréf á meðan við hjónin búum saman. Það er einn af þessum hlutum sem tíðkast ekki í okkar heimi. Þú ert mjög ung. Fáðu eiginmann þinn til að útskýra fyrir þér óhagræðið við slíka hegðun. Vinsamlegast ekki láta mig þurfa að skrifa þér aftur. Mér leiðist að skamma fólk og ég þoli ekki að þurfa að kenna fólki mannasiði. Árið 2009 kom breskur rithöfundur, Shaun Usher að nafni, bloggsíðu á laggirnar. Hann hafði lengi haft áhuga á sendibréfum hvers konar og ákvað að deila ástríðu sinni með umheiminum. Fyrsta bréfið sem hann birti á síðunni „Letters of Note“ var frá árinu 1938, ritað af starfsmanni Disney til ungrar konu sem hafði áhuga á að gerast teiknari hjá fyrirtækinu: „Konur koma ekki nálægt skapandi hlutanum … þær sjá bara um að draga útlínur.“ Vefsíða Usher naut strax vinsælda. Ein og hálf milljón manna heimsækir hana í viku hverri en á henni má glugga í 900 sendibréf, bæði eftir þekkta einstaklinga og óþekkta. Bók með sendibréfum sem Usher tók saman árið 2013 varð metsölubók í Bretlandi og kemur nú út víða um heim.Jeffrey Bernard, blaðamaður og drykkjurútur, bréf til blaðsins The Spectator, 1975Útgefandinn Michael Joseph hefur farið þess á leit við mig að ég riti ævisögu mína og ég yrði hverjum þeim þakklátur sem getur veitt mér upplýsingar um hvar ég var og hvað ég var að gera á milli áranna 1960 og 1974. Jafndásamleg og sendibréfin eru – ástarjátningar, heillaóskir, heimspekilegar hugleiðingar og samfélagsrýni – eru viðbrögð við þeim andlaus. Tvær vikur eru í að bókin Letters of Note 2 komi út. Samhliða því að birta brot úr bókinni keppast fjölmiðlar við að lýsa yfir dauða sendibréfsins og syrgja liðna tíma. „Stafræna öldin er að ganga af tilfinningaþrungnum bréfaskiptum dauðum,“ lýsti dagblaðið The Times yfir um helgina.Richard Helms, liðsforingi í bandaríska hernum, til þriggja ára sonar síns, ritað á bréfsefni Adolfs Hitler sem fannst á kanslaraskrifstofunni í Berlín, 8. maí, 1945Maðurinn sem hefði hugsanlega skrifað á þetta blað réð einu sinni yfir Evrópu – fyrir þremur árum þegar þú fæddist. Í dag er hann dáinn, minning hans fyrirlitin, landið hans rústir einar. Hann var valdasjúkur, mat einstaklinginn lítils og var hræddur við vitsmunalega hreinskilni. Hann var holdgervingur hins illa í heimi hér. Andlát hans, ósigur, var mannkyninu blessun. En þúsundir létu lífið til að svo mætti verða. Það að losa samfélagið við illsku er ávallt dýru verði keypt. Ég sat ásamt eiginmanni og vinapari á veitingastað ekki alls fyrir löngu þegar ástarbréf bar á góma. Í ljós kom að allir viðstaddir höfðu skipst á tölvupóstum í tilhugalífinu sem nú voru geymdir í rafrænum skúffum sem skyggnst var í flissandi á tímamótum. Þótt ástarjátningar kynslóðar minnar hafi í fæstum tilfellum komist í snertingu við blek eða ferðast milli elskhuga á frímerki er gildi þeirra ekkert minna en þeirra sem búa yfir efnislegum hæfileika til að gulna. Er hola ekki hola hvort sem hún er grafin með skóflu eða skurðgröfu?Eric Idle, grínisti, til forsætisráðherrans Johns Major, 12. janúar, 1993Þann 29. mars næstkomandi verðum við báðir fimmtugir. Hefur einhvern tímann hvarflað að þér að ef ekki væri fyrir tilviljun örlaganna gæti ég verið forsætisráðherra og þú maðurinn í „nudge, nudge“ grínatriðinu úr Monty Python? Ég vona að þú sért ekki of vonsvikinn. Til hamingju með afmælið. Því miður einskorðast hleypidómar í garð hins nýja ekki við mannlega samskiptamáta. Hin forpokaða stóriðjustefna íslenskra stjórnvalda sem stunduð er í óþökk flestra annarra en ofsatrúarfólks á sviði byggðastefnu og bitlingavæðingar smýgur nú hljóðlega um hvern krók og kima samfélagsins. Í vikunni rann út umsóknarfrestur í Tækniþróunarsjóð, virðingarvert framtak, fjármagnað af ríkissjóði, sem miðar að því að styðja við nýsköpun hér á landi. Í rétt rúm tíu ár hafa íslenskir frumkvöðlar og sprotafyrirtæki á hinum ýmsu sviðum auk háskóla og stofnana getað sótt um styrki í sjóðinn til hinna ýmsu verkefna sem þykja „auka fjölbreytni atvinnulífsins og hraða uppbyggingu þekkingar- og hátæknistarfsemi“. Tækniþróunarsjóður er samkeppnissjóður og hafa fyrirtækin því ávallt staðið jafnfætis gagnvart sjóðnum. Þangað til núna. Í ár var bryddað upp á þeirri nýjung að óska eftir umsóknum á sérstöku sviði. Og um hvers konar verkefni er að ræða? Gefum heimasíðu Tækniþróunarsjóðs orðið: „Almenn verkefni á sviði málm- og efnistækni, en verkefni á sviði ál- og kísilvinnslu munu þó njóta forgangs.“ Hvað verður það næst? Listamannalaun fara sjálfkrafa til rithöfunda sem hyggja á ritun skáldsagna um ástir og örlög fólks sem starfar í álverinu í Straumsvík? Nóg er fjárfest í fornfálegum atvinnuháttum á sviði stóriðju – atvinnuháttum fortíðar en ekki framtíðar – með styrkjum, skattaívilnunum og öðrum sérmeðferðum. Er ekki óþarfi að stóriðjustefnan hafi líka stuðninginn af næsta CCP, Marel eða Meniga? Er ekki nóg um að öll eggin séu lögð í sama álker? Kannski að einhver taki að sér að skrifa ríkisstjórninni sendibréf og spyrji.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun