Hefði verið eðlilegt að byrja á réttum enda Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. september 2015 22:01 Kjartan Magnússon sat einn hjá við atkvæðagreiðsluna um móttöku flóttamanna. Vísir/ANton/Getty Borgarfulltrúinn Kjartan Magnússon segir að eðlilegt hefði verið að raunverulegt svigrúm og geta Reykjavíkur til að taka við stórauknum fjölda flóttamanna í borginni hefði verið könnuð áður en ráðist væri í slíkt verkefni. Eins og áður hefur verið greint frá samþykkti borgarstjórn í dag að hefja viðræður við ríkisvaldið um hlutverk og aðkomu borgarinnar að móttöku flóttafólks. Tillagan var þverpólitísk og samþykkt af öllum borgarfulltrúum, að frátöldum fyrrnefndum Kjartani Magnússyni sem sat hjá. Í bókun Kjartans um málið segir að Íslendingar hafi haft farsæla reynslu af því að taka á móti flóttamönnum og rétt sé að halda því áfram, „eftir því sem efni og aðstæður leyfa,“ segir borgarfulltrúinn. „Hins vegar skal varað við því að borgarstjórn skuli að óathuguðu máli hvetja til fjöldaflutninga á flóttamönnum til Reykjavíkur umfram þann fjölda sem nú þegar hefur verið ákveðinn og án þess að ljóst sé með hvaða hætti það verður gert,“ bætir hann við í bókuninni. Honum þætti eðlilegra að áður en slík hvatning væri samþykkt hefði verið eðlilegt að byrja verkefnið á réttum enda. „Til dæmis þarf að athuga hvernig skólar borgarinnar, velferðarþjónusta og sjúkrahús eru í stakk búin til að auka umsvif sín í samræmi við slíkan fjölda. Þekkt er að nú þegar eru langir biðlistar eftir margvíslegri opinberri þjónustu í Reykjavík. Einnig þarf að meta hvernig húnæðismarkaðurinn í borginni er í stakk búinn til að taka á móti slíkum fjölda,“ segir Kjartan. Þannig liggi ekkert fyrir um kostnað við slíkan fjöldaflutning né kostnaðskiptingu ríkis og borgar. Kjartan lýkur bókun sinni með því að undirstrika að sá fjöldi sýrlenskra flóttamanna, sem komist hefur til Evrópu, er aðeins lítill hluti vandans. „Eða um 2 prósent af þeim 10 milljónum sem talið er að hafi flúið heimili sín vegna borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi,“ segir borgarfulltrúinn. „Bent hefur verið á að það sé mun líklegra til árangurs að Vesturlönd auki hjálparstarf sitt sem næst átakasvæðinu og leggi þannig áherslu á að hjálpa sem flestum, það er þeim milljónum sem búa við erfiðar aðstæður í flóttamannabúðum í Tyrklandi, Jórdaníu, Líbanon og Sýrlandi sjálfu,“ segir Kjartan Magnússon enn fremur. Flóttamenn Tengdar fréttir Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: Leiðinlegt að stjórnmálamenn hoppi á vinsældavagninn í von um umfjöllun Kjartan Magnússon segir tillögu borgarstjórnar um viðræður um móttöku flóttafólks vanhugsaða að mörgu leiti. 1. september 2015 16:15 Borgarstjórn óskar eftir viðræðum við ríkið um móttöku flóttafólks Tillagan var samþykkt með einni hjásetu. 1. september 2015 18:19 Sveinbjörg Birna vill að hugað sé að bágstöddum Íslendingum Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir skorar á þá sem vilja taka á móti flóttafólki að líta sér nær. 1. september 2015 15:24 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Borgarfulltrúinn Kjartan Magnússon segir að eðlilegt hefði verið að raunverulegt svigrúm og geta Reykjavíkur til að taka við stórauknum fjölda flóttamanna í borginni hefði verið könnuð áður en ráðist væri í slíkt verkefni. Eins og áður hefur verið greint frá samþykkti borgarstjórn í dag að hefja viðræður við ríkisvaldið um hlutverk og aðkomu borgarinnar að móttöku flóttafólks. Tillagan var þverpólitísk og samþykkt af öllum borgarfulltrúum, að frátöldum fyrrnefndum Kjartani Magnússyni sem sat hjá. Í bókun Kjartans um málið segir að Íslendingar hafi haft farsæla reynslu af því að taka á móti flóttamönnum og rétt sé að halda því áfram, „eftir því sem efni og aðstæður leyfa,“ segir borgarfulltrúinn. „Hins vegar skal varað við því að borgarstjórn skuli að óathuguðu máli hvetja til fjöldaflutninga á flóttamönnum til Reykjavíkur umfram þann fjölda sem nú þegar hefur verið ákveðinn og án þess að ljóst sé með hvaða hætti það verður gert,“ bætir hann við í bókuninni. Honum þætti eðlilegra að áður en slík hvatning væri samþykkt hefði verið eðlilegt að byrja verkefnið á réttum enda. „Til dæmis þarf að athuga hvernig skólar borgarinnar, velferðarþjónusta og sjúkrahús eru í stakk búin til að auka umsvif sín í samræmi við slíkan fjölda. Þekkt er að nú þegar eru langir biðlistar eftir margvíslegri opinberri þjónustu í Reykjavík. Einnig þarf að meta hvernig húnæðismarkaðurinn í borginni er í stakk búinn til að taka á móti slíkum fjölda,“ segir Kjartan. Þannig liggi ekkert fyrir um kostnað við slíkan fjöldaflutning né kostnaðskiptingu ríkis og borgar. Kjartan lýkur bókun sinni með því að undirstrika að sá fjöldi sýrlenskra flóttamanna, sem komist hefur til Evrópu, er aðeins lítill hluti vandans. „Eða um 2 prósent af þeim 10 milljónum sem talið er að hafi flúið heimili sín vegna borgarastyrjaldarinnar í Sýrlandi,“ segir borgarfulltrúinn. „Bent hefur verið á að það sé mun líklegra til árangurs að Vesturlönd auki hjálparstarf sitt sem næst átakasvæðinu og leggi þannig áherslu á að hjálpa sem flestum, það er þeim milljónum sem búa við erfiðar aðstæður í flóttamannabúðum í Tyrklandi, Jórdaníu, Líbanon og Sýrlandi sjálfu,“ segir Kjartan Magnússon enn fremur.
Flóttamenn Tengdar fréttir Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: Leiðinlegt að stjórnmálamenn hoppi á vinsældavagninn í von um umfjöllun Kjartan Magnússon segir tillögu borgarstjórnar um viðræður um móttöku flóttafólks vanhugsaða að mörgu leiti. 1. september 2015 16:15 Borgarstjórn óskar eftir viðræðum við ríkið um móttöku flóttafólks Tillagan var samþykkt með einni hjásetu. 1. september 2015 18:19 Sveinbjörg Birna vill að hugað sé að bágstöddum Íslendingum Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir skorar á þá sem vilja taka á móti flóttafólki að líta sér nær. 1. september 2015 15:24 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: Leiðinlegt að stjórnmálamenn hoppi á vinsældavagninn í von um umfjöllun Kjartan Magnússon segir tillögu borgarstjórnar um viðræður um móttöku flóttafólks vanhugsaða að mörgu leiti. 1. september 2015 16:15
Borgarstjórn óskar eftir viðræðum við ríkið um móttöku flóttafólks Tillagan var samþykkt með einni hjásetu. 1. september 2015 18:19
Sveinbjörg Birna vill að hugað sé að bágstöddum Íslendingum Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir skorar á þá sem vilja taka á móti flóttafólki að líta sér nær. 1. september 2015 15:24