Margoft þurft að vera minntur á eigið afmæli Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 4. september 2015 09:30 Hörður Torfason heldur upp á sjötugsafmælið sitt með tónleikum í kvöld. Vísir/GVA „Klukkan tuttugu mínútur í sjö á morgun verð ég sjötugur. Samkvæmt fæðingarvottorðinu,“ segir tónlistarmaðurinn Hörður Torfason glaður í bragði. Í tilefni stórafmælisins mun hann endurvekja hausttónleika sem hafa verið í hvíld í tvö ár en fyrir það hafði hann haldið þá árlega í 38 ár. „Ég byrjaði á þessu þegar ég var 31 árs af því ég er ekkert voðalega mikill veislumaður. Þá þótti mér betur við hæfi að halda bara tónleikaveislu. Ég hef nú tekið mér þriggja ára frí þannig ég er svona að koma aftur. Og þetta er gott tilefni,“ segir Hörður hress en ítrekar þó að hann hafi gaman af veislum og að vera umkringdur skemmtilegu fólki. Spurður að því hvort hann sé mikið afmælisbarn er svarið fremur einfalt: „Ég er það ekki, ég er voðalega mikið niðri á jörðinni. Það hefur margoft komið fyrir mig að ég steingleymi því að ég eigi afmæli. Komið fyrir að fólk hafi þurft að minna mig á afmælisdaginn,“ segir hann hlæjandi og heldur áfram: „Afmæli og aldur og svona, ég er ekkert að pæla í því. Maður fæðist og maður deyr. Maður á bara að reyna að hafa gaman svona á milli þess.“ Spurður að því hvort einhver afmælisdagur sé sérstaklega eftirminnilegur segir Hörður að það sé sjálfsagt hægt að rifja marga upp. „Þeir eru orðnir ansi margir,“ segir hann. „Fyrsta afmælið sem ég man virkilega vel eftir var þegar ég varð þrítugur. Það eru fjörutíu ár síðan. Takk fyrir!“ Í tilefni þrítugsafmælisins efndi hann til veislu líkt og gjarnan er gert á slíkum tímamótum en kvöldið endaði þó á fremur óvæntan máta. „Ég hélt veislu og það kom mikið af fólki og ég fékk mikið af gjöfum en svo þurfti ég að yfirgefa veisluna því ég var að vinna kvikmynd og þurfi að fara á fætur klukkan fjögur um morguninn. Ég yfirgaf veisluna snemma og lét umsjón hennar í hendur vinar míns,“ segir Hörður og heldur áfram: „Það sem gerðist var það að það hurfu allar gjafirnar nema ein bók sem ég hafði tekið með mér til að skoða áður en ég fór að sofa.“ Eftir þá uppákomu ákvað Hörður að efna í staðinn til hausttónleika á afmælisdaginn. Það er nóg um að vera hjá Herði og verkefnaskráin löng en hann segir þó fara sér best að takast á við eitt verkefni í einu. „Ég vinn bara þannig að ég tek eitt verkefni fyrir í einu. Eins og við strákarnir erum, við getum ekki gert of margt í einu, þá ruglumst við,“ segir hann og skellir upp úr og bætir við að undanfarið hafi hann einbeitt sér að hausttónleikunum. Á tónleikunum verður nýtt efni flutt í bland við eldra og hefjast þeir klukkan 20.00 í kvöld í Gamla bíói. „Fyrri hlutann verð ég einn með gítarinn og svo eftir hlé verð ég með fjögurra manna hljómsveit með mér,“ segir Hörður og setur stefnuna á ljúfa kvöldstund með skemmtilegri tónlist á afmælisdaginn. Menning Tónlist Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Skellti sér á djammið Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Klukkan tuttugu mínútur í sjö á morgun verð ég sjötugur. Samkvæmt fæðingarvottorðinu,“ segir tónlistarmaðurinn Hörður Torfason glaður í bragði. Í tilefni stórafmælisins mun hann endurvekja hausttónleika sem hafa verið í hvíld í tvö ár en fyrir það hafði hann haldið þá árlega í 38 ár. „Ég byrjaði á þessu þegar ég var 31 árs af því ég er ekkert voðalega mikill veislumaður. Þá þótti mér betur við hæfi að halda bara tónleikaveislu. Ég hef nú tekið mér þriggja ára frí þannig ég er svona að koma aftur. Og þetta er gott tilefni,“ segir Hörður hress en ítrekar þó að hann hafi gaman af veislum og að vera umkringdur skemmtilegu fólki. Spurður að því hvort hann sé mikið afmælisbarn er svarið fremur einfalt: „Ég er það ekki, ég er voðalega mikið niðri á jörðinni. Það hefur margoft komið fyrir mig að ég steingleymi því að ég eigi afmæli. Komið fyrir að fólk hafi þurft að minna mig á afmælisdaginn,“ segir hann hlæjandi og heldur áfram: „Afmæli og aldur og svona, ég er ekkert að pæla í því. Maður fæðist og maður deyr. Maður á bara að reyna að hafa gaman svona á milli þess.“ Spurður að því hvort einhver afmælisdagur sé sérstaklega eftirminnilegur segir Hörður að það sé sjálfsagt hægt að rifja marga upp. „Þeir eru orðnir ansi margir,“ segir hann. „Fyrsta afmælið sem ég man virkilega vel eftir var þegar ég varð þrítugur. Það eru fjörutíu ár síðan. Takk fyrir!“ Í tilefni þrítugsafmælisins efndi hann til veislu líkt og gjarnan er gert á slíkum tímamótum en kvöldið endaði þó á fremur óvæntan máta. „Ég hélt veislu og það kom mikið af fólki og ég fékk mikið af gjöfum en svo þurfti ég að yfirgefa veisluna því ég var að vinna kvikmynd og þurfi að fara á fætur klukkan fjögur um morguninn. Ég yfirgaf veisluna snemma og lét umsjón hennar í hendur vinar míns,“ segir Hörður og heldur áfram: „Það sem gerðist var það að það hurfu allar gjafirnar nema ein bók sem ég hafði tekið með mér til að skoða áður en ég fór að sofa.“ Eftir þá uppákomu ákvað Hörður að efna í staðinn til hausttónleika á afmælisdaginn. Það er nóg um að vera hjá Herði og verkefnaskráin löng en hann segir þó fara sér best að takast á við eitt verkefni í einu. „Ég vinn bara þannig að ég tek eitt verkefni fyrir í einu. Eins og við strákarnir erum, við getum ekki gert of margt í einu, þá ruglumst við,“ segir hann og skellir upp úr og bætir við að undanfarið hafi hann einbeitt sér að hausttónleikunum. Á tónleikunum verður nýtt efni flutt í bland við eldra og hefjast þeir klukkan 20.00 í kvöld í Gamla bíói. „Fyrri hlutann verð ég einn með gítarinn og svo eftir hlé verð ég með fjögurra manna hljómsveit með mér,“ segir Hörður og setur stefnuna á ljúfa kvöldstund með skemmtilegri tónlist á afmælisdaginn.
Menning Tónlist Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Skellti sér á djammið Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira