Audi, BMW og Benz úr 10% í 17% í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 7. september 2015 17:34 BMW 335ix. Það eru mun meiri líkur að bílkaupendur í Evrópu í dag velji sér Audi, BMW eða Benz bíl en Citroën, Fiat eða Toyota. Árið 1995 seldust samtals 1.175.000 Audi, BMW og Benz bílar í Evrópu, en þeir voru 1.999.000 í fyrra. Þessi aukning hefur fært þessum þremur þýsku lúxusbílaframleiðendum 17% markaðshlutdeild í álfunni, en hún nam aðeins 10% árið 1995. Það sem mest hefur breyst á þessum 20 árum er að lúxusbílaframleiðendurnir hafa boðið aukið úrval smærri bíla, jepplinga og jeppa sem ekki voru í boði hjá þeim fyrir 20 árum. Bættur efnahagur í álfunni hefur einnig gefið fleiri íbúum álfunnar kost á því að kaupa sér lúxusbíla. Árið 1995 var Mercedes Benz áttundi stærsti bílasali í Evrópu, BMW níundi stærsti og Audi tíundi stærsti. Í fyrra var Audi orðið sjötti stærsti bílasali í Evrópu, BMW sjöndi og Mercedes Benz sá áttundi. Því hefur vöxtur Audi á þessu tímabili verið sá mesti meðal þeirra þriggja en minnstur hjá Mercedes Benz. Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent
Það eru mun meiri líkur að bílkaupendur í Evrópu í dag velji sér Audi, BMW eða Benz bíl en Citroën, Fiat eða Toyota. Árið 1995 seldust samtals 1.175.000 Audi, BMW og Benz bílar í Evrópu, en þeir voru 1.999.000 í fyrra. Þessi aukning hefur fært þessum þremur þýsku lúxusbílaframleiðendum 17% markaðshlutdeild í álfunni, en hún nam aðeins 10% árið 1995. Það sem mest hefur breyst á þessum 20 árum er að lúxusbílaframleiðendurnir hafa boðið aukið úrval smærri bíla, jepplinga og jeppa sem ekki voru í boði hjá þeim fyrir 20 árum. Bættur efnahagur í álfunni hefur einnig gefið fleiri íbúum álfunnar kost á því að kaupa sér lúxusbíla. Árið 1995 var Mercedes Benz áttundi stærsti bílasali í Evrópu, BMW níundi stærsti og Audi tíundi stærsti. Í fyrra var Audi orðið sjötti stærsti bílasali í Evrópu, BMW sjöndi og Mercedes Benz sá áttundi. Því hefur vöxtur Audi á þessu tímabili verið sá mesti meðal þeirra þriggja en minnstur hjá Mercedes Benz.
Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent