Varð að vísa dreng í 5. flokki útaf vegna kynþáttaníðs Stefán Árni Pálsson skrifar 30. ágúst 2015 20:30 Aron dæmdi leik Fjölnis og ÍBV í úrslitakeppni 5. flokks í dag. „Það sem átti sér stað var að brotið var á leikmanni Fjölnis, sem er dökkur á hörund. Eftir brotið voru menn eitthvað að ýta í hvorn annan og ég fer til þeirra og ætla að róa menn niður,“ segir Aron Elvar Finnsson sem dæmdi leik Fjölnis og ÍBV í 5. flokki karla í knattspyrnu í dag. Aron varð að vísa leikmanni ÍBV af velli þar sem hann gerði sig sekan um kynþáttafordóma í garð leikmanns í liði Fjölnis. Leikurinn var hluti af úrslitakeppninni í flokki B-liða sem fram fór í Boganum á Akureyri. „Leikmaður Fjölnis gengur þá í burtu og málið virðist búið. Þá kallar leikmaður ÍBV á eftir honum rasísk ummæli sem að sjálfsögðu eiga aldrei að heyrast, hvað þá hjá svona ungum krökkum. Við það reiðist leikmaður Fjölnis, reynir að ráðast á leikmann ÍBV og kýlir hann í magann. Ég sá ekki annað í stöðunni en að senda báða aðila útaf.“ Aron segir að viðbrögð foreldrana hafi verið lítil. „Ég held að þau hafi ekki vitað hvað fór fram, þar sem að þau sátu öll fyrir aftan annað markið, en atvikið átti sér stað á hinum enda vallarins. Aðrir leikmenn vissu í raun ekki hvað þeir ættu að gera eða segja og var leikurinn mjög skrýtinn eftir atvikið, enda hafa þeir kannski ekki lent í atviki sem þessu áður, eða ég vona það allavega.“ Aron segir að þjálfari Fjölnis hafi komið og rætt við hann eftir leikinn. „Hann sagði að þetta mál hefði verið útkljáð á milli þjálfara og leikmaður ÍBV hefði beðist afsökunar. Eðlilega var hann ekki sáttur samt sem áður.“Var að dæma hjá 10-11 ára strákum áðan og þurfti að senda einn útaf vegna rasisma! Hvað er að gerast? #fotboltinet— Aron Elvar Finnsson (@AronElvar97) August 30, 2015 Íslenski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Bein útsending: Fundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag Sjá meira
„Það sem átti sér stað var að brotið var á leikmanni Fjölnis, sem er dökkur á hörund. Eftir brotið voru menn eitthvað að ýta í hvorn annan og ég fer til þeirra og ætla að róa menn niður,“ segir Aron Elvar Finnsson sem dæmdi leik Fjölnis og ÍBV í 5. flokki karla í knattspyrnu í dag. Aron varð að vísa leikmanni ÍBV af velli þar sem hann gerði sig sekan um kynþáttafordóma í garð leikmanns í liði Fjölnis. Leikurinn var hluti af úrslitakeppninni í flokki B-liða sem fram fór í Boganum á Akureyri. „Leikmaður Fjölnis gengur þá í burtu og málið virðist búið. Þá kallar leikmaður ÍBV á eftir honum rasísk ummæli sem að sjálfsögðu eiga aldrei að heyrast, hvað þá hjá svona ungum krökkum. Við það reiðist leikmaður Fjölnis, reynir að ráðast á leikmann ÍBV og kýlir hann í magann. Ég sá ekki annað í stöðunni en að senda báða aðila útaf.“ Aron segir að viðbrögð foreldrana hafi verið lítil. „Ég held að þau hafi ekki vitað hvað fór fram, þar sem að þau sátu öll fyrir aftan annað markið, en atvikið átti sér stað á hinum enda vallarins. Aðrir leikmenn vissu í raun ekki hvað þeir ættu að gera eða segja og var leikurinn mjög skrýtinn eftir atvikið, enda hafa þeir kannski ekki lent í atviki sem þessu áður, eða ég vona það allavega.“ Aron segir að þjálfari Fjölnis hafi komið og rætt við hann eftir leikinn. „Hann sagði að þetta mál hefði verið útkljáð á milli þjálfara og leikmaður ÍBV hefði beðist afsökunar. Eðlilega var hann ekki sáttur samt sem áður.“Var að dæma hjá 10-11 ára strákum áðan og þurfti að senda einn útaf vegna rasisma! Hvað er að gerast? #fotboltinet— Aron Elvar Finnsson (@AronElvar97) August 30, 2015
Íslenski boltinn Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Bein útsending: Fundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag Sjá meira