Hryllilegt að sjá leirdrulluna leka inn og rústa húsunum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Sveinn Arnarsson skrifa 29. ágúst 2015 19:30 Ljóst er að tjón af völdum vatnavaxtar er mikið í Fjallabyggð. Á Siglufirði stóð yfir viðamikið hreinsunarstarf en hátt í þrjátíu hús skemmdust í vatnsveðrinu í gær. Þá ullu aurskriður miklu tjóni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra heimsótti Fjallabyggð í dag til að kynna sér aðstæður eftir tjónið og fyrr í dag fundaði samráðshópur ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu vegna málsins. Hálfdán Sveinsson rekur gistiheimili segir það hafa verið hryllilegt að sjá leirdrulluna leka inn. „Svona upp úr tólf tek ég eftir því að það er farið að renna kakóbrúnt vatn suður Lækjargötuna. Ég veit ekkert hvað er í gangi ég er í sambandi við men í bænum og þá kemur í ljós að Hvanneyraráin hefur brotist úr árfarvegi sínum og farin að renna niður eyrina. Þetta smájókst, allt þetta svæði var undirlagt, þetta var eins og stöðuvatn. Fyrir rest þá fór að leka niður undir hurðar á hótelinu. Þegar þannig var komið þá var ekkert að gera. Við vorum bara í að bjarga húsgögnum og minnka tjónið eins og kostur var. Það var hryllilegt að sjá leirdrulluna leka inn og rústa húsunum.“ Tjónið hleypur á milljónum. „Það er svolítið erfitt að segja hvað tjónið er mikið. Bara hjá mér hleypur það á einhverjum milljónum. Ég get vel trúað að það hlaupi á tugum ef ekki hundruðum í öllum bænum, bara út frá því sem ég veit núna.“ Hann segir samstöðu bæjarbúa hafa skipt öllu máli í því að lágmarka tjón af vatnavöxtunum. „Það er eitt af þessu yndislega við það að búa á svona stöðum. Fólk stendur saman þegar eitthvað bjátar á. Núna er verið að klára að hreinsa út og henda húsgögnum sem eyðilögðust, bjarga svo það skemmist ekki meira. Svo verður bara ástandið metið á morgun og mánudaginn.“ Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri jafnar hamförunum við martröð. „Já bara ein alls herjar martröð það var allt flóandi um allt. Drulla og skítur út um allt, segir hann og trúir því að að mörg hús séu skemmd. „Ótrúlega mörg, ábyggilega þrjátíu eða fjörutíu hús.“ Hann segir mikið hreinsunarstarf fram undan, holræsakerfi bæjarins sé stíflað af þykkum leir og tvær götur ónýtar. „Bærinn er að fara í það að hreinsa upp holræsakerfið og síðan þarf að lagfæra þessar götur tvær sem eru ónýtar. Síðan þarf að endurnýja þessi hús hjá borginni og endurbæta það allt saman.“ Veður Tengdar fréttir Úrhelli á Siglufirði: „Holræsakerfi bæjarins er fullt af drullu“ Hreinsunarstarf er að hefjast á Siglufirði en gríðarlegt úrhelli var þar í gær með tilheyrandi aurskriðum og vatnsflaumi. 29. ágúst 2015 09:59 Úrhelli á Siglufirði: „Hefur gengið djöfullega að eiga við ástandið“ Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir losnað hafi úr snjóflóðavarnargarðinum og farið á hús. 28. ágúst 2015 15:27 Margra daga vinna að hreinsa veginn til og frá Strákagöngum Fulltrúar viðlagatryggingar fóru norður strax í gær til að meta tjónið sem orðið hefur í vatnavöxtunum þar seinustu daga. 29. ágúst 2015 14:43 Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fleiri fréttir „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Sjá meira
Ljóst er að tjón af völdum vatnavaxtar er mikið í Fjallabyggð. Á Siglufirði stóð yfir viðamikið hreinsunarstarf en hátt í þrjátíu hús skemmdust í vatnsveðrinu í gær. Þá ullu aurskriður miklu tjóni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra heimsótti Fjallabyggð í dag til að kynna sér aðstæður eftir tjónið og fyrr í dag fundaði samráðshópur ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu vegna málsins. Hálfdán Sveinsson rekur gistiheimili segir það hafa verið hryllilegt að sjá leirdrulluna leka inn. „Svona upp úr tólf tek ég eftir því að það er farið að renna kakóbrúnt vatn suður Lækjargötuna. Ég veit ekkert hvað er í gangi ég er í sambandi við men í bænum og þá kemur í ljós að Hvanneyraráin hefur brotist úr árfarvegi sínum og farin að renna niður eyrina. Þetta smájókst, allt þetta svæði var undirlagt, þetta var eins og stöðuvatn. Fyrir rest þá fór að leka niður undir hurðar á hótelinu. Þegar þannig var komið þá var ekkert að gera. Við vorum bara í að bjarga húsgögnum og minnka tjónið eins og kostur var. Það var hryllilegt að sjá leirdrulluna leka inn og rústa húsunum.“ Tjónið hleypur á milljónum. „Það er svolítið erfitt að segja hvað tjónið er mikið. Bara hjá mér hleypur það á einhverjum milljónum. Ég get vel trúað að það hlaupi á tugum ef ekki hundruðum í öllum bænum, bara út frá því sem ég veit núna.“ Hann segir samstöðu bæjarbúa hafa skipt öllu máli í því að lágmarka tjón af vatnavöxtunum. „Það er eitt af þessu yndislega við það að búa á svona stöðum. Fólk stendur saman þegar eitthvað bjátar á. Núna er verið að klára að hreinsa út og henda húsgögnum sem eyðilögðust, bjarga svo það skemmist ekki meira. Svo verður bara ástandið metið á morgun og mánudaginn.“ Ámundi Gunnarsson slökkviliðsstjóri jafnar hamförunum við martröð. „Já bara ein alls herjar martröð það var allt flóandi um allt. Drulla og skítur út um allt, segir hann og trúir því að að mörg hús séu skemmd. „Ótrúlega mörg, ábyggilega þrjátíu eða fjörutíu hús.“ Hann segir mikið hreinsunarstarf fram undan, holræsakerfi bæjarins sé stíflað af þykkum leir og tvær götur ónýtar. „Bærinn er að fara í það að hreinsa upp holræsakerfið og síðan þarf að lagfæra þessar götur tvær sem eru ónýtar. Síðan þarf að endurnýja þessi hús hjá borginni og endurbæta það allt saman.“
Veður Tengdar fréttir Úrhelli á Siglufirði: „Holræsakerfi bæjarins er fullt af drullu“ Hreinsunarstarf er að hefjast á Siglufirði en gríðarlegt úrhelli var þar í gær með tilheyrandi aurskriðum og vatnsflaumi. 29. ágúst 2015 09:59 Úrhelli á Siglufirði: „Hefur gengið djöfullega að eiga við ástandið“ Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir losnað hafi úr snjóflóðavarnargarðinum og farið á hús. 28. ágúst 2015 15:27 Margra daga vinna að hreinsa veginn til og frá Strákagöngum Fulltrúar viðlagatryggingar fóru norður strax í gær til að meta tjónið sem orðið hefur í vatnavöxtunum þar seinustu daga. 29. ágúst 2015 14:43 Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fleiri fréttir „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Sjá meira
Úrhelli á Siglufirði: „Holræsakerfi bæjarins er fullt af drullu“ Hreinsunarstarf er að hefjast á Siglufirði en gríðarlegt úrhelli var þar í gær með tilheyrandi aurskriðum og vatnsflaumi. 29. ágúst 2015 09:59
Úrhelli á Siglufirði: „Hefur gengið djöfullega að eiga við ástandið“ Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir losnað hafi úr snjóflóðavarnargarðinum og farið á hús. 28. ágúst 2015 15:27
Margra daga vinna að hreinsa veginn til og frá Strákagöngum Fulltrúar viðlagatryggingar fóru norður strax í gær til að meta tjónið sem orðið hefur í vatnavöxtunum þar seinustu daga. 29. ágúst 2015 14:43