Róbert Marshall segir gagnrýni Heiðu Kristínar ekki í anda flokksins Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 10. ágúst 2015 12:21 Róbert Marshall vill ekki skipta um formann. Vísir Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, segir að það sé barnaskapur að halda að einn maður geti híft fylgi flokka upp og niður. Fylgistap Bjartrar framtíðar sé ekki á ábyrgð Guðmundar Steingrímssonar fremur en einhverra annarra í forystu flokksins. Björt framtíð sé ekki flokkur sem byggi tilveru sína á því. Það sé stefnan sem skipti máli.Rætt var við Róbert í hádegisfréttum Bylgjunnar en hlusta má á fréttina í spilaranum að ofan. Björt framtíð undirbýr flokksfund á fimmtudagskvöldið þar sem staða flokksins verður til umræðu. Nú ræða flokksmenn um að rótera embættum líkt og Píratar hafa valið að gera en það verður meðal annars til umræðu á flokksfundi á fimmtudagskvöld.Guðmundur Steingrímsson.Vísir/Stefán„Ég hef ekki heyrt efnislega hvað það er sem Guðmundur Steingrímsson hefði átt að gera til að halda fylgi flokksins ofar. Ég veit ekki hvað það er sem hún myndi gera til þess að svo myndi vera,“ segir Róbert. „Við höfum verið með tvo formenn og þangað til um síðustu áramót var hún annar þeirra. Okkar skipulag hefur hvílt á fleiri herðum heldur en bara formannsins,“ bætir Róbert við. „Ef að mönnum finnst ástæða til að endurskoða það þá er það bara sjálfsagt. Þá þurfum við að setjast niður og fá á hreint hvaða hugmyndir eru þar á kreiki.“Heiða Kristín HelgadóttirGuðmundur Steingrímsson hefur ekki viljað ræða við fjölmiðla eftir Heiða Kristín Helgadóttir annar stofnenda flokksins lýsti því í þættinum Vikulokunum í Ríkisútvarpinu að hún gæti vel hugsað sér að að taka við formennsku í flokknum. Hún hafði þá áður lýst því yfir að hún vildi ekki leysa Björt Ólafsdóttur af sem þingmaður meðan hún færi í fæðingarorlof nema formannsskipti yrðu í flokknum. Róbert Marshall segist ekki sjá það fyrir sér að það breyti neinu að skipta um formann á þessum tímapunkti. Hann skilji ekki gagnrýni Heiðu Kristínar Helgadóttur, það hafi ekkert af þessu komið fram þegar það skildu leiðir um síðustu áramót. Hún sé að lýsa ákveðnum hugmyndum sem séu ekki í anda Bjartrar framtíðar, eins og að skipta út formanni þegar illa fiskast. „Við erum ekki flokkur sem byggir á því að formaður geti híft upp fylgið, eða að það sé formanninum að kenna að það hafi farið niður. Ef nánar er skoðað er enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi þannig. Það er bara barnaskapur að halda því fram að fylgi flokka fari niður og upp eftir því hver er formaður. Það er stefnan sem skiptir máli, áherslurnar og nálgunin á pólitíkina sem er meginatriðið í þessu,“ segir Róbert.Guðmundur Steingrímsson var í viðtali í Harmageddon í síðustu viku. Þar sagðist hann ekki hafa skilið við Heiðu Kristínu í neinu ósætti. Viðtalið má finna hér að neðan. Tengdar fréttir Samfylkingin aldrei mælst með minna fylgi Samfylkingin mælist minni en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun MMR. Þriðjungur þjóðarinnar kýs Pírata sem mælast stærstir. 8. júlí 2015 13:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, segir að það sé barnaskapur að halda að einn maður geti híft fylgi flokka upp og niður. Fylgistap Bjartrar framtíðar sé ekki á ábyrgð Guðmundar Steingrímssonar fremur en einhverra annarra í forystu flokksins. Björt framtíð sé ekki flokkur sem byggi tilveru sína á því. Það sé stefnan sem skipti máli.Rætt var við Róbert í hádegisfréttum Bylgjunnar en hlusta má á fréttina í spilaranum að ofan. Björt framtíð undirbýr flokksfund á fimmtudagskvöldið þar sem staða flokksins verður til umræðu. Nú ræða flokksmenn um að rótera embættum líkt og Píratar hafa valið að gera en það verður meðal annars til umræðu á flokksfundi á fimmtudagskvöld.Guðmundur Steingrímsson.Vísir/Stefán„Ég hef ekki heyrt efnislega hvað það er sem Guðmundur Steingrímsson hefði átt að gera til að halda fylgi flokksins ofar. Ég veit ekki hvað það er sem hún myndi gera til þess að svo myndi vera,“ segir Róbert. „Við höfum verið með tvo formenn og þangað til um síðustu áramót var hún annar þeirra. Okkar skipulag hefur hvílt á fleiri herðum heldur en bara formannsins,“ bætir Róbert við. „Ef að mönnum finnst ástæða til að endurskoða það þá er það bara sjálfsagt. Þá þurfum við að setjast niður og fá á hreint hvaða hugmyndir eru þar á kreiki.“Heiða Kristín HelgadóttirGuðmundur Steingrímsson hefur ekki viljað ræða við fjölmiðla eftir Heiða Kristín Helgadóttir annar stofnenda flokksins lýsti því í þættinum Vikulokunum í Ríkisútvarpinu að hún gæti vel hugsað sér að að taka við formennsku í flokknum. Hún hafði þá áður lýst því yfir að hún vildi ekki leysa Björt Ólafsdóttur af sem þingmaður meðan hún færi í fæðingarorlof nema formannsskipti yrðu í flokknum. Róbert Marshall segist ekki sjá það fyrir sér að það breyti neinu að skipta um formann á þessum tímapunkti. Hann skilji ekki gagnrýni Heiðu Kristínar Helgadóttur, það hafi ekkert af þessu komið fram þegar það skildu leiðir um síðustu áramót. Hún sé að lýsa ákveðnum hugmyndum sem séu ekki í anda Bjartrar framtíðar, eins og að skipta út formanni þegar illa fiskast. „Við erum ekki flokkur sem byggir á því að formaður geti híft upp fylgið, eða að það sé formanninum að kenna að það hafi farið niður. Ef nánar er skoðað er enginn stjórnmálaflokkur á Íslandi þannig. Það er bara barnaskapur að halda því fram að fylgi flokka fari niður og upp eftir því hver er formaður. Það er stefnan sem skiptir máli, áherslurnar og nálgunin á pólitíkina sem er meginatriðið í þessu,“ segir Róbert.Guðmundur Steingrímsson var í viðtali í Harmageddon í síðustu viku. Þar sagðist hann ekki hafa skilið við Heiðu Kristínu í neinu ósætti. Viðtalið má finna hér að neðan.
Tengdar fréttir Samfylkingin aldrei mælst með minna fylgi Samfylkingin mælist minni en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun MMR. Þriðjungur þjóðarinnar kýs Pírata sem mælast stærstir. 8. júlí 2015 13:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Samfylkingin aldrei mælst með minna fylgi Samfylkingin mælist minni en Framsóknarflokkurinn í nýrri könnun MMR. Þriðjungur þjóðarinnar kýs Pírata sem mælast stærstir. 8. júlí 2015 13:33