Metsala Subaru WRX og STI í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 12. ágúst 2015 11:00 Subaru WRX STI er nú feykilega eftirsóttur í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði óku 3.716 nýir og kátir eigendur Subaru Impreza WRX og STI bíla frá söluumboðum Subaru í Bandaríkjunum. Var þetta 85% meiri sala en í júlí í fyrra. Fjöldi seldra bíla er svo sem ekki sláandi ef borið er saman við 15.811 Subaru Forester bíla sem seldust á sama tíma og 50.157 heildarsölu Subaru í mánuðinum. Hafa verður þó í huga að sala „hot hatch“-bíla er alla jafna ekki svo mikil, en þar fara gríðaröflugir sportbílar af minni gerðinni sem kosta mun meira en grunngerðir bílanna. Sem dæmi má nefna að Volkswagen seldi 1.780 Golf GTI bíla og 132 Golf R bíla í júlí í Bandaríkjunum. Þessir tveir kraftabílar Subaru voru aðeins með 4,4% af heildarsölu Subaru í Bandaríkjunum í fyrra í júlí en sú tala var 7,4% í ár. Subaru WRX og STI voru þó ekki einu sportbílarnir sem Subaru seldi þar vestra í síðasta mánuði þar sem Subaru seldi einnig 1.583 Subaru BRZ og systurbíll hans, sem Toyota selur undir merkjum Scion með undirstafina FR-S, seldist á sama tíma í 1.058 eintökum. Sá bíll er seldur sem Toyota GT-86 hérlendis. Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent
Í síðasta mánuði óku 3.716 nýir og kátir eigendur Subaru Impreza WRX og STI bíla frá söluumboðum Subaru í Bandaríkjunum. Var þetta 85% meiri sala en í júlí í fyrra. Fjöldi seldra bíla er svo sem ekki sláandi ef borið er saman við 15.811 Subaru Forester bíla sem seldust á sama tíma og 50.157 heildarsölu Subaru í mánuðinum. Hafa verður þó í huga að sala „hot hatch“-bíla er alla jafna ekki svo mikil, en þar fara gríðaröflugir sportbílar af minni gerðinni sem kosta mun meira en grunngerðir bílanna. Sem dæmi má nefna að Volkswagen seldi 1.780 Golf GTI bíla og 132 Golf R bíla í júlí í Bandaríkjunum. Þessir tveir kraftabílar Subaru voru aðeins með 4,4% af heildarsölu Subaru í Bandaríkjunum í fyrra í júlí en sú tala var 7,4% í ár. Subaru WRX og STI voru þó ekki einu sportbílarnir sem Subaru seldi þar vestra í síðasta mánuði þar sem Subaru seldi einnig 1.583 Subaru BRZ og systurbíll hans, sem Toyota selur undir merkjum Scion með undirstafina FR-S, seldist á sama tíma í 1.058 eintökum. Sá bíll er seldur sem Toyota GT-86 hérlendis.
Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent