„Ég vil þakka ykkur fyrir það sem þið gerðuð fyrir mig. Ég mun aldrei gleyma því.“ Birgir Olgeirsson skrifar 14. ágúst 2015 13:09 Björgunarsveitarfólkið okkar fær toppeinkunn frá erlendum ferðamanni. Vísir/Landsbjörg Erlendur ferðamaður fer fögrum orðum um björgunarsveitarfólkið okkar. Slysavarnafélagið Landsbjörg birti bréf á Facebook-síðu sinni sem ferðamaðurinn sendi björgunarsveitinni Suðurnes fyrir skemmstu en þar segir hann frá hjólreiðaslysi sem hann lenti í nærri Landmannalaugum á Fjallabaksleið 6. ágúst síðastliðinn. „Ég vildi láta ykkur vita hve þakklátur ég er. Ég hafði heyrt af björgunarsveitum sem hjálpuðu ferðamönnum en mér datt aldrei til hugar að ég yrði einn þeirra sem þyrfti á hjálp að halda,“ segir ferðamaðurinn.Sár kvalinn Hann segir leiðsögumann sinn hafa kallað eftir hjálp því flytja þurfti ferðamanninn niður fjall. „Ég var sár kvalinn og með óráði en áttaði mig þó á aðstæðum, og ég verð að segja að mér finnst mikið til ykkar starfs koma: Allt sem þið gerðuð var fagmannlegt, hratt og öruggt. Ég var öruggur og í góðum höndum.“„Ekki eins og einhver kjánalegur ferðamaður“ Hann nefnir sérstaklega að hann var hrifnastur af því að hafa verið meðhöndlaður eins og manneskja. „En ekki eins og einhver kjánalegur ferðamaður,“ segir hann og þakkar fyrir að enginn af björgunarsveitarmönnum hafi ákveðið að klippa íslenska ullarpeysu hans í sundur til að geta hlúð að honum.Björgunarsveitarmaður hélt í höndina á honum „Það kann að hljóma léttvægt í ykkar eyrum en er mér mjög mikilvægt,“ segir ferðamaðurinn. Hann segir björgunarsveitarmann hafa haldið í höndina á honum á leið til byggða og þótti honum afar vænta um það. „Ég veit ekki hver það var en það var gott, svo traustvekjandi.“ Hann segist hafa verið fluttur á sjúkrahús á Selfossi þar sem var einnig hugsað vel um hann. Hann fékk að fara af sjúkrahúsinu daginn eftir með poka fullan af verkjalyfjum og án allra alvarlegra meiðsla. „Ég vil þakka ykkur fyrir það sem þið gerðuð fyrir mig. Ég mun aldrei gleyma því.“Skil þetta bara eftir hér :)"Last week on Thursday 6th, I had a riding accident near Landmannalaugar. It happend...Posted by Slysavarnafélagið Landsbjörg on Friday, August 14, 2015 Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Erlendur ferðamaður fer fögrum orðum um björgunarsveitarfólkið okkar. Slysavarnafélagið Landsbjörg birti bréf á Facebook-síðu sinni sem ferðamaðurinn sendi björgunarsveitinni Suðurnes fyrir skemmstu en þar segir hann frá hjólreiðaslysi sem hann lenti í nærri Landmannalaugum á Fjallabaksleið 6. ágúst síðastliðinn. „Ég vildi láta ykkur vita hve þakklátur ég er. Ég hafði heyrt af björgunarsveitum sem hjálpuðu ferðamönnum en mér datt aldrei til hugar að ég yrði einn þeirra sem þyrfti á hjálp að halda,“ segir ferðamaðurinn.Sár kvalinn Hann segir leiðsögumann sinn hafa kallað eftir hjálp því flytja þurfti ferðamanninn niður fjall. „Ég var sár kvalinn og með óráði en áttaði mig þó á aðstæðum, og ég verð að segja að mér finnst mikið til ykkar starfs koma: Allt sem þið gerðuð var fagmannlegt, hratt og öruggt. Ég var öruggur og í góðum höndum.“„Ekki eins og einhver kjánalegur ferðamaður“ Hann nefnir sérstaklega að hann var hrifnastur af því að hafa verið meðhöndlaður eins og manneskja. „En ekki eins og einhver kjánalegur ferðamaður,“ segir hann og þakkar fyrir að enginn af björgunarsveitarmönnum hafi ákveðið að klippa íslenska ullarpeysu hans í sundur til að geta hlúð að honum.Björgunarsveitarmaður hélt í höndina á honum „Það kann að hljóma léttvægt í ykkar eyrum en er mér mjög mikilvægt,“ segir ferðamaðurinn. Hann segir björgunarsveitarmann hafa haldið í höndina á honum á leið til byggða og þótti honum afar vænta um það. „Ég veit ekki hver það var en það var gott, svo traustvekjandi.“ Hann segist hafa verið fluttur á sjúkrahús á Selfossi þar sem var einnig hugsað vel um hann. Hann fékk að fara af sjúkrahúsinu daginn eftir með poka fullan af verkjalyfjum og án allra alvarlegra meiðsla. „Ég vil þakka ykkur fyrir það sem þið gerðuð fyrir mig. Ég mun aldrei gleyma því.“Skil þetta bara eftir hér :)"Last week on Thursday 6th, I had a riding accident near Landmannalaugar. It happend...Posted by Slysavarnafélagið Landsbjörg on Friday, August 14, 2015
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira