Bjóða upp á bíó í sérvöldum helli Kjartan Atli Kjartansson skrifar 17. ágúst 2015 09:14 Hægt verður að horfa á þrjár stuttmyndir í hellinum. „Ég held að þetta sé eitthvað sem fólk geri bara einu sinni á ævinni,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá RIFF, um bíósýningu í helli sem haldin verður þann 3. september næstkomandi. Sýningin er í tengslum við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem haldin verður í tólfta sinn nú í ár. Samstarfsaðilar RIFF eru Cintamani og Arctic Adventures.l Sýningin fer fram í sérvöldum helli í nágrenni borgarinnar sem hentar vel til bíósýningar og lofa skipuleggjendur einstakri upplifun. „Með í för verða leiðsögumenn auk þess sem boðið verður upp á kynningu á íslenskri kvikmyndagerð.“Hallfríður Þóra Tryggvadóttir.Í hellinum verða þrjár íslenskar stuttmyndir sýndar. Myndirnar eru Ástarsaga eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur sem vinnur nú að sinni fyrstu mynd í fullri lengd, Hvalfjörður eftir Guðmund Arnar Guðmundsson sem hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Cannes árið 2013 og þá Síðasti bærinn eftir Rúnar Rúnarsson en myndin var tilnefnd til óskarsverðlauna í flokki stuttmynda árið 2006. Þetta er í annað sinn sem boðið er upp á bíósýningu í helli í tengslum við RIFF. Hellasýningin hefur nú verið færð framar á dagatalinu, verður í byrjun september en kvikmyndahátíðin sjálf verður 24. september til 4. október. RIFF býður ár hvert upp á óhefðbundna, skemmtilega og glæsilega kvikmyndaviðburði á borð við kvikmyndatónleika, sundbíó, heimabíó og pallborðsumræður. Hægt verður að nálgast miða á hellasýninguna á vefsíðu RIFF, www.riff.is, og hefst miðasalan í dag. Óskarinn RIFF Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Ég held að þetta sé eitthvað sem fólk geri bara einu sinni á ævinni,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri hjá RIFF, um bíósýningu í helli sem haldin verður þann 3. september næstkomandi. Sýningin er í tengslum við Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem haldin verður í tólfta sinn nú í ár. Samstarfsaðilar RIFF eru Cintamani og Arctic Adventures.l Sýningin fer fram í sérvöldum helli í nágrenni borgarinnar sem hentar vel til bíósýningar og lofa skipuleggjendur einstakri upplifun. „Með í för verða leiðsögumenn auk þess sem boðið verður upp á kynningu á íslenskri kvikmyndagerð.“Hallfríður Þóra Tryggvadóttir.Í hellinum verða þrjár íslenskar stuttmyndir sýndar. Myndirnar eru Ástarsaga eftir Ásu Helgu Hjörleifsdóttur sem vinnur nú að sinni fyrstu mynd í fullri lengd, Hvalfjörður eftir Guðmund Arnar Guðmundsson sem hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í Cannes árið 2013 og þá Síðasti bærinn eftir Rúnar Rúnarsson en myndin var tilnefnd til óskarsverðlauna í flokki stuttmynda árið 2006. Þetta er í annað sinn sem boðið er upp á bíósýningu í helli í tengslum við RIFF. Hellasýningin hefur nú verið færð framar á dagatalinu, verður í byrjun september en kvikmyndahátíðin sjálf verður 24. september til 4. október. RIFF býður ár hvert upp á óhefðbundna, skemmtilega og glæsilega kvikmyndaviðburði á borð við kvikmyndatónleika, sundbíó, heimabíó og pallborðsumræður. Hægt verður að nálgast miða á hellasýninguna á vefsíðu RIFF, www.riff.is, og hefst miðasalan í dag.
Óskarinn RIFF Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira