Salómon var opinberun 18. ágúst 2015 11:30 Hörður, Sigríður Ósk, Þóra og Robin Blaze. Tónlist Händel: Óratórían Salómon á Kirkjulistahátíð. Miðað við þá ímynd sem maður hefur af Salómon konungi, þá ætti sá sem leikur hann að vera djúpraddaður og valdsmannslegur. Hann var í beinu sambandi við Guð almáttugan, vissi allt og gat allt. Svo átti hann sjö hundruð konur og þrjú hundruð hjákonur. Ef marka má goðsagnir (t.d. í Þúsund og einni nótt), þá hafði hann yfir að ráða heilum her af illum öndum sem voru þrælar hans. En í óratóríunni Salómon eftir Händel, sem flutt var í fyrsta sinn á Íslandi á hátíðartónleikum á Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju er konungurinn ekki svona. Enginn strigabassi syngur hlutverk hans, heldur kontratenór. Kontratenór er maður sem syngur í falsettu. Svipað þessum í gamla daga sem voru ekki með nein eistu, karlmaður sem syngur eins og kona. Þetta kemur á óvart. Fólk myndi jú hrökkva við ef Ólafur Ragnar Grímsson ávarpaði þjóðina í falsettu. En með þessu var Händel væntanlega að undirstrika göfgina sem einkenndi Salómon. Hann var innblásinn af Almættinu, vald hans var undir Guði komið. Hann var einhvers konar upphafin vera, handan við testósteron og allt veraldlegt. Óratorían er lofgjörð til hans og Drottins í næstum því fjóra tíma. Nú kann einhver að geispa. En ég fullvissa lesandur mína um að ég var glaðvakandi alla tónleikana á enda. Fyrir það fyrsta var tónlistin hrífandi fögur. Hún var fjölbreytt og spennandi. Þarna voru fallegar aríur og stórfengleg kóratriði. Svo var flutningurinn framúrskarandi. Fyrir þá sem ekki vita er óratóría tónverk þar sem helgitexti er settur í tónrænan búning frásagnar og hugleiðingar. Tónlistin á margt sameiginlegt með óperum, í henni eru aríur, söngles og kóratriði. Það er oft mikið drama í frásögninni. Þetta drama skilaði sér fullkomlega í kraftmikilli stjórn Harðar Áskelssonar. Fjölmörg kóratriði voru meistaralega vel útfærð af Mótettukór Hallgrímskirkju. Þau voru svo flott að maður fékk gæsahúð hvað eftir annað. Kórinn var svo sannarlega í banastuði. Einsöngvararnir voru magnaðir. Robin Blaze kontratenór var í hlutverki Salómons. Söngur hans var hreinn og öruggur, túlkunin hástemmd og full af andakt. Þóra Einarsdóttir var líka frábær, satt best að segja held ég að hún hafi aldrei sungið svona vel. Sigríður Ósk Kristjánsdóttir var jafnframt óaðfinnanleg, það var unaður að hlusta á hana syngja. Tveir „alvöru“ karlmenn voru meðal einsöngvara. Annar þeirra var Benedikt Kristjánsson tenór. Ég hef fylgst með honum síðan hann var að taka sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni. Hann hefur tekið sífelldum framförum og nú er svo komið að hann er orðinn framúrskarandi söngvari. Nýja stjarnan í íslensku tónlistarlífi, Oddur Arnþór Jónsson, sem stal senunni í Don Carlo í fyrra, klikkaði ekki heldur. Söngur hans var kröftugur og litríkur. Alþjóðlega barokksveitin í Den Haag spilaði með söngvurunum og var pottþétt á sínu. Þar var spilað á barokkútgáfur nútímahljóðfæra, þau voru tær og áferðarfögur. Sérstaka athygli vakti þeorbuleikur Thomas Dunford, sem var litríkur og ljúfur áheyrnar. Þeorba er risastór lúta, einskonar gítar. Það er þrekvirki að koma svona löngu tónverki til skila til áheyrenda án þess að þeir sofni. Þarna var tónlistin hreinasta opinberun. Maður naut hvers tóns og öðlaðist innsýn í veröld Gamla testamentisins, hún birtist manni ljóslifandi. Mikill er máttur listarinnar! Tónlistarlífið í Hallgrímskirkju stendur svo sannarlega í blóma.Niðurstaða: Algerlega dásamlegir tónleikar með hrífandi söng og glæsilegum hljóðfæraleik. Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Händel: Óratórían Salómon á Kirkjulistahátíð. Miðað við þá ímynd sem maður hefur af Salómon konungi, þá ætti sá sem leikur hann að vera djúpraddaður og valdsmannslegur. Hann var í beinu sambandi við Guð almáttugan, vissi allt og gat allt. Svo átti hann sjö hundruð konur og þrjú hundruð hjákonur. Ef marka má goðsagnir (t.d. í Þúsund og einni nótt), þá hafði hann yfir að ráða heilum her af illum öndum sem voru þrælar hans. En í óratóríunni Salómon eftir Händel, sem flutt var í fyrsta sinn á Íslandi á hátíðartónleikum á Kirkjulistahátíð í Hallgrímskirkju er konungurinn ekki svona. Enginn strigabassi syngur hlutverk hans, heldur kontratenór. Kontratenór er maður sem syngur í falsettu. Svipað þessum í gamla daga sem voru ekki með nein eistu, karlmaður sem syngur eins og kona. Þetta kemur á óvart. Fólk myndi jú hrökkva við ef Ólafur Ragnar Grímsson ávarpaði þjóðina í falsettu. En með þessu var Händel væntanlega að undirstrika göfgina sem einkenndi Salómon. Hann var innblásinn af Almættinu, vald hans var undir Guði komið. Hann var einhvers konar upphafin vera, handan við testósteron og allt veraldlegt. Óratorían er lofgjörð til hans og Drottins í næstum því fjóra tíma. Nú kann einhver að geispa. En ég fullvissa lesandur mína um að ég var glaðvakandi alla tónleikana á enda. Fyrir það fyrsta var tónlistin hrífandi fögur. Hún var fjölbreytt og spennandi. Þarna voru fallegar aríur og stórfengleg kóratriði. Svo var flutningurinn framúrskarandi. Fyrir þá sem ekki vita er óratóría tónverk þar sem helgitexti er settur í tónrænan búning frásagnar og hugleiðingar. Tónlistin á margt sameiginlegt með óperum, í henni eru aríur, söngles og kóratriði. Það er oft mikið drama í frásögninni. Þetta drama skilaði sér fullkomlega í kraftmikilli stjórn Harðar Áskelssonar. Fjölmörg kóratriði voru meistaralega vel útfærð af Mótettukór Hallgrímskirkju. Þau voru svo flott að maður fékk gæsahúð hvað eftir annað. Kórinn var svo sannarlega í banastuði. Einsöngvararnir voru magnaðir. Robin Blaze kontratenór var í hlutverki Salómons. Söngur hans var hreinn og öruggur, túlkunin hástemmd og full af andakt. Þóra Einarsdóttir var líka frábær, satt best að segja held ég að hún hafi aldrei sungið svona vel. Sigríður Ósk Kristjánsdóttir var jafnframt óaðfinnanleg, það var unaður að hlusta á hana syngja. Tveir „alvöru“ karlmenn voru meðal einsöngvara. Annar þeirra var Benedikt Kristjánsson tenór. Ég hef fylgst með honum síðan hann var að taka sín fyrstu skref á tónlistarbrautinni. Hann hefur tekið sífelldum framförum og nú er svo komið að hann er orðinn framúrskarandi söngvari. Nýja stjarnan í íslensku tónlistarlífi, Oddur Arnþór Jónsson, sem stal senunni í Don Carlo í fyrra, klikkaði ekki heldur. Söngur hans var kröftugur og litríkur. Alþjóðlega barokksveitin í Den Haag spilaði með söngvurunum og var pottþétt á sínu. Þar var spilað á barokkútgáfur nútímahljóðfæra, þau voru tær og áferðarfögur. Sérstaka athygli vakti þeorbuleikur Thomas Dunford, sem var litríkur og ljúfur áheyrnar. Þeorba er risastór lúta, einskonar gítar. Það er þrekvirki að koma svona löngu tónverki til skila til áheyrenda án þess að þeir sofni. Þarna var tónlistin hreinasta opinberun. Maður naut hvers tóns og öðlaðist innsýn í veröld Gamla testamentisins, hún birtist manni ljóslifandi. Mikill er máttur listarinnar! Tónlistarlífið í Hallgrímskirkju stendur svo sannarlega í blóma.Niðurstaða: Algerlega dásamlegir tónleikar með hrífandi söng og glæsilegum hljóðfæraleik.
Menning Tónlistargagnrýni Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira