Audi, BMW og Benz kaupa leiðsögukerfi Nokia Finnur Thorlacius skrifar 4. ágúst 2015 13:13 Leiðsögukerfi í Audi bíl. Leiðsögukerfið Here frá finnska símafyrirtækinu Nokia virðist hafa freistað margra og bæði Apple og Uber hafa reynt að kaupa kerfið frá Nokia. Það var engu að síður þýsku lúxusbílaframleiðendurnir Audi, BMW og Benz sem sameinuðust um kaupin á kerfinu og hrepptu það fyrir framan nefið á hinum áhugasömu kaupendunum. Svo virðist sem Nokia hafi lukkast vel við gerð þessa leiðsögukerfis þar sem svo hatrammlega var barist um það. Kerfið er stafrænt og í háupplausn og tekur til næstum 200 landa og fæst á yfir 50 tungumálum. Kerfið safnar gögnum frá notendum og uppfærist stöðugt með þeim hætti. Audi, BMW og Benz ætla áfram að reka kerfið með þeim hætti. Fyrirtækin ætla að eiga alveg jafnan hlut í kerfinu og ekkert þeirra má eignast meira en annað. Allir starfsmenn Here kerfisins fylgja með í yfirtökunni og stjórn þess heldur sér einnig óbreytt og mun fá sama sjálfstæði í vinnu sinni og áður. Kaupverðið er ekki uppgefið en virði þess er metið á um 360 milljarða króna. Kaupin þurfa að fá samþykki samkeppnisyfirvalda og ef allt gengur eins og smurt þar taka þýsku fyrirtækin það yfir snemma á næsta ári. Tækni Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent
Leiðsögukerfið Here frá finnska símafyrirtækinu Nokia virðist hafa freistað margra og bæði Apple og Uber hafa reynt að kaupa kerfið frá Nokia. Það var engu að síður þýsku lúxusbílaframleiðendurnir Audi, BMW og Benz sem sameinuðust um kaupin á kerfinu og hrepptu það fyrir framan nefið á hinum áhugasömu kaupendunum. Svo virðist sem Nokia hafi lukkast vel við gerð þessa leiðsögukerfis þar sem svo hatrammlega var barist um það. Kerfið er stafrænt og í háupplausn og tekur til næstum 200 landa og fæst á yfir 50 tungumálum. Kerfið safnar gögnum frá notendum og uppfærist stöðugt með þeim hætti. Audi, BMW og Benz ætla áfram að reka kerfið með þeim hætti. Fyrirtækin ætla að eiga alveg jafnan hlut í kerfinu og ekkert þeirra má eignast meira en annað. Allir starfsmenn Here kerfisins fylgja með í yfirtökunni og stjórn þess heldur sér einnig óbreytt og mun fá sama sjálfstæði í vinnu sinni og áður. Kaupverðið er ekki uppgefið en virði þess er metið á um 360 milljarða króna. Kaupin þurfa að fá samþykki samkeppnisyfirvalda og ef allt gengur eins og smurt þar taka þýsku fyrirtækin það yfir snemma á næsta ári.
Tækni Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent