Sex hundruð vilja að lífi kópsins sé þyrmt: Ekki ráðlagt að halda kóp heima hjá sér Birgir Olgeirsson skrifar 4. ágúst 2015 16:15 Rúmlega sex hundruð manns vilja þyrma lífi selkópsins sem slapp úr Húsdýragarðinum um liðna helgi. Kópurinn fannst á tjaldstæðinu í Laugardal og var handsamaður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem kom honum aftur í garðinn. Haft var eftir Hilmari Össurarsyni dýrahirði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að urtan, móðir kópsins, muni stugga við honum og í ljósi aðstöðuleysis muni kópurinn hljóta sömu örlög og önnur gæludýr sem ekki er pláss fyrir í heiminum. Sagðar hafa verið fréttir af því að kópum húsdýragarðsins sé lógað við enda sumarsins vegna plássleysis og refirnir í húsdýragarðinum fóðraðir með kjötinu. 650 vilja að kópurinn lifi Nú hafa 650 manns líkað við Facebook-síðu þegar þetta er skrifað þar sem skorað er á forsvarsmenn húsdýragarðsins að þyrma lífi sprettharða selkópsins en forstöðumaður Fjölskyldu- og Húsdýragarðsins, Tómas Óskar Guðjónsson, segir það sama gilda um kópana og önnur dýr í garðinum. Málið sé í höndum yfirdýrahirðis og dýrahirða sem ákveða hvaða dýr fá að vera áfram í garðinum og hver ekki. „Þeir fara bara yfir þá hluti og athuga hvernig staðan er í hverjum hópnum fyrir sig. Það er gangurinn í þessu hjá okkur.“ Selirnir orðnir gamlir Hann segir ekki ráðlagt að halda kóp heima hjá sér en það sé alltaf einhver möguleiki til að halda dýrunum á lífi. „Eins og við gerðum með yrðlingana hjá okkur. Við sendum þá til Noregs og Svíþjóðar. Síðar er alltaf eitthvað sem þarf að leysa af. Þessir selir eru komnir til ára sinna og það er spurning hvenær þeir fara að deyja náttúrulegum dauðdaga. Þeir eru orðnir 26 og 27 ára gamlir. Síðan getum við svo sem ekki endilega heldur bætt í laugina. Það þarf heldur að fækka í henni þannig að hvert og eitt dýr hafi meira rými.“ Málið sé þó engu að síður í höndum dýrahirðanna. „Þetta er eflaust sprottið af góðum hvötum hjá fólki og það ber að virða líka hlýhug hjá fólki þegar því er umhugað um dýrin. En þetta er staðan hjá okkur að svona tökum við ákvarðanir í garðinum. Það er farið bara yfir málin af yfirdýrahirðinum og dýrahirðum og þeir hafa þetta hlutverk.“ Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Reykjavík Tengdar fréttir Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13 Selkópurinn sem slapp fer í refafóður Verður lógað vegna plássleysis. 4. ágúst 2015 10:09 Svona flúði kópurinn: Var hann að reyna að bjarga lífi sínu? Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum í nótt nýtti sér gat á milli steina í selalauginni við flóttann mikla. 3. ágúst 2015 23:31 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Rúmlega sex hundruð manns vilja þyrma lífi selkópsins sem slapp úr Húsdýragarðinum um liðna helgi. Kópurinn fannst á tjaldstæðinu í Laugardal og var handsamaður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem kom honum aftur í garðinn. Haft var eftir Hilmari Össurarsyni dýrahirði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að urtan, móðir kópsins, muni stugga við honum og í ljósi aðstöðuleysis muni kópurinn hljóta sömu örlög og önnur gæludýr sem ekki er pláss fyrir í heiminum. Sagðar hafa verið fréttir af því að kópum húsdýragarðsins sé lógað við enda sumarsins vegna plássleysis og refirnir í húsdýragarðinum fóðraðir með kjötinu. 650 vilja að kópurinn lifi Nú hafa 650 manns líkað við Facebook-síðu þegar þetta er skrifað þar sem skorað er á forsvarsmenn húsdýragarðsins að þyrma lífi sprettharða selkópsins en forstöðumaður Fjölskyldu- og Húsdýragarðsins, Tómas Óskar Guðjónsson, segir það sama gilda um kópana og önnur dýr í garðinum. Málið sé í höndum yfirdýrahirðis og dýrahirða sem ákveða hvaða dýr fá að vera áfram í garðinum og hver ekki. „Þeir fara bara yfir þá hluti og athuga hvernig staðan er í hverjum hópnum fyrir sig. Það er gangurinn í þessu hjá okkur.“ Selirnir orðnir gamlir Hann segir ekki ráðlagt að halda kóp heima hjá sér en það sé alltaf einhver möguleiki til að halda dýrunum á lífi. „Eins og við gerðum með yrðlingana hjá okkur. Við sendum þá til Noregs og Svíþjóðar. Síðar er alltaf eitthvað sem þarf að leysa af. Þessir selir eru komnir til ára sinna og það er spurning hvenær þeir fara að deyja náttúrulegum dauðdaga. Þeir eru orðnir 26 og 27 ára gamlir. Síðan getum við svo sem ekki endilega heldur bætt í laugina. Það þarf heldur að fækka í henni þannig að hvert og eitt dýr hafi meira rými.“ Málið sé þó engu að síður í höndum dýrahirðanna. „Þetta er eflaust sprottið af góðum hvötum hjá fólki og það ber að virða líka hlýhug hjá fólki þegar því er umhugað um dýrin. En þetta er staðan hjá okkur að svona tökum við ákvarðanir í garðinum. Það er farið bara yfir málin af yfirdýrahirðinum og dýrahirðum og þeir hafa þetta hlutverk.“
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Reykjavík Tengdar fréttir Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13 Selkópurinn sem slapp fer í refafóður Verður lógað vegna plássleysis. 4. ágúst 2015 10:09 Svona flúði kópurinn: Var hann að reyna að bjarga lífi sínu? Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum í nótt nýtti sér gat á milli steina í selalauginni við flóttann mikla. 3. ágúst 2015 23:31 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Lögreglan handsamaði kóp á tjaldsvæðinu í Laugardal Gestum tjaldsvæðisins varð ekki um sel er selur tók á móti þeim í morgunsárið. 3. ágúst 2015 09:13
Svona flúði kópurinn: Var hann að reyna að bjarga lífi sínu? Kópurinn sem slapp úr Húsdýragarðinum í nótt nýtti sér gat á milli steina í selalauginni við flóttann mikla. 3. ágúst 2015 23:31