Subaru ásakað um þrældóm Finnur Thorlacius skrifar 31. júlí 2015 09:30 Subaru Forester. Japanski bílaframleiðandinn Subaru liggur nú undir ásökunum um vinnuþrældóm í heimalandinu þar sem fyrirtækið nýtir sér verkafólk frá Kína og Bangladesh og borgar þeim skammarleg laun. Þessir verkamenn koma gjarna frá vinnumiðlunum sem taka stóran hluta þeirra lágu launa sem Subaru borgar, eða innan við 900 krónur á tímann. Þessir verkamenn framleiða íhluti í Subaru Forester, eru 580 talsins og er um þriðjungur verkafólks í einni verksmiðju Subaru. Þetta vandamál er ekki síst talið stafa af of fámennum vinnumarkaði í Japan og því að margir af innflytjendum í Japan fá ekki vinnuleyfi þar og því neyðast mörg fyrirtæki í Japan til þess að ráða ólöglega verkamenn til að halda uppi þeirri framleiðslu sem eftirspurn krefst. Þessir ólöglegu verkamenn vinna við að framleiða sætin, demparana og eldsneytistanka í Subaru Forester. Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent
Japanski bílaframleiðandinn Subaru liggur nú undir ásökunum um vinnuþrældóm í heimalandinu þar sem fyrirtækið nýtir sér verkafólk frá Kína og Bangladesh og borgar þeim skammarleg laun. Þessir verkamenn koma gjarna frá vinnumiðlunum sem taka stóran hluta þeirra lágu launa sem Subaru borgar, eða innan við 900 krónur á tímann. Þessir verkamenn framleiða íhluti í Subaru Forester, eru 580 talsins og er um þriðjungur verkafólks í einni verksmiðju Subaru. Þetta vandamál er ekki síst talið stafa af of fámennum vinnumarkaði í Japan og því að margir af innflytjendum í Japan fá ekki vinnuleyfi þar og því neyðast mörg fyrirtæki í Japan til þess að ráða ólöglega verkamenn til að halda uppi þeirri framleiðslu sem eftirspurn krefst. Þessir ólöglegu verkamenn vinna við að framleiða sætin, demparana og eldsneytistanka í Subaru Forester.
Mest lesið „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent