Formaður hjúkrunarráðs segir ummæli þingmanns lýsa vanþekkingu á rekstri spítala Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 20. júlí 2015 21:15 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sér tækifæri í þeirri erfiðu stöðu sem sé komin upp í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Hún hvetur hjúkrunarfræðinga til að fara í auknum mæli út í einkarekstur. Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans segir þetta bera vott um vanþekkingu og reynsluleysi. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott að mati Sigríðar Á. Andersen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem sér jákvæð teikn á lofti í þeirri pattstöðu sem er komin upp í erfiðri kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Sigríður segir alveg ljóst að það geti ekki gengið að hundruð manna segi upp hjá vinnuveitanda sem hafi ekki að öðru að hverfa. Þarna séu þó tækifæri ekki bara hjá Landsspítalanum heldur líka annars staðar. Það sé ekki útilokað að þetta hafi aukinn kostnað í för með sér, en það gæti líka leitt til aukinnar hagræðingar. Guðríður Kristín Þórðardóttir, formaður hjúkrunarráðs Landspítalans, segir að ef þetta sé það sem æðstu yfirmenn hafi um þennan rekstur að segja, lýsi það algeru þekkingarleysi og reynsluleysi. Hún segir að það hafi verið reynt að nota starfsmannaleigur á Landspítalanum en það hafi ekki gengið vel. Afturhvarf til þess þýði aukinn kostnað og faglega afturför. Rósa Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur sem á þátt í að stofna nýja hjúkrunarleigu, segir þetta alls ekki markmiðið. Flestir hjúkrunarfræðingar séu á móti auknum einkarekstri en þeir upplifi óhjákvæmilega að það sé verið að reka þá út í slíkt. Það sé verið að stofna sjálfseignastofnun til að bregðast við ákveðnum aðstæðum. Markmiðið sé ekki að græða á heilbrigðisþjónustu. Tengdar fréttir Tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. 20. júlí 2015 07:00 Hjúkrunarfræðingar leigi sig út sjálfir: Vinna hafin við stofnun hjúkrunarmiðlunar Hópur hjúkrunarfræðinga vinnur nú að því að koma á fót sjálfseignarstofnun þar sem þeir myndu leigja út starfsemi sína á eigin taxta. Segjast finna fyrir miklum meðbyr innan stéttarinnar. 16. júlí 2015 23:04 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins sér tækifæri í þeirri erfiðu stöðu sem sé komin upp í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Hún hvetur hjúkrunarfræðinga til að fara í auknum mæli út í einkarekstur. Formaður hjúkrunarráðs Landspítalans segir þetta bera vott um vanþekkingu og reynsluleysi. Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott að mati Sigríðar Á. Andersen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem sér jákvæð teikn á lofti í þeirri pattstöðu sem er komin upp í erfiðri kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins. Sigríður segir alveg ljóst að það geti ekki gengið að hundruð manna segi upp hjá vinnuveitanda sem hafi ekki að öðru að hverfa. Þarna séu þó tækifæri ekki bara hjá Landsspítalanum heldur líka annars staðar. Það sé ekki útilokað að þetta hafi aukinn kostnað í för með sér, en það gæti líka leitt til aukinnar hagræðingar. Guðríður Kristín Þórðardóttir, formaður hjúkrunarráðs Landspítalans, segir að ef þetta sé það sem æðstu yfirmenn hafi um þennan rekstur að segja, lýsi það algeru þekkingarleysi og reynsluleysi. Hún segir að það hafi verið reynt að nota starfsmannaleigur á Landspítalanum en það hafi ekki gengið vel. Afturhvarf til þess þýði aukinn kostnað og faglega afturför. Rósa Einarsdóttir, hjúkrunarfræðingur sem á þátt í að stofna nýja hjúkrunarleigu, segir þetta alls ekki markmiðið. Flestir hjúkrunarfræðingar séu á móti auknum einkarekstri en þeir upplifi óhjákvæmilega að það sé verið að reka þá út í slíkt. Það sé verið að stofna sjálfseignastofnun til að bregðast við ákveðnum aðstæðum. Markmiðið sé ekki að græða á heilbrigðisþjónustu.
Tengdar fréttir Tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. 20. júlí 2015 07:00 Hjúkrunarfræðingar leigi sig út sjálfir: Vinna hafin við stofnun hjúkrunarmiðlunar Hópur hjúkrunarfræðinga vinnur nú að því að koma á fót sjálfseignarstofnun þar sem þeir myndu leigja út starfsemi sína á eigin taxta. Segjast finna fyrir miklum meðbyr innan stéttarinnar. 16. júlí 2015 23:04 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkurt gott. Hjúkrunarfræðingar eru óánægðir með kjör sín hjá ríkisspítalanum. Ríkið telur sér ekki fært að hækka launin jafn mikið og hjúkrunarfræðingar krefjast. Hjúkrunarfræðingar virðast ekki vilja að höggvið sé á hnútinn með gerðardómi sem þó myndi takmarka tjón beggja deiluaðila. Þess í stað kjósa sumir þeirra að segja upp störfum. Í þessari erfiðu stöðu felast þó kannski tækifæri fyrir alla. 20. júlí 2015 07:00
Hjúkrunarfræðingar leigi sig út sjálfir: Vinna hafin við stofnun hjúkrunarmiðlunar Hópur hjúkrunarfræðinga vinnur nú að því að koma á fót sjálfseignarstofnun þar sem þeir myndu leigja út starfsemi sína á eigin taxta. Segjast finna fyrir miklum meðbyr innan stéttarinnar. 16. júlí 2015 23:04