Ráðherra útilokar ekki gjaldtöku á Laugaveginum Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2015 10:34 Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, segist ekki vera mótfallin því að rukka þá sem ganga Laugaveginn frá Landamannalaugum til Þórsmerkur. Þá segir hún „vel geta verið“ að göngufólk verði skikkað til að vera með leiðsögumann þegar það hyggst ganga leiðina. Þetta kom fram í Bítinu í morgun þar sem Ragnheiður var gestur þeirra Sigurjóns M. Egilssonar og Gulla Helga. Þar ræddi hún stöðuna sem upp er komin vegna hins mikla fjölda ferðamanna hér á landi, hvernig best skuli varðveita ímynd Íslands sem áfangastaðar og gagnrýnina sem hún hefur mátt sæta vegna meints aðgerðaleysis í málaflokknum. Ragnheiður vísaði gagnrýninni til föðurhúsanna og reifaði þá vinnu sem hefur átt sér stað innan ráðuneytisins - til að mynda þá stefnumótun sem sé í gangi í málefnum ferðamanna.Þarfa að huga að tærleika vörunnar Ísland Ráðherrann sagði að við stefnumótunarvinnuna væri mikið litið til fordæma utan úr heimi, svo sem til Nýja-Sjálands en Nýsjálendingar eru eins og Íslendingar, „með svona vinsælar leiðir eins og Laugaveginn.“ „Hvað gera þeir, þeir eru bara með betra skipulag heldur en við erum með. Þeir segja það er bara leyfilegt labba úr þessari átt og þangað, það eru bara ákveðin slott, það eru ákveðnir göngustígar og það eru bara viðurlög við því að víkja frá þeim og ef að einhver myndi voga sér að skilja eftir rusl þar þá er það bara refsivert. Þetta eitthvað sem við eigum bara að gera,“ sagði ráðherrann. Talið barst þá að gjaldtöku.Af hverju má ekki kosta að ganga Laugaveginn?„Nákvæmlega,“ sagði Ragnheiður. „Ég er ekkert á móti því. Og þurfum við að skikka að vera með leiðsögumann? Það getur bara vel verið.“ Til þess að tryggja þær náttúruauðlindir sem farið sé að ganga á með auknum straumi ferðamanna taldi ráðherrann að nauðsynlegt sé að leita leiða sem þessa til að tryggja að varan Íslands sé sem tærust og sem fallegust. Spjall þeirra Ragnheiðar, Sigurjóns og Gulla má heyra í heild sinni hér að ofan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, segist ekki vera mótfallin því að rukka þá sem ganga Laugaveginn frá Landamannalaugum til Þórsmerkur. Þá segir hún „vel geta verið“ að göngufólk verði skikkað til að vera með leiðsögumann þegar það hyggst ganga leiðina. Þetta kom fram í Bítinu í morgun þar sem Ragnheiður var gestur þeirra Sigurjóns M. Egilssonar og Gulla Helga. Þar ræddi hún stöðuna sem upp er komin vegna hins mikla fjölda ferðamanna hér á landi, hvernig best skuli varðveita ímynd Íslands sem áfangastaðar og gagnrýnina sem hún hefur mátt sæta vegna meints aðgerðaleysis í málaflokknum. Ragnheiður vísaði gagnrýninni til föðurhúsanna og reifaði þá vinnu sem hefur átt sér stað innan ráðuneytisins - til að mynda þá stefnumótun sem sé í gangi í málefnum ferðamanna.Þarfa að huga að tærleika vörunnar Ísland Ráðherrann sagði að við stefnumótunarvinnuna væri mikið litið til fordæma utan úr heimi, svo sem til Nýja-Sjálands en Nýsjálendingar eru eins og Íslendingar, „með svona vinsælar leiðir eins og Laugaveginn.“ „Hvað gera þeir, þeir eru bara með betra skipulag heldur en við erum með. Þeir segja það er bara leyfilegt labba úr þessari átt og þangað, það eru bara ákveðin slott, það eru ákveðnir göngustígar og það eru bara viðurlög við því að víkja frá þeim og ef að einhver myndi voga sér að skilja eftir rusl þar þá er það bara refsivert. Þetta eitthvað sem við eigum bara að gera,“ sagði ráðherrann. Talið barst þá að gjaldtöku.Af hverju má ekki kosta að ganga Laugaveginn?„Nákvæmlega,“ sagði Ragnheiður. „Ég er ekkert á móti því. Og þurfum við að skikka að vera með leiðsögumann? Það getur bara vel verið.“ Til þess að tryggja þær náttúruauðlindir sem farið sé að ganga á með auknum straumi ferðamanna taldi ráðherrann að nauðsynlegt sé að leita leiða sem þessa til að tryggja að varan Íslands sé sem tærust og sem fallegust. Spjall þeirra Ragnheiðar, Sigurjóns og Gulla má heyra í heild sinni hér að ofan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira