Sumarlegur Chiagrautur Rikka skrifar 13. júlí 2015 15:00 visir/asthildurb Ásthildur Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur og einkaþjálfari heldur úti matarblogginu Matur milli mála en þar er lögð áhersla á holla en einfalda matargerð. „Ég hef lengi verið mjög hrifin af chiafræjum en ég viðurkenni það alveg að fyrst þegar ég smakkaði þau þá fannst mér þau viðbjóður. Áferðin og hversu blaut þau voru var bara alls ekki að heilla mig. Mér finnst einmitt trixið vera að hafa ekki of mikinn vökva og nota t.d. heimagerða möndlumjólk til að bleyta upp í þeim þegar verið er að útbúa graut. Þá finnst mér grauturinn alveg jafngóður þótt hann sé blandaður kvöldinu áður eða að möndlumjólkinni og chiafræjunum sé blandað saman rétt áður en grauturinn er snæddu,“ segir Ásthildur á bloggi sínu.Sumarlegur ChiagrauturFyrir einnInnihald:1.5 msk chiafræ1/2 – 3/4 bolli heimagerð möndlumjólk, má vera keyptKanill – eftir smekk – ég nota talsvert mikið ca. 1 tsk.Bláber – fersk/frosinKiwiApríkósa – ferskFræin úr granataepliJarðarberMórber (mulberries)Aðferð:Chiafræin sett í skál og kanil stráð yfir. Möndlumjólkinni hellt yfir og blandað vel. Hér er hægt að láta skálina standa á borðinu á meðan þú græjar ávextina eða það sem þú ætlar að hafa í grautnum eða geyma skálina í ísskápnum og það þess vegna yfir nótt. Ávextirnir settir ofan á. Tilbúið! Svo er um að gera að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín og prófa sig áfram með hinar ýmsu útgáfur af grautnum. Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Ásthildur Björnsdóttir, hjúkrunarfræðingur og einkaþjálfari heldur úti matarblogginu Matur milli mála en þar er lögð áhersla á holla en einfalda matargerð. „Ég hef lengi verið mjög hrifin af chiafræjum en ég viðurkenni það alveg að fyrst þegar ég smakkaði þau þá fannst mér þau viðbjóður. Áferðin og hversu blaut þau voru var bara alls ekki að heilla mig. Mér finnst einmitt trixið vera að hafa ekki of mikinn vökva og nota t.d. heimagerða möndlumjólk til að bleyta upp í þeim þegar verið er að útbúa graut. Þá finnst mér grauturinn alveg jafngóður þótt hann sé blandaður kvöldinu áður eða að möndlumjólkinni og chiafræjunum sé blandað saman rétt áður en grauturinn er snæddu,“ segir Ásthildur á bloggi sínu.Sumarlegur ChiagrauturFyrir einnInnihald:1.5 msk chiafræ1/2 – 3/4 bolli heimagerð möndlumjólk, má vera keyptKanill – eftir smekk – ég nota talsvert mikið ca. 1 tsk.Bláber – fersk/frosinKiwiApríkósa – ferskFræin úr granataepliJarðarberMórber (mulberries)Aðferð:Chiafræin sett í skál og kanil stráð yfir. Möndlumjólkinni hellt yfir og blandað vel. Hér er hægt að láta skálina standa á borðinu á meðan þú græjar ávextina eða það sem þú ætlar að hafa í grautnum eða geyma skálina í ísskápnum og það þess vegna yfir nótt. Ávextirnir settir ofan á. Tilbúið! Svo er um að gera að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín og prófa sig áfram með hinar ýmsu útgáfur af grautnum.
Morgunmatur Uppskriftir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira