Vill fleiri ferðamenn um vetur: Hálf milljón heimsækja Vík í ár en rými til aukningar Bjarki Ármannsson skrifar 14. júlí 2015 10:48 Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, forstöðumaður Kötluseturs, segist hafa orðið var við greinilega aukningu ferðamanna í Mýrdalnum í sumar. Myndir/Þórir Kjartansson Vík í Mýrdal heimsækja orðið yfir hálf milljón ferðamanna á ári hverju en þar á bæ telja menn sig þó enn geta tekið við fleirum. Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, forstöðumaður Kötluseturs, segist hafa orðið var við greinilega aukningu ferðamanna í sumar. „Þrátt fyrir þessa aukningu búum við svo vel að geta að tekið á móti henni,“ segir Eiríkur. „Gistirýmum hefur verið að fjölga og getum við nú tekið á móti vel yfir þúsund manns í gistingu hverja nótt. Um leið og gistirýmið eykst einnig traffíkin á veitingastöðum og þeim fjölgar sem kaupa afþreyingu, þannig að við kvörtum ekki.“ Aðeins 489 manns bjuggu í Mýrdalshreppi öllum við upphaf síðasta árs. Þrátt fyrir það segir Eiríkur þennan mikla fjölda ferðamanna ekki of mikinn og telur að rými sé til frekari fjölgunar ferðamanna. Hann segir engin alvarleg vandamál hafa komið upp í sumar vegna ferðamannaflaumsins.Sjá einnig: Of fáir ferðamenn á Íslandi „Við verðum auðvitað að halda vel á spöðunum til þess að halda okkar vinsælustu ferðamannastöðum við svo þeir drabbist ekki niður, en ég tel að við stöndum okkur vel í því,“ segir hann. „Að dreifa álaginu er líka eitthvað sem við hugsum markvisst að, sem og að auka við afþreyingu sem ferðamenn geta stundað sjálfir án þess að greiða fyrir. Til dæmis með merkingu gönguleiða, en í Mýrdalnum eru sjö stikaðar gönguleiðir sem haldið er við.“ Eiríkur segir töluverðar sveiflur í starfsmannaþörf fyrirtækja á svæðinu milli sumars og veturs. Á sumrin þurfi fyrirtækin að leita út fyrir svæðið til þess að hafa nægilega marga í vinnu. „Ég vona sérstaklega að fleiri muni leggja leið sína til Víkur að vetri til,“ segir hann. „Það myndi gera ferðaþjónustuna að heilsársatvinnugrein. Nú þegar er orðinn mikill fjöldi heilsársstarfa í ferðaþjónustunni á svæðinu og er það virkilega jákvæð þróun.“ Mikil náttúrufegurð er á svæðinu og segir Eiríkur gott aðgengi að náttúruperlum á borð við Sólheimajökul, Dyrhólaey og Reynisfjöru helstu ástæðuna fyrir vinsældum Mýrdalsins meðal ferðamanna.Sjá einnig: Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru „Ekki þarf sérútbúna bíla, nema auðvitað til jöklaferða,“ bendir hann á. „Einnig er lundinn afskaplega vinsæll og ekki má gleyma því hve vel við erum búin af staðbundnum mat. Allir veitingastaðir svæðisins bjóða upp á staðbundinn mat ásamt öðru.“Vísir mun í sumar fjalla um ferðamennsku á Íslandi og taka púlsinn á helstu ferðamannastöðum. Allar ábendingar og fréttaskot er snerta ferðamennsku á Íslandi með einum eða öðrum hætti eru vel þegnar á [email protected]. Fullum trúnaði er heitið. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira
Vík í Mýrdal heimsækja orðið yfir hálf milljón ferðamanna á ári hverju en þar á bæ telja menn sig þó enn geta tekið við fleirum. Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, forstöðumaður Kötluseturs, segist hafa orðið var við greinilega aukningu ferðamanna í sumar. „Þrátt fyrir þessa aukningu búum við svo vel að geta að tekið á móti henni,“ segir Eiríkur. „Gistirýmum hefur verið að fjölga og getum við nú tekið á móti vel yfir þúsund manns í gistingu hverja nótt. Um leið og gistirýmið eykst einnig traffíkin á veitingastöðum og þeim fjölgar sem kaupa afþreyingu, þannig að við kvörtum ekki.“ Aðeins 489 manns bjuggu í Mýrdalshreppi öllum við upphaf síðasta árs. Þrátt fyrir það segir Eiríkur þennan mikla fjölda ferðamanna ekki of mikinn og telur að rými sé til frekari fjölgunar ferðamanna. Hann segir engin alvarleg vandamál hafa komið upp í sumar vegna ferðamannaflaumsins.Sjá einnig: Of fáir ferðamenn á Íslandi „Við verðum auðvitað að halda vel á spöðunum til þess að halda okkar vinsælustu ferðamannastöðum við svo þeir drabbist ekki niður, en ég tel að við stöndum okkur vel í því,“ segir hann. „Að dreifa álaginu er líka eitthvað sem við hugsum markvisst að, sem og að auka við afþreyingu sem ferðamenn geta stundað sjálfir án þess að greiða fyrir. Til dæmis með merkingu gönguleiða, en í Mýrdalnum eru sjö stikaðar gönguleiðir sem haldið er við.“ Eiríkur segir töluverðar sveiflur í starfsmannaþörf fyrirtækja á svæðinu milli sumars og veturs. Á sumrin þurfi fyrirtækin að leita út fyrir svæðið til þess að hafa nægilega marga í vinnu. „Ég vona sérstaklega að fleiri muni leggja leið sína til Víkur að vetri til,“ segir hann. „Það myndi gera ferðaþjónustuna að heilsársatvinnugrein. Nú þegar er orðinn mikill fjöldi heilsársstarfa í ferðaþjónustunni á svæðinu og er það virkilega jákvæð þróun.“ Mikil náttúrufegurð er á svæðinu og segir Eiríkur gott aðgengi að náttúruperlum á borð við Sólheimajökul, Dyrhólaey og Reynisfjöru helstu ástæðuna fyrir vinsældum Mýrdalsins meðal ferðamanna.Sjá einnig: Fífldjarfur ferðamaður í Reynisfjöru „Ekki þarf sérútbúna bíla, nema auðvitað til jöklaferða,“ bendir hann á. „Einnig er lundinn afskaplega vinsæll og ekki má gleyma því hve vel við erum búin af staðbundnum mat. Allir veitingastaðir svæðisins bjóða upp á staðbundinn mat ásamt öðru.“Vísir mun í sumar fjalla um ferðamennsku á Íslandi og taka púlsinn á helstu ferðamannastöðum. Allar ábendingar og fréttaskot er snerta ferðamennsku á Íslandi með einum eða öðrum hætti eru vel þegnar á [email protected]. Fullum trúnaði er heitið.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Fleiri fréttir Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Sjá meira