Gengur illa að ráða við farþegaaukningu á Keflavíkurflugvelli Birgir Olgeirsson skrifar 6. júlí 2015 22:13 Vefurinn turisti.is birti þessa mynd af löngum biðröðum við innritun á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun. Vísir/turisti.is „Ljóst er að júlímánuður verður erfiður hjá okkur og það má búast við flöskuhálsum á álagstímum á morgnana og seinnipartinn,“ segir Guðni Sigurðsson, talsmaður Isavia, um farþegaaukninguna á Keflavíkurflugvelli í samtali við vefinn turisti.is. Þar er greint frá töfum sem áttu sér stað í innritunarsal Keflavíkurflugvallar í gærmorgun og þurfti stór hluti farþega Icelandair að bíða í um klukkustund eftir því að geta innritað sig og skilað farangri. Í framhaldinu tók við tæplega hálftíma bið við vopnaleitina og náði röðin við öryggishliðin niður í innritunarsalinn. Þurfti að seinka öllum sautján morgunflugum Icelandair um hálftíma til klukkutíma en á vefnum turisti.is er það sagt hafa orðið vegna seinagangs sem skrifast meðal annars á manneklu við vopnaleit. Þar kemur einnig fram að þegar nær dró brottför hefðu farþegar orðið stressaðir og vildu komast framar í raðir til að ná um borð fyrir flugtak. Rætt er við Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, sem segir bilanir í töskufæribandi flugvallarins, sem ekki hafði undan og tafði innritun, auk undirmönnunar við vopnaleit, hafa hægt á öllu ferlinu, lengt biðraðir og seinkaði flugi. Haft er eftir Guðna Sigurðssyni á vefnum turisti.is að farþegaaukningin á Keflavíkurflugvelli sé meiri en gert hafi verið ráð fyrir og erfiðara sé að ráða við hana en talið var. „Við höfum í sumar þurft að bæta við okkur mjög mikið af starfsfólki, eins og í raun allir rekstraraðilar á flugvellinum. Það hefur verið erfitt að fá fólk og auk þess gerði mannaflaspáin okkar ekki ráð fyrir svona miklu álagi. Það tekur langan tíma að þjálfa fólk upp svo það tekur tíma að bregðast við þessu,“ er haft eftir Guðna sem segir einnig að innleiðing nýs búnaðar við öryggishlið hafi gengið hægar en búist var við. Hann segir Isavia hvetja farþega til að mæta snemma og segir innritun hefjast fyrr í sumar til að dreifa álagi betur. Eru farþegar sem eiga að fljúga frá landinu milli sex og átta á morgnanna, frá þrjú til fimm seinni partinn eða um miðnætti hvattir til að koma út á völl að minnsta kosti þremur tímum fyrir brottför. Fréttir af flugi Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
„Ljóst er að júlímánuður verður erfiður hjá okkur og það má búast við flöskuhálsum á álagstímum á morgnana og seinnipartinn,“ segir Guðni Sigurðsson, talsmaður Isavia, um farþegaaukninguna á Keflavíkurflugvelli í samtali við vefinn turisti.is. Þar er greint frá töfum sem áttu sér stað í innritunarsal Keflavíkurflugvallar í gærmorgun og þurfti stór hluti farþega Icelandair að bíða í um klukkustund eftir því að geta innritað sig og skilað farangri. Í framhaldinu tók við tæplega hálftíma bið við vopnaleitina og náði röðin við öryggishliðin niður í innritunarsalinn. Þurfti að seinka öllum sautján morgunflugum Icelandair um hálftíma til klukkutíma en á vefnum turisti.is er það sagt hafa orðið vegna seinagangs sem skrifast meðal annars á manneklu við vopnaleit. Þar kemur einnig fram að þegar nær dró brottför hefðu farþegar orðið stressaðir og vildu komast framar í raðir til að ná um borð fyrir flugtak. Rætt er við Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, sem segir bilanir í töskufæribandi flugvallarins, sem ekki hafði undan og tafði innritun, auk undirmönnunar við vopnaleit, hafa hægt á öllu ferlinu, lengt biðraðir og seinkaði flugi. Haft er eftir Guðna Sigurðssyni á vefnum turisti.is að farþegaaukningin á Keflavíkurflugvelli sé meiri en gert hafi verið ráð fyrir og erfiðara sé að ráða við hana en talið var. „Við höfum í sumar þurft að bæta við okkur mjög mikið af starfsfólki, eins og í raun allir rekstraraðilar á flugvellinum. Það hefur verið erfitt að fá fólk og auk þess gerði mannaflaspáin okkar ekki ráð fyrir svona miklu álagi. Það tekur langan tíma að þjálfa fólk upp svo það tekur tíma að bregðast við þessu,“ er haft eftir Guðna sem segir einnig að innleiðing nýs búnaðar við öryggishlið hafi gengið hægar en búist var við. Hann segir Isavia hvetja farþega til að mæta snemma og segir innritun hefjast fyrr í sumar til að dreifa álagi betur. Eru farþegar sem eiga að fljúga frá landinu milli sex og átta á morgnanna, frá þrjú til fimm seinni partinn eða um miðnætti hvattir til að koma út á völl að minnsta kosti þremur tímum fyrir brottför.
Fréttir af flugi Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira