Hóflega bjartsýnn á að hjúkrunarfræðingar samþykki samninginn Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. júní 2015 12:00 Formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segir markmið félagsins hafi ekki verið náð í kjarasamningi sem undirritaður var í gær. Vísir/GVA Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segist hóflega bjartsýnn á að félagsmenn muni samþykkja kjarasamning sem undirritaður var í gærkvöldi. Hann segir að markmið um að jafna kynbundinn launamun hafi ekki náðst. Samningar á milli hjúkrunarfræðinga og ríkisins voru undirritaðir hjá Ríkissáttasemjara í gærkvöldi eftir langa kjaradeilu. Samningurinn felur í sér sambærilegar hækkanir og samið var um á almennum vinnumarkaði en samningurinn gildir til marsloka árið 2019. Ólafur G. Skúlason, formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segist telja samninginn vera þann besta sem mögulegt var að ná í þeirri stöðu sem nú er uppi. Eru þá engar frekari hækkanir í samningum hjúkrunarfræðinga miðað við aðra? „Nei. Það eru þessar 18,6 prósent launahækkun sem gengur yfir allan hópinn á þessum þremur árum auk þess sem það er sett frekara fjármagn í stofnanasamninga þar sem stofnanir geta þá haft aukið svigrúm að færa hjúkrunarfræðinga til í launum en það er ekkert aukalegt fjármagn umfram það,“ segir hann. Ólafur segir að samninganefndin hafi metið stöðuna þannig að betra væri fyrir félagsmenn að kjósa um kjarasamning en að þurfa að lúta ákvörðun gerðardóms. „Við tókum þann pól í hæðina að það væri vænlegra fyrir félagsmenn að fá að kjósa um þennan samning eða það tilboð sem liggur fyrir um þennan samning fremur en að gerðardómur taki einhliða ákvörðun fyrir hönd hjúkrunarfræðinga og þeir hafi ekkert um það að segja. Þannig að við leggjum þetta bara í dóm hjúkrunarfræðinga núna og sjáum hvað þeir segja,“ segir Ólafur sem er hóflega bjartsýnn á að samningurinn verði samþykktur af hjúkrunarfræðingum. „Við erum náttúrulega ekki að ná markmiðum sem við lögðum upp með. Við lögðum upp með að jafna kynbundinn launamun og að menntun hjúkrunarfræðinga yrði metin sambærileg við aðra háskólamenntaða og við erum ekki að ná þeim markmiðum. Þannig að ég er svona hóflega bjartsýnn á að þetta verði samþykkt en eins og ég segi þá er það hvers og eins að meta það út frá þeim forsendum sem fyrir liggja.“ Kjaramál Verkfall 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga segist hóflega bjartsýnn á að félagsmenn muni samþykkja kjarasamning sem undirritaður var í gærkvöldi. Hann segir að markmið um að jafna kynbundinn launamun hafi ekki náðst. Samningar á milli hjúkrunarfræðinga og ríkisins voru undirritaðir hjá Ríkissáttasemjara í gærkvöldi eftir langa kjaradeilu. Samningurinn felur í sér sambærilegar hækkanir og samið var um á almennum vinnumarkaði en samningurinn gildir til marsloka árið 2019. Ólafur G. Skúlason, formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segist telja samninginn vera þann besta sem mögulegt var að ná í þeirri stöðu sem nú er uppi. Eru þá engar frekari hækkanir í samningum hjúkrunarfræðinga miðað við aðra? „Nei. Það eru þessar 18,6 prósent launahækkun sem gengur yfir allan hópinn á þessum þremur árum auk þess sem það er sett frekara fjármagn í stofnanasamninga þar sem stofnanir geta þá haft aukið svigrúm að færa hjúkrunarfræðinga til í launum en það er ekkert aukalegt fjármagn umfram það,“ segir hann. Ólafur segir að samninganefndin hafi metið stöðuna þannig að betra væri fyrir félagsmenn að kjósa um kjarasamning en að þurfa að lúta ákvörðun gerðardóms. „Við tókum þann pól í hæðina að það væri vænlegra fyrir félagsmenn að fá að kjósa um þennan samning eða það tilboð sem liggur fyrir um þennan samning fremur en að gerðardómur taki einhliða ákvörðun fyrir hönd hjúkrunarfræðinga og þeir hafi ekkert um það að segja. Þannig að við leggjum þetta bara í dóm hjúkrunarfræðinga núna og sjáum hvað þeir segja,“ segir Ólafur sem er hóflega bjartsýnn á að samningurinn verði samþykktur af hjúkrunarfræðingum. „Við erum náttúrulega ekki að ná markmiðum sem við lögðum upp með. Við lögðum upp með að jafna kynbundinn launamun og að menntun hjúkrunarfræðinga yrði metin sambærileg við aðra háskólamenntaða og við erum ekki að ná þeim markmiðum. Þannig að ég er svona hóflega bjartsýnn á að þetta verði samþykkt en eins og ég segi þá er það hvers og eins að meta það út frá þeim forsendum sem fyrir liggja.“
Kjaramál Verkfall 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira