Markmið Íslands í loftlagsmálum kynnt í næstu viku Heimir Már Pétursson skrifar 25. júní 2015 13:23 Markmið íslenskra stjórnvalda í loftlagsmálum fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París á næsta ári verða kynnt í næstu viku. Umhverfisráðherra segir að Íslendingar muni að öllum líkindum fylgja sömu markmiðum og Norðmenn hafa sett fram. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í morgun að þingið eyddi allt of litlum tíma í að ræða loftslagsbreytingar sem væru stærsta mál samtímans. „Og þar kemur hver svarta skýrslan á fætur annarri. Við finnum nú þegar breytingar á veðurfari sem hafa veruleg áhrif á lífsafkomu okkar hér á landi. Sem og auðvitað íbúa alls staðar annars staðar í heiminum,“ segir Katrín. Til að mynda hefði ekki verið rætt um loftslagsmarkmið Íslands fyrir loftslagsráðstefnuna í París á næsta ári þar sem nokkur von væri bundinn við árangur. Evrópusambandið væri búið að setja fram sín markmið sem og Noregur, sem stefndi að því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent miðað við árið 1990 til ársins 2030. „Umhverfis- og samgöngunefnd og utanríkismálanefnd fengu kynningu á því að vinna væri hafin við loftslagsmarkmið Íslands fyrir allmörgum mánuðum en enn bólar ekkert á þessum markmiðum. Ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra; hvar eru markmiðin, hvenær koma þau og hver verða þau,“ spurði Katrín. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra tók undir með Katrínu um að þetta væri með stærstu málum samtímans. Það lægi ljóst fyrir að hlýnun jarðar væri af mannavöldum og því gæti hver og einn lagt sitt af mörkum. „Og ég get glatt þingmanninn, sem og aðra þingmenn hér, með því að það er verið að vinna mjög ötullega innan fimm ráðuneyta. Þetta mun verða lagt fram í ríkisstjórn áður en þing fer heim í næstu viku,“ sagði umhverfisráðherra. Ráðherra sagði Noreg hafa ákveðið að fylgja Evrópu að málum og henni þætti líklegt að það myndu Íslendingar einnig gera. „Verði þessi markmið kynnt í ríkisstjórn í næstu viku vil ég leggja áherslu á að umhverfis- og samgöngunefnd og utanríkisnefnd fái kynningu á þessum markmiðum á sama tíma. Þannig að háttvirtir þingmenn séu upplýstir um þessi markmið,“ sagði Katrín. Umhverfisráðherra sagði Íslendinga búa við sérstöðu og þeir gætu náð miklum árangi í umhverfismálum, til dæmis varðandi fiskiskipaflotann. „Forsætisráðherra hefur lýst því yfir á fundi með Ban Ki Moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að við stefnum að því Íslendingar að hætta notkun jarðefnaeldsneytis og sú sýn hvetur okkur vissulega til dáða,“ segir Sigrún. Loftslagsmál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
Markmið íslenskra stjórnvalda í loftlagsmálum fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París á næsta ári verða kynnt í næstu viku. Umhverfisráðherra segir að Íslendingar muni að öllum líkindum fylgja sömu markmiðum og Norðmenn hafa sett fram. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í morgun að þingið eyddi allt of litlum tíma í að ræða loftslagsbreytingar sem væru stærsta mál samtímans. „Og þar kemur hver svarta skýrslan á fætur annarri. Við finnum nú þegar breytingar á veðurfari sem hafa veruleg áhrif á lífsafkomu okkar hér á landi. Sem og auðvitað íbúa alls staðar annars staðar í heiminum,“ segir Katrín. Til að mynda hefði ekki verið rætt um loftslagsmarkmið Íslands fyrir loftslagsráðstefnuna í París á næsta ári þar sem nokkur von væri bundinn við árangur. Evrópusambandið væri búið að setja fram sín markmið sem og Noregur, sem stefndi að því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent miðað við árið 1990 til ársins 2030. „Umhverfis- og samgöngunefnd og utanríkismálanefnd fengu kynningu á því að vinna væri hafin við loftslagsmarkmið Íslands fyrir allmörgum mánuðum en enn bólar ekkert á þessum markmiðum. Ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra; hvar eru markmiðin, hvenær koma þau og hver verða þau,“ spurði Katrín. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra tók undir með Katrínu um að þetta væri með stærstu málum samtímans. Það lægi ljóst fyrir að hlýnun jarðar væri af mannavöldum og því gæti hver og einn lagt sitt af mörkum. „Og ég get glatt þingmanninn, sem og aðra þingmenn hér, með því að það er verið að vinna mjög ötullega innan fimm ráðuneyta. Þetta mun verða lagt fram í ríkisstjórn áður en þing fer heim í næstu viku,“ sagði umhverfisráðherra. Ráðherra sagði Noreg hafa ákveðið að fylgja Evrópu að málum og henni þætti líklegt að það myndu Íslendingar einnig gera. „Verði þessi markmið kynnt í ríkisstjórn í næstu viku vil ég leggja áherslu á að umhverfis- og samgöngunefnd og utanríkisnefnd fái kynningu á þessum markmiðum á sama tíma. Þannig að háttvirtir þingmenn séu upplýstir um þessi markmið,“ sagði Katrín. Umhverfisráðherra sagði Íslendinga búa við sérstöðu og þeir gætu náð miklum árangi í umhverfismálum, til dæmis varðandi fiskiskipaflotann. „Forsætisráðherra hefur lýst því yfir á fundi með Ban Ki Moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, að við stefnum að því Íslendingar að hætta notkun jarðefnaeldsneytis og sú sýn hvetur okkur vissulega til dáða,“ segir Sigrún.
Loftslagsmál Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira